Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2020 12:35 Samherji dregur nú saman seglin í Namibíu eftir að engin skip dótturfyrirtækjanna fengu kvóta þar. Vísir/Sigurjón Allar skyldur Samherja gagnvart skipverjum sem hafa unnið fyrir fyrirtækjasamstæðuna verða uppfylltar áður en fyrirtækin hætta alfarið starfsemi í Namibíu. Í tilkynningu frá Samherja fagnar fyrirtækið að mál gegn íslenskum skipstjóra í landinu hafi verið til lykta leitt í gær. Namibískir skipverjar hafa búið við óvissu um störf sín eftir að Samherji ákvað að flytja tvö skip frá landinu, Geysi og Sögu. Björgólfur Jóhannsson, settur forstjóri Samherja, hefur vísað til þess að skipin hafi ekki fengið úthlutað kvóta í Namibíu til að réttlæta ákvörðunina. Saga er nú sögð á leið í slipp til viðhalds og lagfæringa og Geysir er við veiðar við Máritaníu. Í yfirlýsingu sem Samherji birti á vefsíðu sinni í dag er fullyrt að dótturfyrirtæki samstæðunnar muni uppfylla allar skyldur gagnvart skipverjum sem hafa unnið fyrir þau áður en samstæðan hætti alfarið starfsemi þar. Fulltrúar Samherja hafi fundað með sjómönnunum og fulltrúum stéttarfélaga þeirra. Reynt verði að veita eins mörgum þeirra vinnu áfram og mögulegt er. Í því samhengi vísar Samherji til verksmiðjutogarans Heinaste sem er eina skipið sem samstæðan átti eftir í Namibíu. Fyrirtækið segist vinna að því að gera Heinaste út í Namibíu og vinni að því að finna lausnir í samráði við þarlend stjórnvöld. „Að minnsta kosti tímabundið verður þetta fólgið í leigu á Heinaste til namibískra aðila sem stunda útgerð í landinu. Samherji leggur ríka áherslu á að finna lausnir sem henta namibískum áhafnarmeðlimum skipsins, namibísku samfélagi og minnihlutaeigendum eignarhaldsfélags Heinaste,“ segir í tilkynningunni. Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heinaste, var dæmdur til að greiða tæplega átta milljóna króna sekt fyrir ólöglegar veiðar í namibískri lögsögu í gær. Samherji fangar því að málinu sé lokið í yfirlýsingu sinni og segir það skapa ný tækifæri í rekstri skipsins. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort namibísku skipverjunum verði sagt upp Fjöldi namibískra skipverja er í óvissu með stöðu sína eftir að Samherji ákvað fara með Skipin Geysi og Sögu frá Namibíu. 4. febrúar 2020 15:15 Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. 6. febrúar 2020 12:28 Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21 Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Allar skyldur Samherja gagnvart skipverjum sem hafa unnið fyrir fyrirtækjasamstæðuna verða uppfylltar áður en fyrirtækin hætta alfarið starfsemi í Namibíu. Í tilkynningu frá Samherja fagnar fyrirtækið að mál gegn íslenskum skipstjóra í landinu hafi verið til lykta leitt í gær. Namibískir skipverjar hafa búið við óvissu um störf sín eftir að Samherji ákvað að flytja tvö skip frá landinu, Geysi og Sögu. Björgólfur Jóhannsson, settur forstjóri Samherja, hefur vísað til þess að skipin hafi ekki fengið úthlutað kvóta í Namibíu til að réttlæta ákvörðunina. Saga er nú sögð á leið í slipp til viðhalds og lagfæringa og Geysir er við veiðar við Máritaníu. Í yfirlýsingu sem Samherji birti á vefsíðu sinni í dag er fullyrt að dótturfyrirtæki samstæðunnar muni uppfylla allar skyldur gagnvart skipverjum sem hafa unnið fyrir þau áður en samstæðan hætti alfarið starfsemi þar. Fulltrúar Samherja hafi fundað með sjómönnunum og fulltrúum stéttarfélaga þeirra. Reynt verði að veita eins mörgum þeirra vinnu áfram og mögulegt er. Í því samhengi vísar Samherji til verksmiðjutogarans Heinaste sem er eina skipið sem samstæðan átti eftir í Namibíu. Fyrirtækið segist vinna að því að gera Heinaste út í Namibíu og vinni að því að finna lausnir í samráði við þarlend stjórnvöld. „Að minnsta kosti tímabundið verður þetta fólgið í leigu á Heinaste til namibískra aðila sem stunda útgerð í landinu. Samherji leggur ríka áherslu á að finna lausnir sem henta namibískum áhafnarmeðlimum skipsins, namibísku samfélagi og minnihlutaeigendum eignarhaldsfélags Heinaste,“ segir í tilkynningunni. Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heinaste, var dæmdur til að greiða tæplega átta milljóna króna sekt fyrir ólöglegar veiðar í namibískri lögsögu í gær. Samherji fangar því að málinu sé lokið í yfirlýsingu sinni og segir það skapa ný tækifæri í rekstri skipsins.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort namibísku skipverjunum verði sagt upp Fjöldi namibískra skipverja er í óvissu með stöðu sína eftir að Samherji ákvað fara með Skipin Geysi og Sögu frá Namibíu. 4. febrúar 2020 15:15 Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. 6. febrúar 2020 12:28 Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21 Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Óvíst hvort namibísku skipverjunum verði sagt upp Fjöldi namibískra skipverja er í óvissu með stöðu sína eftir að Samherji ákvað fara með Skipin Geysi og Sögu frá Namibíu. 4. febrúar 2020 15:15
Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. 6. febrúar 2020 12:28
Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21