Apple sektað fyrir að hægja á símum Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2020 23:38 Apple segir það hafa verið nauðsynlegt að hægja á símum þegar rafhlaðan fór að eldast. Vísir/Getty Tæknirisinn Apple hefur verið sektaður um 25 milljónir evra, sem samsvarar tæplega þremur og hálfum milljörðum íslenskra króna, af franska samkeppniseftirlitinu fyrir að hægja viljandi á eldri gerðum iPhone snjallsíma með nýjum hugbúnaðaruppfærslum. Sektin kemur til þar sem fyrirtækið er ekki sagt hafa gert viðskiptavinum sínum það nægilega ljóst að hægt hafði verið á símum þeirra.BBC greinir frá þessu en tæknirisinn hefur þó gefið frá sér yfirlýsingu þar sem segir að fyrirtækið sé búið að leysa úr sínum málum í sambandi við samkeppniseftirlitið. Þeir hafi jafnframt greitt sektina. Eigendum iPhone snjallsíma hafði lengi grunað að símar þeirra yrðu hægari með tímanum og tengdu margir það við tímann sem nýr sími væri kynntur á markaðinn. Töldu þeir það vera gert í því skyni að fá fólk til þess að kaupa nýjustu útgáfu símana í hvert skipti sem ný útgáfa kæmi út. Árið 2017 staðfesti Apple að það hægði á símum en einungis í því skyni að lengja líftíma þeirra. Rafhlöður símanna ættu erfiðara með að mæta kröfum notenda með aukinni þróun símanna og orkuþörf nýrra uppfærslna og það gæti leitt til þess að síminn færi að slökkva skyndilega á sér til þess að koma í veg fyrir skemmdir. Samkeppniseftirlitið segir neytendur ekki hafa verið upplýsta um það að ný hugbúnaðaruppfærsla gæti hægt á símum þeirra. Í samkomulagi Apple og eftirlitsins sé gerð krafa um það að fyrirtækið birti tilkynningu um það á frönsku heimasíðu sinni og hún standi þar í heilan mánuði. Apple Frakkland Tækni Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tæknirisinn Apple hefur verið sektaður um 25 milljónir evra, sem samsvarar tæplega þremur og hálfum milljörðum íslenskra króna, af franska samkeppniseftirlitinu fyrir að hægja viljandi á eldri gerðum iPhone snjallsíma með nýjum hugbúnaðaruppfærslum. Sektin kemur til þar sem fyrirtækið er ekki sagt hafa gert viðskiptavinum sínum það nægilega ljóst að hægt hafði verið á símum þeirra.BBC greinir frá þessu en tæknirisinn hefur þó gefið frá sér yfirlýsingu þar sem segir að fyrirtækið sé búið að leysa úr sínum málum í sambandi við samkeppniseftirlitið. Þeir hafi jafnframt greitt sektina. Eigendum iPhone snjallsíma hafði lengi grunað að símar þeirra yrðu hægari með tímanum og tengdu margir það við tímann sem nýr sími væri kynntur á markaðinn. Töldu þeir það vera gert í því skyni að fá fólk til þess að kaupa nýjustu útgáfu símana í hvert skipti sem ný útgáfa kæmi út. Árið 2017 staðfesti Apple að það hægði á símum en einungis í því skyni að lengja líftíma þeirra. Rafhlöður símanna ættu erfiðara með að mæta kröfum notenda með aukinni þróun símanna og orkuþörf nýrra uppfærslna og það gæti leitt til þess að síminn færi að slökkva skyndilega á sér til þess að koma í veg fyrir skemmdir. Samkeppniseftirlitið segir neytendur ekki hafa verið upplýsta um það að ný hugbúnaðaruppfærsla gæti hægt á símum þeirra. Í samkomulagi Apple og eftirlitsins sé gerð krafa um það að fyrirtækið birti tilkynningu um það á frönsku heimasíðu sinni og hún standi þar í heilan mánuði.
Apple Frakkland Tækni Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf