Smitaðir um borð orðnir tuttugu Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 06:28 Farþegar um borð í Diamond Princess veifa ljósmyndurum. Vísir/EPA Yfir 560 eru nú látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og um 27 þúsund tilfelli veirunnar hafa verið staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Þá greindust tíu með veiruna til viðbótar um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess sem er í einangrun við bryggju í japönsku borginni Yokohama. Andlát af völdum veirunnar voru skráð 73 í gær á meginlandi Kína. Aldrei hafa fleiri látist vegna veirunnar á einum degi – met sem nú er slegið þriðja daginn í röð. Farþegar og áhöfn skemmtiferðaskipsins Diamond Princess telja um 3700 manns. Í gær var greint frá því að skipið hefði verið sett í einangrun er það kom í höfn í Yokohama og tíu tilfelli Wuhan-veirusmits meðal farþega voru staðfest. Tíu hafa nú greinst til viðbótar og eru smitin því orðin samtals tuttugu. Áfram verður prófað fyrir veirunni um borð en hinir smituðu eru fluttir á sjúkrahús. Aðrir munu þurfa að dvelja um borð í skipinu í tvær vikur. Staðfest tilfelli veirunnar í Japan eru nú orðin fjörutíu. Annað skemmtiferðaskip að nafni World Dream, með um 3600 manns innanborðs, sætir einnig einangrun í Hong Kong. Þrjú tilfelli veirunnar hafa verið staðfest um borð en alls hafa 33 verið prófaðir fyrir veirunni. Wuhan-veiran breiðist enn hratt út. Í gær var greint frá því að barn, sem greindist með veiruna þrjátíu klukkustundum eftir fæðingu í borginni Wuhan, gæti hafa smitast í móðurkviði. Einnig telst þó líklegt að barnið hafi smitast af móður sinni eftir fæðingu. Hong Kong Japan Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hálfsársbirgðir af handspritti seldust upp á fjórum dögum Tilmæli Sóttvarnarlæknis um að huga að almennu hreinlæti virðast hafa skilað sér í stóraukinni sprittsölu. 5. febrúar 2020 15:15 Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00 Wuhan-veiran: Kínverskir ferðamenn þurfa ekki sóttkví á Íslandi Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit. 5. febrúar 2020 18:30 Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Yfir 560 eru nú látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og um 27 þúsund tilfelli veirunnar hafa verið staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Þá greindust tíu með veiruna til viðbótar um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess sem er í einangrun við bryggju í japönsku borginni Yokohama. Andlát af völdum veirunnar voru skráð 73 í gær á meginlandi Kína. Aldrei hafa fleiri látist vegna veirunnar á einum degi – met sem nú er slegið þriðja daginn í röð. Farþegar og áhöfn skemmtiferðaskipsins Diamond Princess telja um 3700 manns. Í gær var greint frá því að skipið hefði verið sett í einangrun er það kom í höfn í Yokohama og tíu tilfelli Wuhan-veirusmits meðal farþega voru staðfest. Tíu hafa nú greinst til viðbótar og eru smitin því orðin samtals tuttugu. Áfram verður prófað fyrir veirunni um borð en hinir smituðu eru fluttir á sjúkrahús. Aðrir munu þurfa að dvelja um borð í skipinu í tvær vikur. Staðfest tilfelli veirunnar í Japan eru nú orðin fjörutíu. Annað skemmtiferðaskip að nafni World Dream, með um 3600 manns innanborðs, sætir einnig einangrun í Hong Kong. Þrjú tilfelli veirunnar hafa verið staðfest um borð en alls hafa 33 verið prófaðir fyrir veirunni. Wuhan-veiran breiðist enn hratt út. Í gær var greint frá því að barn, sem greindist með veiruna þrjátíu klukkustundum eftir fæðingu í borginni Wuhan, gæti hafa smitast í móðurkviði. Einnig telst þó líklegt að barnið hafi smitast af móður sinni eftir fæðingu.
Hong Kong Japan Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hálfsársbirgðir af handspritti seldust upp á fjórum dögum Tilmæli Sóttvarnarlæknis um að huga að almennu hreinlæti virðast hafa skilað sér í stóraukinni sprittsölu. 5. febrúar 2020 15:15 Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00 Wuhan-veiran: Kínverskir ferðamenn þurfa ekki sóttkví á Íslandi Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit. 5. febrúar 2020 18:30 Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Hálfsársbirgðir af handspritti seldust upp á fjórum dögum Tilmæli Sóttvarnarlæknis um að huga að almennu hreinlæti virðast hafa skilað sér í stóraukinni sprittsölu. 5. febrúar 2020 15:15
Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00
Wuhan-veiran: Kínverskir ferðamenn þurfa ekki sóttkví á Íslandi Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit. 5. febrúar 2020 18:30
Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30