Foreldrar transbarna í öngum sínum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 15:30 María Bjarnadóttir er móðir transstúlku. Það geti verið lífshættulegt fyrir börnin fái ekki þá þjónustu sem þau þurfa. Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. Í Mannlífi í dag er viðtal við þrjár mæður transbarna sem eru jafnframt í stjórn hagsmunasamtaka foreldra og aðstandenda transbarna og -ungmenna á Íslandi. Þær segja uppnám ríkja meðal fjölskyldna transbarna vegna niðurskurðar á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans. 48 trans börn og ungmenni eru skráð hjá BUGL. Tölvupóstur hafi borist til aðstandenda þar sem kom fram að frá áramótum hafi ekki verið hægt að halda úti transteymi. Transteymið gerir börnunum t.d. kleift að komast á lyf vegna hormónastarfsemi, veitir sálfræðimeðferð og heldur utan um langt og strangt ferlið sem börnin ganga í gegnum. María Bjarnadóttir er móðir transstúlku. Hún bendir á að þetta þetta gangi þvert á ný lög um kynrænt sjálfræði og að viðbótarfé í tengslum við nýju lögin hafi ekki skilað sér til BUGL. „Það stendur í lögunum að það eigi að vera þverfaglegt teymi fyrir transbörn og með þessu er verið að brjóta á þessum börnum og fjölskyldum þeirra.“ María segir að þau börn sem eru þegar komin inn á BUGL fái nú skerta þjónustu og þau börn sem eru ekki enn komin inn fari aftar í röðina. Hún segir hvern dag skipta miklu máli þegar komi að hormónameðferð og sálrænum stuðningi. „Það getur verið lífshættulegt fyrir börnin fái þau ekki þá þjónustu sem þau þurfa. Það skiptir svo miklu máli að geta verið eins og maður upplifir sig.“ Margir foreldrar hafi reynslu af því að sitja yfir börnum sínum vegna þunglyndis og sjálfsvígshættu. Hópurinn þurfi greiðan aðgang að þjónustu. „Þau hafa það ekki ef þetta teymi er lagt niður. Teymið hefur ekki verið upp á sitt besta síðustu árin, helst vegna skorts á fjármagni. Fólk er ekki tilbúið að vera í þessum störfum á þessum launum, hópurinn er búinn að minnka með árunum og endar svona - að teymið er lagt niður,“ segir María Bjarnadóttir. Börn og uppeldi Hinsegin Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. Í Mannlífi í dag er viðtal við þrjár mæður transbarna sem eru jafnframt í stjórn hagsmunasamtaka foreldra og aðstandenda transbarna og -ungmenna á Íslandi. Þær segja uppnám ríkja meðal fjölskyldna transbarna vegna niðurskurðar á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans. 48 trans börn og ungmenni eru skráð hjá BUGL. Tölvupóstur hafi borist til aðstandenda þar sem kom fram að frá áramótum hafi ekki verið hægt að halda úti transteymi. Transteymið gerir börnunum t.d. kleift að komast á lyf vegna hormónastarfsemi, veitir sálfræðimeðferð og heldur utan um langt og strangt ferlið sem börnin ganga í gegnum. María Bjarnadóttir er móðir transstúlku. Hún bendir á að þetta þetta gangi þvert á ný lög um kynrænt sjálfræði og að viðbótarfé í tengslum við nýju lögin hafi ekki skilað sér til BUGL. „Það stendur í lögunum að það eigi að vera þverfaglegt teymi fyrir transbörn og með þessu er verið að brjóta á þessum börnum og fjölskyldum þeirra.“ María segir að þau börn sem eru þegar komin inn á BUGL fái nú skerta þjónustu og þau börn sem eru ekki enn komin inn fari aftar í röðina. Hún segir hvern dag skipta miklu máli þegar komi að hormónameðferð og sálrænum stuðningi. „Það getur verið lífshættulegt fyrir börnin fái þau ekki þá þjónustu sem þau þurfa. Það skiptir svo miklu máli að geta verið eins og maður upplifir sig.“ Margir foreldrar hafi reynslu af því að sitja yfir börnum sínum vegna þunglyndis og sjálfsvígshættu. Hópurinn þurfi greiðan aðgang að þjónustu. „Þau hafa það ekki ef þetta teymi er lagt niður. Teymið hefur ekki verið upp á sitt besta síðustu árin, helst vegna skorts á fjármagni. Fólk er ekki tilbúið að vera í þessum störfum á þessum launum, hópurinn er búinn að minnka með árunum og endar svona - að teymið er lagt niður,“ segir María Bjarnadóttir.
Börn og uppeldi Hinsegin Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira