Gaf honum aftur treyjuna sem þeir höfðu skipst á eftir Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 23:30 Damien Williams fagnar í treyjunni sinni í Super Bowl leiknum. Getty/Jamie Squire Damien Williams átti leik lífs síns í Super Bowl á sunnudagskvöldið þegar hann skoraði tvisvar í sigri Kansas City Chiefs og mótherji hans vildi passa upp á það að hann ætti keppnistreyjuna frá þessu magnaða kvöldi. Hlaupararnir Raheem Mostert hjá San Francisco 49ers og Damien Williams hjá Kansas City Chiefs voru í risastórum hlutverkum í Super Bowl um síðustu helgi. Eftir leikinn skiptust þeir á keppnistreyjum sínum í leikmannagöngunum. Damien Williams átti frumkvæðið að því. Keppnistreyja Damien Williams, sem var einn af mönnum leiksins, hefði verið mikils virði á netinu en Raheem Mostert sýndi mikinn rausnarskap með því að senda Damien skilaboð á samfélagsmiðlum um að hann ætti að eiga treyjuna sjálfur. Skilaboðin frá Raheem Mostert má sjá hér fyrir neðan. Contemplated putting this on eBay but this belongs to YOU and yours! You did your thing. Hand this down for generations! PROUD OF YOU BRO! Much love. #undraftedRBs@TooLoose26pic.twitter.com/RL4oIgtQhr— Raheem Mostert (@RMos_8Ball) February 6, 2020 „Var að hugsa um að selja hana á eBay en þessi treyja tilheyrir þér og þínum. Láttu þínar kynslóðir varðveita hana. Stoltur af þér. Ástarkveðjur,“ skrifaði Raheem Mostert. Raheem Mostert hefur fengið mikið hrós fyrir þetta framtak sitt sem er til mikillar fyrirmyndar. Damien Williams skoraði bæði snertimörkin sín í fjórða leikhlutanum þegar Kansas City Chiefs liðið snéri við leiknum og tryggði sér sigurinn. Damien Williams og Raheem Mostert hafa báðir flakkað um deildina en þeir þekktust síðan þeir voru saman hjá Miami Dolphins árið 2015. Williams var á undan að finna gott starf en eftir mikil flakk í mörg ár þá fann Raheem Mostert loksins sinn stað hjá liði Kansas City Chiefs. Hér fyrir neðan má sjá þá Damien Williams og Raheem Mostert skiptast á treyjunum í leikmannagöngunum. “Don’t let this be the end of our journey.” Damien Williams made sure to grab fellow undrafted RB, @RMos_8Ball’s jersey after playing on the biggest stage.@Chiefs | @49erspic.twitter.com/SllDbJYlhK— NFL Films (@NFLFilms) February 5, 2020 NFL Ofurskálin Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Fleiri fréttir Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Sjá meira
Damien Williams átti leik lífs síns í Super Bowl á sunnudagskvöldið þegar hann skoraði tvisvar í sigri Kansas City Chiefs og mótherji hans vildi passa upp á það að hann ætti keppnistreyjuna frá þessu magnaða kvöldi. Hlaupararnir Raheem Mostert hjá San Francisco 49ers og Damien Williams hjá Kansas City Chiefs voru í risastórum hlutverkum í Super Bowl um síðustu helgi. Eftir leikinn skiptust þeir á keppnistreyjum sínum í leikmannagöngunum. Damien Williams átti frumkvæðið að því. Keppnistreyja Damien Williams, sem var einn af mönnum leiksins, hefði verið mikils virði á netinu en Raheem Mostert sýndi mikinn rausnarskap með því að senda Damien skilaboð á samfélagsmiðlum um að hann ætti að eiga treyjuna sjálfur. Skilaboðin frá Raheem Mostert má sjá hér fyrir neðan. Contemplated putting this on eBay but this belongs to YOU and yours! You did your thing. Hand this down for generations! PROUD OF YOU BRO! Much love. #undraftedRBs@TooLoose26pic.twitter.com/RL4oIgtQhr— Raheem Mostert (@RMos_8Ball) February 6, 2020 „Var að hugsa um að selja hana á eBay en þessi treyja tilheyrir þér og þínum. Láttu þínar kynslóðir varðveita hana. Stoltur af þér. Ástarkveðjur,“ skrifaði Raheem Mostert. Raheem Mostert hefur fengið mikið hrós fyrir þetta framtak sitt sem er til mikillar fyrirmyndar. Damien Williams skoraði bæði snertimörkin sín í fjórða leikhlutanum þegar Kansas City Chiefs liðið snéri við leiknum og tryggði sér sigurinn. Damien Williams og Raheem Mostert hafa báðir flakkað um deildina en þeir þekktust síðan þeir voru saman hjá Miami Dolphins árið 2015. Williams var á undan að finna gott starf en eftir mikil flakk í mörg ár þá fann Raheem Mostert loksins sinn stað hjá liði Kansas City Chiefs. Hér fyrir neðan má sjá þá Damien Williams og Raheem Mostert skiptast á treyjunum í leikmannagöngunum. “Don’t let this be the end of our journey.” Damien Williams made sure to grab fellow undrafted RB, @RMos_8Ball’s jersey after playing on the biggest stage.@Chiefs | @49erspic.twitter.com/SllDbJYlhK— NFL Films (@NFLFilms) February 5, 2020
NFL Ofurskálin Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Fleiri fréttir Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Sjá meira