Hjálmar Aðalsteinsson látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2020 11:15 Hjálmar Aðalsteinsson fór flestra sinna ferða á reiðhjóli. Í seinni tíð fór hann reglulega með vinum sínum í hjóla- og tennisferðir á suðlægari slóðir. Hagaskóli Hjálmar Aðalsteinsson, íþróttakennari lést á krabbameinsdeild Landspítalans þann 25. janúar eftir stutta en snarpa baráttu við krabbamein. Hjálmar, sem var 65 ára gamall, starfaði sem íþróttakennari við Hagaskóla í um þrjátíu ár og var auk þess mikil borðtennis- og tenniskempa. Hjálmar er minnst víða, meðal annars á vefsíðu Hagaskóla þar sem fram kemur að hann hafi átt farsælan starfsferil. „Hjálmar var hvers manns hugljúfi og einstaklega vel liðinn jafnt af nemendum sínum sem samstarfsfólki. Hann var góður fagmaður sem var annt um nemendur sína og lagði mikinn metnað í öll sín störf. Glaðværð og jákvæðni voru honum eðlislæg og óhætt er að fullyrða að orðið gleðigjafi hafi átt einstaklega vel við Hjálmar. Skólasamfélagið í Hagaskóla hefur misst einstakan félaga sem er sárt saknað,“ segir á heimasíðu Hagaskóla. Hjólreiðagarpur og spaðakempa Hjálmar var mikill íþróttamaður, fór svo til allra sinna ferða á reiðhjóli og var fyrirmynd í bíllausum lífsstíl. Hann var mikill Vesturbæingur og KR-ingur. Hann var á árum áður sigursæll keppnismaður í sinni aðalíþróttagrein sem var borðtennis auk þess sem hann var landsliðsþjálfari í greininni. Hans er einmitt minnst á heimasíðu Borðtennissambands Íslands og KR.is. Hjálmar byrjaði að æfa borðtennis fljótlega eftir að Borðtennisdeild KR var stofnuð árið 1969 og hóf þjálfun borðtennismanna þegar á unglingsárunum. Hann varð Íslandsmeistari í meistaraflokki karla árið 1973, Íslandsmeistari í tvenndarleik með Sigrúnu Pétursdóttur 1973 og 1974 og í tvíliðaleik með Finni Snorrasyni árið 1975. Hann var einnig margsinnis í sigurliði KR í 1. deild karla en liðið vann titilinn frá 1976 til 1994. Hjálmar vann líka Íslandsmeistaratitil í unglingaflokki og öðlingaflokki. Hjálmar lék 29 landsleiki fyrir Íslands hönd og vann eina leik Íslands í viðureign Íslands og Kína í frægri heimsókn kínverskra borðtennismanna til Íslands á áttunda áratugnum. Auk þess að þjálfa KR-inga var Hjálmar landsliðsþjálfari í borðtennis í upphafi 9. áratugarins. Hann lauk íþróttakennaraprófi árið 1982 og fór svo til frekara náms til Danmerkur til að læra meira um kennslu spaðaíþrótta. Hann lagði einnig tennis fyrir sig og náði sömuleiðis góðum árangri í þeirri íþrótt. Spilaði hann reglulega tennis í íþróttahúsi Hagaskóla og fór utan með efnilaga tenniskrakka til Danmerkur og Tékklands. Átti vini í öllum félögum Hjálmar útskrifaðist frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1982 og dvaldi hann við nám í Danmörku sama ár í spaðaíþróttum. „Hjálmar lét sér annt um félaga sína og átti vini í öllum félögum. Hann var góður félagi og hans verður sárt saknað,“ segir á vefsíðu KR. „Það var alltaf stutt í brosið hjá Hjálmari og upplifðu leikmenn hans það sterkt að honum var umhugað að leikmenn næðu árangri, hvort heldur persónulega eða í keppni,“ segir í umfjöllun á vef Borðtennissambands Íslands. Útför Hjálmars verður gerð frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 12. febrúar kl. 13 og mun kennsla falla niður í Hagaskóla eftir klukkan 10:55 þann dag. Andlát Borðtennis Reykjavík Tennis Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Hjálmar Aðalsteinsson, íþróttakennari lést á krabbameinsdeild Landspítalans þann 25. janúar eftir stutta en snarpa baráttu við krabbamein. Hjálmar, sem var 65 ára gamall, starfaði sem íþróttakennari við Hagaskóla í um þrjátíu ár og var auk þess mikil borðtennis- og tenniskempa. Hjálmar er minnst víða, meðal annars á vefsíðu Hagaskóla þar sem fram kemur að hann hafi átt farsælan starfsferil. „Hjálmar var hvers manns hugljúfi og einstaklega vel liðinn jafnt af nemendum sínum sem samstarfsfólki. Hann var góður fagmaður sem var annt um nemendur sína og lagði mikinn metnað í öll sín störf. Glaðværð og jákvæðni voru honum eðlislæg og óhætt er að fullyrða að orðið gleðigjafi hafi átt einstaklega vel við Hjálmar. Skólasamfélagið í Hagaskóla hefur misst einstakan félaga sem er sárt saknað,“ segir á heimasíðu Hagaskóla. Hjólreiðagarpur og spaðakempa Hjálmar var mikill íþróttamaður, fór svo til allra sinna ferða á reiðhjóli og var fyrirmynd í bíllausum lífsstíl. Hann var mikill Vesturbæingur og KR-ingur. Hann var á árum áður sigursæll keppnismaður í sinni aðalíþróttagrein sem var borðtennis auk þess sem hann var landsliðsþjálfari í greininni. Hans er einmitt minnst á heimasíðu Borðtennissambands Íslands og KR.is. Hjálmar byrjaði að æfa borðtennis fljótlega eftir að Borðtennisdeild KR var stofnuð árið 1969 og hóf þjálfun borðtennismanna þegar á unglingsárunum. Hann varð Íslandsmeistari í meistaraflokki karla árið 1973, Íslandsmeistari í tvenndarleik með Sigrúnu Pétursdóttur 1973 og 1974 og í tvíliðaleik með Finni Snorrasyni árið 1975. Hann var einnig margsinnis í sigurliði KR í 1. deild karla en liðið vann titilinn frá 1976 til 1994. Hjálmar vann líka Íslandsmeistaratitil í unglingaflokki og öðlingaflokki. Hjálmar lék 29 landsleiki fyrir Íslands hönd og vann eina leik Íslands í viðureign Íslands og Kína í frægri heimsókn kínverskra borðtennismanna til Íslands á áttunda áratugnum. Auk þess að þjálfa KR-inga var Hjálmar landsliðsþjálfari í borðtennis í upphafi 9. áratugarins. Hann lauk íþróttakennaraprófi árið 1982 og fór svo til frekara náms til Danmerkur til að læra meira um kennslu spaðaíþrótta. Hann lagði einnig tennis fyrir sig og náði sömuleiðis góðum árangri í þeirri íþrótt. Spilaði hann reglulega tennis í íþróttahúsi Hagaskóla og fór utan með efnilaga tenniskrakka til Danmerkur og Tékklands. Átti vini í öllum félögum Hjálmar útskrifaðist frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1982 og dvaldi hann við nám í Danmörku sama ár í spaðaíþróttum. „Hjálmar lét sér annt um félaga sína og átti vini í öllum félögum. Hann var góður félagi og hans verður sárt saknað,“ segir á vefsíðu KR. „Það var alltaf stutt í brosið hjá Hjálmari og upplifðu leikmenn hans það sterkt að honum var umhugað að leikmenn næðu árangri, hvort heldur persónulega eða í keppni,“ segir í umfjöllun á vef Borðtennissambands Íslands. Útför Hjálmars verður gerð frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 12. febrúar kl. 13 og mun kennsla falla niður í Hagaskóla eftir klukkan 10:55 þann dag.
Andlát Borðtennis Reykjavík Tennis Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira