Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Birgir Olgeirsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 5. febrúar 2020 21:00 Tim Otty í málflutningi fyrir yfirdeild Mannréttindadómstólnum í dag. Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skaut málinu til dómsins fyrir hönd umbjóðanda síns. Sá taldi sig ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar, sem brýtur gegn Mannréttindasáttmála Evrópu, vegna ólöglegrar skipanar Arnfríðar Einarsdóttur við Landsrétt. Arnfríður var ein fjögurra dómara sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, ákvað að skipa sem dómara við réttinn, þvert á mat hæfnisnefndar. Alþingi samþykkti tillögu Sigríðar um skipan dómara við Landsrétt í júní 2017 en í kjölfarið komust íslenskir dómstólar að því að stjórnsýslulög hefðu verið brotin með málsmeðferð ráðherra. Þá komst MDE að þeirri niðurstöðu að í mars í fyrra að skipan dómara við Landsrétt hefði bortið gegn 6. grein Mannréttindasáttmálans þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar. Það væri þannig brot á mannréttindum að fjórir ólöglega skipaðir dómarar dæmdu í málum fyrir réttinum. Niðurstaða MDE varð til þess að Sigríður sagði af sér en íslenska ríkið skaut málinu til yfirdeildar dómstólsins. Sigríður Á. Andersen sést hér á blaðamannafundi þegar hún tilkynnti um afsögn sína sem ráðherra í kjölfar dóms MDE í Landsréttarmálinu. Vísir/Vilhelm „Undarleg atburðarás“ á seinni hluta ársins 2017 Vilhjálmur dró upp þá mynd fyrir yfirdeildinni í dag að pólitísk afskipti af skipan dómara hefðu á árum áður verið tíð. Sett hefðu verið lög til að koma í veg fyrir það en Vilhjálmur sagði Sigríði hafa haft þau að engu með því að fara gegn mati hæfnisnefndarinnar og skipa aðra dómara en taldir voru hæfastir. Þessi gjörningur ráðherra hefði verið liður í pólitískum hrossakaupum. „Hér vísar stefnandi til undarlegrar atburðarásar á seinni hluta ársins 2017 þegar þingmaður Sjálfstæðisflokksins, B.N. [Brynjar Níelsson], afsalaði sér efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður til fyrrverandi dómsmálaráðherra [Sigríður Á. Andersen] aðeins nokkrum mánuðum eftir að ráðherrann hafði skipað eiginkonu þingmannsins, A.E. [Arnfríður Einarsdóttir] í stöðu dómara við Landsrétt,“ sagði Vilhjálmur í málflutningi sínum. Fanney Rós Þorsteinsdóttir ríkislögmaður sagði skipan dómara við Landsétt standast lög og að ásakanir Vilhjálms um hrossakaup væru algjörlega óstaðfestar. Dómarar málsins vildu hins vegar vita meira og spurði einn þeirra, Paulo Pinto, hvort að sakamálarannsókn hefði farið fram á þessum meintu pólitísku hrossakaupum. „Stefnandi sakar dómsmálaráðherrann um afar fyrirlitlegt baktjaldamakk og hrossakaup. Fór fram einhver sakamálarannsókn eða var gefin út ákæra á hendur fyrrverandi dómsmálaráðherra?“ Tim Otty, einn af lögmönnum íslenska ríkisins í málinu, svaraði því neitandi og þvertók fyrir ásakanirnar. Dómarar voru skipaðir við réttinn vorið 2017. Þá áttu næstu þingkosningar að vera árið 2020. Ríkisstjórnin sprakk hins vegar ófyrirséð og því var kosið aftur haustið 2017. Otty sagði að tímalína þess sem hann kallaði samsæriskenningu stefnanda ekki ganga upp. „Það voru engin kaup kaups hér. Málflutningur stefnanda er morandi í ósönnuðum samsæriskenningum. Skjöl 63 og 64, yfirlýsingar frá ráðherranum fyrrverandi og herra Níelssyni til dómstólsins, sem eiga að vera í miðpunkti þessarar fáránlegu samsæriskenningar, útskýra hvers vegna þessar ásakanir stefnanda standast engan veginn þegar litið er á tímalínu atburðanna,“ sagði Otty og vísaði í að vorið 2017 var ekki vitað að þingkosningar yrðu þá strax um haustið. Ekki er vitað hvenær yfirdeild MDE mun kveða upp dóm í málinu en það tekur að minnsta kosti nokkra mánuði og jafnvel eitt ár. Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varð vandræðaleg af spurningum dómara í Landsréttarmálinu Mikill fjöldi Íslendinga var viðstaddur málflutninginn í Strassbourg. 5. febrúar 2020 14:03 Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í Strassborg í dag Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í Frakklandi klukkan 8:15 að íslenskum tíma. 5. febrúar 2020 08:05 Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skaut málinu til dómsins fyrir hönd umbjóðanda síns. Sá taldi sig ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar, sem brýtur gegn Mannréttindasáttmála Evrópu, vegna ólöglegrar skipanar Arnfríðar Einarsdóttur við Landsrétt. Arnfríður var ein fjögurra dómara sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, ákvað að skipa sem dómara við réttinn, þvert á mat hæfnisnefndar. Alþingi samþykkti tillögu Sigríðar um skipan dómara við Landsrétt í júní 2017 en í kjölfarið komust íslenskir dómstólar að því að stjórnsýslulög hefðu verið brotin með málsmeðferð ráðherra. Þá komst MDE að þeirri niðurstöðu að í mars í fyrra að skipan dómara við Landsrétt hefði bortið gegn 6. grein Mannréttindasáttmálans þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar. Það væri þannig brot á mannréttindum að fjórir ólöglega skipaðir dómarar dæmdu í málum fyrir réttinum. Niðurstaða MDE varð til þess að Sigríður sagði af sér en íslenska ríkið skaut málinu til yfirdeildar dómstólsins. Sigríður Á. Andersen sést hér á blaðamannafundi þegar hún tilkynnti um afsögn sína sem ráðherra í kjölfar dóms MDE í Landsréttarmálinu. Vísir/Vilhelm „Undarleg atburðarás“ á seinni hluta ársins 2017 Vilhjálmur dró upp þá mynd fyrir yfirdeildinni í dag að pólitísk afskipti af skipan dómara hefðu á árum áður verið tíð. Sett hefðu verið lög til að koma í veg fyrir það en Vilhjálmur sagði Sigríði hafa haft þau að engu með því að fara gegn mati hæfnisnefndarinnar og skipa aðra dómara en taldir voru hæfastir. Þessi gjörningur ráðherra hefði verið liður í pólitískum hrossakaupum. „Hér vísar stefnandi til undarlegrar atburðarásar á seinni hluta ársins 2017 þegar þingmaður Sjálfstæðisflokksins, B.N. [Brynjar Níelsson], afsalaði sér efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður til fyrrverandi dómsmálaráðherra [Sigríður Á. Andersen] aðeins nokkrum mánuðum eftir að ráðherrann hafði skipað eiginkonu þingmannsins, A.E. [Arnfríður Einarsdóttir] í stöðu dómara við Landsrétt,“ sagði Vilhjálmur í málflutningi sínum. Fanney Rós Þorsteinsdóttir ríkislögmaður sagði skipan dómara við Landsétt standast lög og að ásakanir Vilhjálms um hrossakaup væru algjörlega óstaðfestar. Dómarar málsins vildu hins vegar vita meira og spurði einn þeirra, Paulo Pinto, hvort að sakamálarannsókn hefði farið fram á þessum meintu pólitísku hrossakaupum. „Stefnandi sakar dómsmálaráðherrann um afar fyrirlitlegt baktjaldamakk og hrossakaup. Fór fram einhver sakamálarannsókn eða var gefin út ákæra á hendur fyrrverandi dómsmálaráðherra?“ Tim Otty, einn af lögmönnum íslenska ríkisins í málinu, svaraði því neitandi og þvertók fyrir ásakanirnar. Dómarar voru skipaðir við réttinn vorið 2017. Þá áttu næstu þingkosningar að vera árið 2020. Ríkisstjórnin sprakk hins vegar ófyrirséð og því var kosið aftur haustið 2017. Otty sagði að tímalína þess sem hann kallaði samsæriskenningu stefnanda ekki ganga upp. „Það voru engin kaup kaups hér. Málflutningur stefnanda er morandi í ósönnuðum samsæriskenningum. Skjöl 63 og 64, yfirlýsingar frá ráðherranum fyrrverandi og herra Níelssyni til dómstólsins, sem eiga að vera í miðpunkti þessarar fáránlegu samsæriskenningar, útskýra hvers vegna þessar ásakanir stefnanda standast engan veginn þegar litið er á tímalínu atburðanna,“ sagði Otty og vísaði í að vorið 2017 var ekki vitað að þingkosningar yrðu þá strax um haustið. Ekki er vitað hvenær yfirdeild MDE mun kveða upp dóm í málinu en það tekur að minnsta kosti nokkra mánuði og jafnvel eitt ár.
Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varð vandræðaleg af spurningum dómara í Landsréttarmálinu Mikill fjöldi Íslendinga var viðstaddur málflutninginn í Strassbourg. 5. febrúar 2020 14:03 Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í Strassborg í dag Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í Frakklandi klukkan 8:15 að íslenskum tíma. 5. febrúar 2020 08:05 Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Varð vandræðaleg af spurningum dómara í Landsréttarmálinu Mikill fjöldi Íslendinga var viðstaddur málflutninginn í Strassbourg. 5. febrúar 2020 14:03
Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í Strassborg í dag Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í Frakklandi klukkan 8:15 að íslenskum tíma. 5. febrúar 2020 08:05
Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03