Vaka hagsmunafélag stúdenta 85 ára Azra Crnac og Elín Huld Melsteð Jóhannesdóttir skrifa skrifar 7. febrúar 2020 12:30 Fyrir 85 árum eða þann 4. febrúar árið 1935 tók hópur lýðræðissinnaðra stúdenta sig saman og stofnaði hagsmunafélag undir nafninu Vaka. Ótalmargir háskólanemar hafa staðið vörð um hagsmuni stúdenta í nafni Vöku. Vökuliðar hafa barist fyrir betri lærdómsaðstöðu, kennsluháttum og betri tíð. Baráttan er samt langt frá því að vera búin og Vaka vill gera enn betur. Vaka hefur tekið miklum breytingum í gegnum tíðina, sem dæmi má nefna að um miðjan 9. áratug síðustu aldar barðist Vaka fyrir því að ekki væri tekið mið af landspólitík í þeim stúdentahreyfingum sem sinna hagsmunabaráttu nemenda. Vökuliðar töldu að sú landspólitík sem tengdist ekki stúdentum beint ætti hreinlega ekki erindi innan hagsmunabaráttunnar í Háskóla Íslands. Azra Crnac, Bergþóra Ingþórsdóttir og Ingveldur Gröndal. Þar af leiðandi kennir Vaka sig ekki við hin fjölmörgu pólitísku öfl landsins. Þessa fullyrðingu stendur Vaka enn við, en þó ber að hafa í huga að fólk innan Vöku má hafa skoðun á málefnum líðandi stundar sem og í pólitík. Vaka er þar af leiðandi breiðfylking ólíkra skoðana. Á afmælisdaginn þann 4. febrúar afhentu Vökuliðar Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og síðar Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, 85 kröfur sem snúa að því sem betur má fara í háskólanum. Vaka hefur hagsmuni stúdenta í fyrirrúmi og þótti okkur viðeigandi að fagna þessum 85 árum með kröfum frá fjölda meðlima Vöku sem brenna fyrir bættum hag nemenda við Háskóla Íslands. Kröfurnar eru af ýmsum toga eða allt frá umhverfis- og jafnréttismálum fram til húsnæðis- og aðstöðumála. Vökuliðar ræddu sérstaklega um yfirvofandi lánasjóðsfrumvarp við Lilju Alfreðsdóttur en þörfin fyrir nýju stuðningskerfi er gríðarlega mikil. Ekki hafa verið gerðar stórfelldar breytingar á lánasjóðsmálum síðan 1992 og telur Vaka breytingarnar löngu orðnar tímabærar. Frá hægri til vinstri: Adda Malín, Bergþóra, Ingveldur Anna, Lilja Alfreðsdóttir mennta og menningarráðherra, Elín Huld Melsteð, Derek T. Allen og Bjarnveig Björk Eins og minnst var á þá hittu fulltrúar Vöku einnig rektor og ræddu þau um atvinnumál og hvað betur mætti gera hvað þau varðar, en Vaka hefur verið talsmaður þess að auka aðgengi háskólanema að vinnustöðum sem veita reynslu og innsýn í mögulegt framtíðarstarf nemenda. Með þessum fundum vildi Vaka einnig gera rektor sem og mennta- og menningarmálaráðherra grein fyrir afstöðu sinni gagnvart tanngreiningum á fylgdarlausum börnum innan háskólans. Vaka fordæmir notkun slíkra greininga innan veggja háskólans. Háskóli Íslands er leiðandi stofnun í okkar samfélagi og ber því í krafti hlutverks síns að stuðla að framförum á þessu sviði sem öðrum. Vaka krefst að hlustað verði á rödd stúdenta í þessu máli. Vaka vonar að fundirnir sem og kröfurnar hvetji rektor og mennta- og menningarráðherra til þess að beita sér í málinu fyrir hönd stúdenta. Frá hægri til vinstri: Ingveldur Anna , Azra Crnac, Derek T. Allen, Adda Malín, Jón Atli Rektor Háskóla Íslands, Elín Huld Melsteð, Bjarnveig Björk og Bergþóra. Eitt af helstu baráttumálum Vöku eru meðal annars fjölskyldumál og er okkur gríðarlega annt um barnvænt umhverfi í Háskóla Íslands. Öllum er heimilt að stunda nám við háskólann og þar með talið foreldrum. Í tilefni dagsins vildi Vaka láta gott af sér leiða og því var ákveðið að gefa stúdentum barnastóla til afnota í nokkrum byggingum háskólans. Vaka telur það vera mikilvægt að námsumhverfið nýtist sem flestum og stuðli að jöfnu aðgengi. Vaka vill óska öllum Vökuliðum til hamingju með daginn og um leið þakka fyrir öll árin þar sem barist hefur verið fyrir betri háskóla fyrir alla. Hér er hægt að nálgast þær 85 kröfur sem Vaka afhenti bæði Rektor og mennta- og menningarráðherra. Föstudaginn 7. febrúar mun Vaka halda upp á afmælið í Hressingarskálanum klukkan 21.00 og eru öll velkomin! Höfundar eru Azra Crnac, oddviti Vöku 2019-2020 og Elín Huld Melsteð Jóhannesdóttir, varaforseti Vöku 2019-2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tímamót Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Fyrir 85 árum eða þann 4. febrúar árið 1935 tók hópur lýðræðissinnaðra stúdenta sig saman og stofnaði hagsmunafélag undir nafninu Vaka. Ótalmargir háskólanemar hafa staðið vörð um hagsmuni stúdenta í nafni Vöku. Vökuliðar hafa barist fyrir betri lærdómsaðstöðu, kennsluháttum og betri tíð. Baráttan er samt langt frá því að vera búin og Vaka vill gera enn betur. Vaka hefur tekið miklum breytingum í gegnum tíðina, sem dæmi má nefna að um miðjan 9. áratug síðustu aldar barðist Vaka fyrir því að ekki væri tekið mið af landspólitík í þeim stúdentahreyfingum sem sinna hagsmunabaráttu nemenda. Vökuliðar töldu að sú landspólitík sem tengdist ekki stúdentum beint ætti hreinlega ekki erindi innan hagsmunabaráttunnar í Háskóla Íslands. Azra Crnac, Bergþóra Ingþórsdóttir og Ingveldur Gröndal. Þar af leiðandi kennir Vaka sig ekki við hin fjölmörgu pólitísku öfl landsins. Þessa fullyrðingu stendur Vaka enn við, en þó ber að hafa í huga að fólk innan Vöku má hafa skoðun á málefnum líðandi stundar sem og í pólitík. Vaka er þar af leiðandi breiðfylking ólíkra skoðana. Á afmælisdaginn þann 4. febrúar afhentu Vökuliðar Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og síðar Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, 85 kröfur sem snúa að því sem betur má fara í háskólanum. Vaka hefur hagsmuni stúdenta í fyrirrúmi og þótti okkur viðeigandi að fagna þessum 85 árum með kröfum frá fjölda meðlima Vöku sem brenna fyrir bættum hag nemenda við Háskóla Íslands. Kröfurnar eru af ýmsum toga eða allt frá umhverfis- og jafnréttismálum fram til húsnæðis- og aðstöðumála. Vökuliðar ræddu sérstaklega um yfirvofandi lánasjóðsfrumvarp við Lilju Alfreðsdóttur en þörfin fyrir nýju stuðningskerfi er gríðarlega mikil. Ekki hafa verið gerðar stórfelldar breytingar á lánasjóðsmálum síðan 1992 og telur Vaka breytingarnar löngu orðnar tímabærar. Frá hægri til vinstri: Adda Malín, Bergþóra, Ingveldur Anna, Lilja Alfreðsdóttir mennta og menningarráðherra, Elín Huld Melsteð, Derek T. Allen og Bjarnveig Björk Eins og minnst var á þá hittu fulltrúar Vöku einnig rektor og ræddu þau um atvinnumál og hvað betur mætti gera hvað þau varðar, en Vaka hefur verið talsmaður þess að auka aðgengi háskólanema að vinnustöðum sem veita reynslu og innsýn í mögulegt framtíðarstarf nemenda. Með þessum fundum vildi Vaka einnig gera rektor sem og mennta- og menningarmálaráðherra grein fyrir afstöðu sinni gagnvart tanngreiningum á fylgdarlausum börnum innan háskólans. Vaka fordæmir notkun slíkra greininga innan veggja háskólans. Háskóli Íslands er leiðandi stofnun í okkar samfélagi og ber því í krafti hlutverks síns að stuðla að framförum á þessu sviði sem öðrum. Vaka krefst að hlustað verði á rödd stúdenta í þessu máli. Vaka vonar að fundirnir sem og kröfurnar hvetji rektor og mennta- og menningarráðherra til þess að beita sér í málinu fyrir hönd stúdenta. Frá hægri til vinstri: Ingveldur Anna , Azra Crnac, Derek T. Allen, Adda Malín, Jón Atli Rektor Háskóla Íslands, Elín Huld Melsteð, Bjarnveig Björk og Bergþóra. Eitt af helstu baráttumálum Vöku eru meðal annars fjölskyldumál og er okkur gríðarlega annt um barnvænt umhverfi í Háskóla Íslands. Öllum er heimilt að stunda nám við háskólann og þar með talið foreldrum. Í tilefni dagsins vildi Vaka láta gott af sér leiða og því var ákveðið að gefa stúdentum barnastóla til afnota í nokkrum byggingum háskólans. Vaka telur það vera mikilvægt að námsumhverfið nýtist sem flestum og stuðli að jöfnu aðgengi. Vaka vill óska öllum Vökuliðum til hamingju með daginn og um leið þakka fyrir öll árin þar sem barist hefur verið fyrir betri háskóla fyrir alla. Hér er hægt að nálgast þær 85 kröfur sem Vaka afhenti bæði Rektor og mennta- og menningarráðherra. Föstudaginn 7. febrúar mun Vaka halda upp á afmælið í Hressingarskálanum klukkan 21.00 og eru öll velkomin! Höfundar eru Azra Crnac, oddviti Vöku 2019-2020 og Elín Huld Melsteð Jóhannesdóttir, varaforseti Vöku 2019-2020.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar