Árásarmaðurinn í El Paso ákærður fyrir hatursglæpi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2020 10:53 Patrick Crusius varð 22 að bana þegar hann réðst inn í verslun Walmart í El Paso og skaut fólk á færi. Hann reyndi sérstaklega að myrða fólk frá Mexíkó. getty/el paso police department - epa/larry w. smith Maður sem sakaður er um að hafa myrt 22 og sært 26 í verslun Walmart í El Paso í Texas í fyrra hefur verið ákærður fyrir hatursglæpi á alríkisvísu og er ákæran í 90 liðum. Maðurinn játaði verknaðinn þegar hann var handtekinn og sagðist hafa reynt sérstaklega að myrða fólk frá Mexíkó. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Hinn 21 árs gamli Patrick Crusius hefur þegar verið ákærður í ríkisdómstóli Texas fyrir morð af ásetningi. Ákærurnar um hatursglæpi á alvísu voru lagðar fram fyrir alríkisdómstóli. Ef Crusius verður sakfelldur fyrir árásina sem gerð var í ágúst í fyrra gæti hann átt yfir höfði sér dauðadóm. Saksóknari sagði fyrir dómi að árásin hafi verið innanríkishryðjuverk og árás gegn heilum þjóðernishópi. Skotárásin er talin vera sú áttunda skæðasta í nútímasögu Bandaríkjanna og átti hún sér stað í El Paso í Texas, bæ við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar búa um 680 þúsund manns og rekur um áttatíu prósent íbúanna uppruna sinn til Mið- og Suður-Ameríku. Crusius er sakaður um að hafa keyrt í ellefu klukkustundir frá heimabæ sínum Allen til El Paso þann 3. ágúst síðastliðinn. Þá er hann sakaður um að hafa skotið fólk á færi með AK-47 hríðskotariffli inni í Walmart búð. Eftir að árásinni lauk ók Crusius í burtu en var stöðvaður af lögreglu skammt frá versluninni. Hann á að hafa stigið út úr bílnum með hendur á lofti og sagt „Ég er byssumaðurinn.“ Í yfirlýsingu sem hann birti á spjallborðinu 8chan, sem er mikið notað af öfgafólki, skrifaði hann að morðin væru svar við „innrás spænskættaðra í Texas.“ Bandaríkin Mexíkó Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í El Paso lýsir yfir sakleysi sínu Bandaríkjamaðurinn Patrick Crusius, sem var handtekinn og ákærður fyrir að hafa myrt 22 og sært 24 aðra í skotárás í verslun Walmart í borginni El Paso í Texas, lýsti yfir sakleysi sínu í réttarsal í dag. 10. október 2019 21:05 Fjöldamorðinginn í El Paso á dauðadóm yfir höfði sér Maðurinn sem sakaður er um að hafa myrt 22 og sært 26 í verslun Walmart í El Paso í Texas í síðasta mánuði hefur verið ákærður og á hann dauðadóm yfir höfði sér. 12. september 2019 22:45 Fjöldamorð aldrei verið skráð fleiri í Bandaríkjunum Alls voru skráð 41 atvik sem flokkast sem fjöldamorð þar sem alls 211 týndu lífi. 29. desember 2019 09:07 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Maður sem sakaður er um að hafa myrt 22 og sært 26 í verslun Walmart í El Paso í Texas í fyrra hefur verið ákærður fyrir hatursglæpi á alríkisvísu og er ákæran í 90 liðum. Maðurinn játaði verknaðinn þegar hann var handtekinn og sagðist hafa reynt sérstaklega að myrða fólk frá Mexíkó. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Hinn 21 árs gamli Patrick Crusius hefur þegar verið ákærður í ríkisdómstóli Texas fyrir morð af ásetningi. Ákærurnar um hatursglæpi á alvísu voru lagðar fram fyrir alríkisdómstóli. Ef Crusius verður sakfelldur fyrir árásina sem gerð var í ágúst í fyrra gæti hann átt yfir höfði sér dauðadóm. Saksóknari sagði fyrir dómi að árásin hafi verið innanríkishryðjuverk og árás gegn heilum þjóðernishópi. Skotárásin er talin vera sú áttunda skæðasta í nútímasögu Bandaríkjanna og átti hún sér stað í El Paso í Texas, bæ við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar búa um 680 þúsund manns og rekur um áttatíu prósent íbúanna uppruna sinn til Mið- og Suður-Ameríku. Crusius er sakaður um að hafa keyrt í ellefu klukkustundir frá heimabæ sínum Allen til El Paso þann 3. ágúst síðastliðinn. Þá er hann sakaður um að hafa skotið fólk á færi með AK-47 hríðskotariffli inni í Walmart búð. Eftir að árásinni lauk ók Crusius í burtu en var stöðvaður af lögreglu skammt frá versluninni. Hann á að hafa stigið út úr bílnum með hendur á lofti og sagt „Ég er byssumaðurinn.“ Í yfirlýsingu sem hann birti á spjallborðinu 8chan, sem er mikið notað af öfgafólki, skrifaði hann að morðin væru svar við „innrás spænskættaðra í Texas.“
Bandaríkin Mexíkó Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í El Paso lýsir yfir sakleysi sínu Bandaríkjamaðurinn Patrick Crusius, sem var handtekinn og ákærður fyrir að hafa myrt 22 og sært 24 aðra í skotárás í verslun Walmart í borginni El Paso í Texas, lýsti yfir sakleysi sínu í réttarsal í dag. 10. október 2019 21:05 Fjöldamorðinginn í El Paso á dauðadóm yfir höfði sér Maðurinn sem sakaður er um að hafa myrt 22 og sært 26 í verslun Walmart í El Paso í Texas í síðasta mánuði hefur verið ákærður og á hann dauðadóm yfir höfði sér. 12. september 2019 22:45 Fjöldamorð aldrei verið skráð fleiri í Bandaríkjunum Alls voru skráð 41 atvik sem flokkast sem fjöldamorð þar sem alls 211 týndu lífi. 29. desember 2019 09:07 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Árásarmaðurinn í El Paso lýsir yfir sakleysi sínu Bandaríkjamaðurinn Patrick Crusius, sem var handtekinn og ákærður fyrir að hafa myrt 22 og sært 24 aðra í skotárás í verslun Walmart í borginni El Paso í Texas, lýsti yfir sakleysi sínu í réttarsal í dag. 10. október 2019 21:05
Fjöldamorðinginn í El Paso á dauðadóm yfir höfði sér Maðurinn sem sakaður er um að hafa myrt 22 og sært 26 í verslun Walmart í El Paso í Texas í síðasta mánuði hefur verið ákærður og á hann dauðadóm yfir höfði sér. 12. september 2019 22:45
Fjöldamorð aldrei verið skráð fleiri í Bandaríkjunum Alls voru skráð 41 atvik sem flokkast sem fjöldamorð þar sem alls 211 týndu lífi. 29. desember 2019 09:07