„Þetta magn af kviku myndi aldrei geta búið til neitt eldgos“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 12:00 Skjálftavirknin hefur minnkað verulega undanfarna sólarhringa en áfram eru þó merki um landris á svæðinu. Það er fimm sentimetrar þar sem það er mest. vísir/vilhelm Kvikan sem er að safnast saman á um þriggja til fimm kílómetra dýpi við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi er í mjög litlu magni að sögn Benedikts Ófeigssonar, jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands. Rúmmál kvikunnar sé ekki meira en 0,003 til 0,004 rúmkílómetrar. Til samanburðar kom til dæmis einn og hálfur rúmkílómeter af kviku upp á yfirborðið gosinu í Holuhrauni 2014 til 2015. Gosið í Eyjafjallajökli er líka ágætis viðmið að sögn Benedikts; kvikusöfnunin nú sé einn tíundi af því. „Þannig að þetta magn af kviku myndi aldrei geta búið til neitt eldgos. Það þyrfti eitthvað meira til,“ segir Benedikt. Vísindamenn geri hins vegar ráð fyrir að það sé eitthvað meira undir sem gæti þá haldið áfram að fæða kerfið. Virkjun HS Orku við Svartsengi er á því svæði á Reykjanesi þar sem landris hefur verið undanfarið.vísir/vilhelm Mögulega að hægjast á landrisinu Vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í gær þar sem farið var yfir stöðu mála á svæðinu og rýnt í nýjustu gögn. Þar kom fram að skjálftavirknin hafi minnkað verulega undanfarna sólarhringa en áfram séu þó merki um landris á svæðinu. Það er fimm sentimetrar þar sem það er mest. „Það er mögulega aðeins að hægja á því en það er aðeins of snemmt að fullyrða það. Það virðist vera að róast aðeins yfir þessu án þess að virknin sé beinlínis hætt. Það eru helstu niðurstöðurnar,“ segir Benedikt. Í tilkynningu frá Veðurstofunni að loknum fundinum í gær kom fram að þar hefði verið einnig verið farið yfir mögulega atburðarás komi til eldsumbrota. Spurður út í það hvernig slík atburðarás gæti litið út segir Benedikt að farið hafi verið yfir hvar eldgos gæti mögulega komið upp og hvar mögulega gæti komið hraunflæði. Nokkrir möguleikar séu í stöðunni. Fjallið Þorbjörn er svo að segja í bakgarði Grindvíkinga.vísir/vilhelm Ekki hægt að útiloka að hraunflæði fari að Grindavík „Þá erum við kannski fyrst og fremst að horfa til hvar hafa komið gos áður, skoða jarðfræðina á svæðinu. Líklegasti staðurinn er kannski nálægt Eldvörpum eða fyrir norðan Eldvörpin, á því svæði. Aðrir möguleikar eru við Þorbjörn, þar eru gossprungur líka og aðeins suðaustan við Þorbjörn,“ segir Benedikt. Aðspurður hvort hraunflæði gæti farið í átt til Grindavíkur ef það komi til goss segir Benedikt ekki hægt að útiloka það. „Það er alveg möguleiki að það fari hraun í áttina og jafnvel að Grindavík. Grindavík stendur á hrauni en það fer algjörlega eftir því hvar gos kæmi upp hvert hraunið myndi renna og hvað það yrði stórt. Myndi hraunið ná alla leið inn? Það fer eftir því hvað það stendur lengi yfir, hvað það er mikið, hvað mikið magn af kviku að koma og annað slíkt þannig að það eru mjög margir óvissuþættir.“ Benedikt bætir þó við að flestir möguleikarnir endi ekki endilega á hrauni inn í byggð. Tæpar tvær vikur eru síðan óvissustigi var lýst yfir vegna stöðunnar við Þorbjörn. Vísindamenn telja að um langtímaatburð sé að ræða og sagði í tilkynningu Veðurstofunnar í gær að reynslan af sambærilegum atburðum sé sú að breytingar geti orðið á landrisi viku frá viku án þess að hægt sé að fullyrða að virknin sé að fjara út. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Telja nú að kvikan sé á þriggja til fimm kílómetra dýpi Vísindaráð Almannavarna kom saman til fundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. 6. febrúar 2020 17:53 Land risið um fimm sentímetra og áframhaldandi smáskjálftavirkni Nýjustu gögn úr GPS mælum sýna áframhaldandi landris á svæðinu vestan við Þorbjörn. Í heildina hefur land risið um fimm sentímetra frá 20. janúar og þá sýna gervitunglamyndir sömu þróun. 4. febrúar 2020 17:19 Nýtt myndband sýnir greinilega hvernig skjálftavirknin jókst Nýtt myndband frá Veðurstofu Íslands sýnir greinilega hvernig skjálftavirknin nærri Grindavík jókst tímabundið síðastliðið föstudagskvöld. 3. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Kvikan sem er að safnast saman á um þriggja til fimm kílómetra dýpi við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi er í mjög litlu magni að sögn Benedikts Ófeigssonar, jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands. Rúmmál kvikunnar sé ekki meira en 0,003 til 0,004 rúmkílómetrar. Til samanburðar kom til dæmis einn og hálfur rúmkílómeter af kviku upp á yfirborðið gosinu í Holuhrauni 2014 til 2015. Gosið í Eyjafjallajökli er líka ágætis viðmið að sögn Benedikts; kvikusöfnunin nú sé einn tíundi af því. „Þannig að þetta magn af kviku myndi aldrei geta búið til neitt eldgos. Það þyrfti eitthvað meira til,“ segir Benedikt. Vísindamenn geri hins vegar ráð fyrir að það sé eitthvað meira undir sem gæti þá haldið áfram að fæða kerfið. Virkjun HS Orku við Svartsengi er á því svæði á Reykjanesi þar sem landris hefur verið undanfarið.vísir/vilhelm Mögulega að hægjast á landrisinu Vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í gær þar sem farið var yfir stöðu mála á svæðinu og rýnt í nýjustu gögn. Þar kom fram að skjálftavirknin hafi minnkað verulega undanfarna sólarhringa en áfram séu þó merki um landris á svæðinu. Það er fimm sentimetrar þar sem það er mest. „Það er mögulega aðeins að hægja á því en það er aðeins of snemmt að fullyrða það. Það virðist vera að róast aðeins yfir þessu án þess að virknin sé beinlínis hætt. Það eru helstu niðurstöðurnar,“ segir Benedikt. Í tilkynningu frá Veðurstofunni að loknum fundinum í gær kom fram að þar hefði verið einnig verið farið yfir mögulega atburðarás komi til eldsumbrota. Spurður út í það hvernig slík atburðarás gæti litið út segir Benedikt að farið hafi verið yfir hvar eldgos gæti mögulega komið upp og hvar mögulega gæti komið hraunflæði. Nokkrir möguleikar séu í stöðunni. Fjallið Þorbjörn er svo að segja í bakgarði Grindvíkinga.vísir/vilhelm Ekki hægt að útiloka að hraunflæði fari að Grindavík „Þá erum við kannski fyrst og fremst að horfa til hvar hafa komið gos áður, skoða jarðfræðina á svæðinu. Líklegasti staðurinn er kannski nálægt Eldvörpum eða fyrir norðan Eldvörpin, á því svæði. Aðrir möguleikar eru við Þorbjörn, þar eru gossprungur líka og aðeins suðaustan við Þorbjörn,“ segir Benedikt. Aðspurður hvort hraunflæði gæti farið í átt til Grindavíkur ef það komi til goss segir Benedikt ekki hægt að útiloka það. „Það er alveg möguleiki að það fari hraun í áttina og jafnvel að Grindavík. Grindavík stendur á hrauni en það fer algjörlega eftir því hvar gos kæmi upp hvert hraunið myndi renna og hvað það yrði stórt. Myndi hraunið ná alla leið inn? Það fer eftir því hvað það stendur lengi yfir, hvað það er mikið, hvað mikið magn af kviku að koma og annað slíkt þannig að það eru mjög margir óvissuþættir.“ Benedikt bætir þó við að flestir möguleikarnir endi ekki endilega á hrauni inn í byggð. Tæpar tvær vikur eru síðan óvissustigi var lýst yfir vegna stöðunnar við Þorbjörn. Vísindamenn telja að um langtímaatburð sé að ræða og sagði í tilkynningu Veðurstofunnar í gær að reynslan af sambærilegum atburðum sé sú að breytingar geti orðið á landrisi viku frá viku án þess að hægt sé að fullyrða að virknin sé að fjara út.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Telja nú að kvikan sé á þriggja til fimm kílómetra dýpi Vísindaráð Almannavarna kom saman til fundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. 6. febrúar 2020 17:53 Land risið um fimm sentímetra og áframhaldandi smáskjálftavirkni Nýjustu gögn úr GPS mælum sýna áframhaldandi landris á svæðinu vestan við Þorbjörn. Í heildina hefur land risið um fimm sentímetra frá 20. janúar og þá sýna gervitunglamyndir sömu þróun. 4. febrúar 2020 17:19 Nýtt myndband sýnir greinilega hvernig skjálftavirknin jókst Nýtt myndband frá Veðurstofu Íslands sýnir greinilega hvernig skjálftavirknin nærri Grindavík jókst tímabundið síðastliðið föstudagskvöld. 3. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Telja nú að kvikan sé á þriggja til fimm kílómetra dýpi Vísindaráð Almannavarna kom saman til fundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. 6. febrúar 2020 17:53
Land risið um fimm sentímetra og áframhaldandi smáskjálftavirkni Nýjustu gögn úr GPS mælum sýna áframhaldandi landris á svæðinu vestan við Þorbjörn. Í heildina hefur land risið um fimm sentímetra frá 20. janúar og þá sýna gervitunglamyndir sömu þróun. 4. febrúar 2020 17:19
Nýtt myndband sýnir greinilega hvernig skjálftavirknin jókst Nýtt myndband frá Veðurstofu Íslands sýnir greinilega hvernig skjálftavirknin nærri Grindavík jókst tímabundið síðastliðið föstudagskvöld. 3. febrúar 2020 19:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent