Hunangsflugum fækkar mikið vegna loftslagsbreytinga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 15:30 Hunangsflugur gegna mikilvægu hlutverki í náttúrunni við að fræva plöntur. vísir/getty Hunangsflugum fer mjög fækkandi bæði í Evrópu og Norður-Ameríku samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í vikunni í vísindatímaritinu Science. Ástæðan fyrir fækkuninni er heitara loftslag og meiri öfgar í hitastigi en vísindamennirnir rannsökuðu gögn sem hefur verið safnað síðustu 115 ár og ná til 66 tegunda af hunangsflugum. Hunangsflugur gegna lykilhlutverki í því að fræva til dæmis tómatplöntur, berjaplöntur og graskersplöntur, en rannsóknin bendir til þess að líkurnar á því að hunangsflugutegund lifi af á hverju svæði fyrir sig hafi minnkað um þrjátíu prósent á tímabili sem spannar eina kynslóð manna. Hröð fækkun flugnanna bendir til fjöldaútdauða Vísindamennirnir segja að hröð fækkun flugnanna bendi til fjöldaútdauða. Fjöldaútdauði er skyndileg fækkun og útdauði margra tegunda yfir stuttan tíma, til dæmis af völdum náttúruhamfara eða, eins og í þessu tilfelli, vegna loftslagsbreytinga. Fjallað er um málið á vef Guardian og rætt við doktorsnema við háskólann í Ottawa, Peter Soroye, einn aðalrannsakandann. „Við komumst að því að fjöldi hunangsflugna fór fækkandi á svæðum þar sem hitinn hafði hækkað. Ef fækkunin verður jafn hröð og verið hefur munu margar af þessum tegundum verða alveg horfnar eftir fáeina áratugi,“ segir Soroye. „Það kom okkur á óvart hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar hafa haft nú þegar á fækkun hunangsflugna. Niðurstöður okkar benda til þess að mun meiri fækkun sé líkleg á næstu árum ef loftslagsbreytingar verða hraðari. Þetta sýnir að við þurfum að leggja hart að okkur til að draga úr loftslagsbreytingum ef við viljum varðveita fjölbreytileika hunangsflugna,“ segir Dr Tim Newbold hjá rannsóknarsetri University College London um líffræðilegan fjölbreytileika og umhverfið. Rannsakendurnir segja að rannsóknaraðferðir þeirra geti nýst til þess að spá fyrir um áhættuna á útrýmingu tegunda og skilgreina þau svæði þar sem grípa þarf til ráðstafana til verndar tegundum í útrýmingarhættu. „Þegar allt kemur til alls þurfum við að takast á við loftslagsbreytingarnar sjálfar og allt sem við gerum til þess að draga úr útblæstri hjálpar,“ segir Jeremy Kerr, prófessor við háskólann í Ottawa og sá sem leiddi rannsóknina. Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Sjá meira
Hunangsflugum fer mjög fækkandi bæði í Evrópu og Norður-Ameríku samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í vikunni í vísindatímaritinu Science. Ástæðan fyrir fækkuninni er heitara loftslag og meiri öfgar í hitastigi en vísindamennirnir rannsökuðu gögn sem hefur verið safnað síðustu 115 ár og ná til 66 tegunda af hunangsflugum. Hunangsflugur gegna lykilhlutverki í því að fræva til dæmis tómatplöntur, berjaplöntur og graskersplöntur, en rannsóknin bendir til þess að líkurnar á því að hunangsflugutegund lifi af á hverju svæði fyrir sig hafi minnkað um þrjátíu prósent á tímabili sem spannar eina kynslóð manna. Hröð fækkun flugnanna bendir til fjöldaútdauða Vísindamennirnir segja að hröð fækkun flugnanna bendi til fjöldaútdauða. Fjöldaútdauði er skyndileg fækkun og útdauði margra tegunda yfir stuttan tíma, til dæmis af völdum náttúruhamfara eða, eins og í þessu tilfelli, vegna loftslagsbreytinga. Fjallað er um málið á vef Guardian og rætt við doktorsnema við háskólann í Ottawa, Peter Soroye, einn aðalrannsakandann. „Við komumst að því að fjöldi hunangsflugna fór fækkandi á svæðum þar sem hitinn hafði hækkað. Ef fækkunin verður jafn hröð og verið hefur munu margar af þessum tegundum verða alveg horfnar eftir fáeina áratugi,“ segir Soroye. „Það kom okkur á óvart hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar hafa haft nú þegar á fækkun hunangsflugna. Niðurstöður okkar benda til þess að mun meiri fækkun sé líkleg á næstu árum ef loftslagsbreytingar verða hraðari. Þetta sýnir að við þurfum að leggja hart að okkur til að draga úr loftslagsbreytingum ef við viljum varðveita fjölbreytileika hunangsflugna,“ segir Dr Tim Newbold hjá rannsóknarsetri University College London um líffræðilegan fjölbreytileika og umhverfið. Rannsakendurnir segja að rannsóknaraðferðir þeirra geti nýst til þess að spá fyrir um áhættuna á útrýmingu tegunda og skilgreina þau svæði þar sem grípa þarf til ráðstafana til verndar tegundum í útrýmingarhættu. „Þegar allt kemur til alls þurfum við að takast á við loftslagsbreytingarnar sjálfar og allt sem við gerum til þess að draga úr útblæstri hjálpar,“ segir Jeremy Kerr, prófessor við háskólann í Ottawa og sá sem leiddi rannsóknina.
Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Sjá meira