Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Keflavík 83-73 | Skallarnir nálgast úrslitakeppnina Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. febrúar 2020 21:30 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er fyrirliði Skallagríms. Hún meiddist í upphafi fjórða leikhluta í kvöld er hún fékk högg á hálsinn. vísir/vilhelm Skallagrímur vann sterkan sigur á Keflavík í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Domino‘s deildar kvenna í kvöld. Leikurinn fór fram í Fjósinu í Borgarnesi og vann Skallagrímur 83-73. Keflavík hefur ekki átt frábæru gengi að fagna á útivöllum í vetur og það var eins og þær væru ekki alveg mættar til leiks í upphafi. Skallagrímur keyrði á þær af miklum krafti og kom sér í þægilega forystu 23-9. Keflvíkingum gekk mjög illa að hitta ofan í körfuna og var skotnýting þeirra aðeins 30 prósent eftir fyrsta leikhluta. Gular heimakonur spiluðu áfram mjög vel í öðrum leikhluta. Gamla klisjan um að körfubolti sé leikur áhlaupa fékk byr undir vængi undir lok annars leikhluta þegar Skallagrímur setti sprengju á Keflvíkinga, þær skoruðu átta stig í röð á rétt um mínútu eða tveimur og tók muninn frá því að hafa verið rétt um tíu stig stuttu áður í tuttugu stig. Í hálfleik var staðan 57-34 fyrir Skallagrím. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn ekki á neinni sprengju, en þær fóru fljótt að standa varnarleikinn mun betur og ná inn mikilvægum stoppum. Hraðaupphlaupin fóru hins vegar ekki alltaf nógu vel og náðu þær í raun lítið að saxa á forskot Skallagríms. Heimakonur máttu við því að slaka aðeins á leik sínum á meðan þær pössuðu að hleypa Keflavík aldrei of nálægt. Fjórði leikhluti var áþekkur þeim þriðja, Keflavík var að spila betur en í upphafi, en þær bláu náðu ekki að koma með nógu kröftugt áhlaup til þess að ógna forystu Skallagríms að neinu ráði fyrr en það var eiginlega orðið of seint. Heimakonum gekk mjög illa að skora á síðustu mínútum leiksins og það kom smá spenna í leikinn undir lokin, en Keflvíkingar komust ekki nær en svo að Skallagrímur vann tíu stiga sigur.Af hverju vann Skallagrímur? Sterk byrjun heimakvenna fór langt með að tryggja þeim sigurinn. Keflvíkingar voru alltaf að elta og sigurinn var drjúgan hluta leiksins úr sjónmáli. Skallagrímskonur spiluðu vel í rúmlega þrjá leikhluta á meðan Keflavík náði einum og hálfum leikhluta og var sigur Skallagríms verðskuldaður.Hverjar stóðu upp úr? Erlendu leikmenn Skallagríms áttu allar mjög góðan leik í dag. Keira Robinson fór fyrir liðinu og endaði með 32 stig og 8 fráköst. Maja Michalska skoraði 21 stig og var með 6 fráköst og Emilie Hesseldal var með 13 stig og 16 fráköst. Hjá Keflavík voru allir frekar lengi í gang, en í seinni hálfleik fór Daniela Morillo að láta finna fyrir sér. Hún endaði með 17 stig og 10 fráköst.Hvað gekk illa? Flest allt gekk illa hjá Keflavík í upphafi en þar er þó helst að nefna skotnýtinguna og klaufalega tapaða bolta. 25 prósenta skotnýting þegar fyrsti leikhluti er hálfnaður er ekki gott, sérstaklega þegar hitt liðið skýtur yfir 70 prósent. Keflavík endaði fyrsta leikhluta með aðeins fjóra tapaða bolta en töpuðu boltarnir voru mjög slæmir, Skallagrímskonur komust mjög auðveldlega inn í einfaldar sendingar hjá Keflavík. Þá var varnarleikurinn ekki til staðar hjá Keflvíkingum í fyrri hálfleik.Hvað gerist næst? Skallagrímur keppir í bikarúrslitum á móti Haukum í Laugardalshöll 13. febrúar. Keflavík er hins vegar úr leik í bikarnum og á ekki leik fyrr en 19. febrúar þegar Snæfell mætir í Blue höllina í Keflavík. Guðrún Ósk er á sínu fyrsta ári sem þjálfari meistaraflokksmynd/skallagrímur Guðrún: Vissi að við myndum klára þetta sterkt „Hörkuvarnarleikur og mikið flæði í sókninni,“ skilaði Skallagrími sigrinum að mati Guðrúnar Óskar Ámundadóttur, þjálfara Skallagríms. „Við höfum verið svolítið staðar í síðust leikjum.“ Það hjálpaði Skallagrímskonum að ná að keyra yfir Keflavík í upphafi. „Algjörlega. Við náðum smá forskoti en þetta er aldrei búið fyrr en þetta er búið. Ég vissi alveg að þær myndu koma brjálaðar til baka eftir hálfleikinn. Það var bara að halda fókus og klára þetta.“ Guðrún viðurkenndi að það hafi verið að fara um hana undir lokin þegar Keflvíkingar gerðu sig líklegar í að valda usla. „Fer ekki alltaf um mann aðeins? En ég vissi alveg að við myndum klára þetta sterkt.“ Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, fyrirliði liðsins, fékk högg í byrjun fjórða leikhluta og gat ekki klárað leikinn. „Hún er ekki nógu góð. Hún fékk högg á hálsinn og getur lítið hreyft hann, það verður bara að koma í ljós (hver staðan verður),“ sagði Guðrún Ósk. Jón Halldór Eðvaldsson hefur verið spekingur Domino's Körfuboltakvölds síðustu ár en er nú þjálfari Keflavíkurvísir/skjáskot Jonni: Lélegasta vörn sem ég hef séð þær spila frá upphafi Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var mjög ósáttur í leikslok. „Við spiluðum enga vörn í fyrri hálfleik, það er bara nákvæmlega það sem gerðist. Við töpuðum leiknum á því. Þetta er sennilega lélegasta vörn sem ég hef séð þær spila frá upphafi og ég er búinn að fylgjast með þessum stelpum síðan þær voru sjö ára,“ sagði Jón Halldór. „Við erum með ungt lið og við erum að byggja þetta upp. Ég er búinn að tala um það oft í vetur, en það er ekkert sem afsakar það ef þú spilar ekki vörn. Ég skil alveg að við hittum ekki og eigum off dag í því en ef þú spilar ekki vörn þá verð ég reiður og ég er mjög reiður núna.“ „Ég er mjög óánægður með frammistöðu þeirra í seinni hálfleik en að sama skapi þá gerðu þær vel í seinni hálfleik, þær skoruðu ekki nema 26 stig í seinni hálfleik en við skoruðum 39. En þetta er bara ekki nóg, við verðum að byrja leikina og við gerðum það ekki í dag.“ Gerir það tapið sárara að hafa komist ansi nálægt því undir lokin að stela sigri? „Nei, nei. Ég átti reyndar ekki von á því að við myndum ná eins langt og við gerðum miðað við hvað við vorum hauslausar í fyrri hálfleik. En þetta er bara svona, það er vont að tapa, mér finnst leiðinlegt að tapa og sérstaklega þegar þú spilar eins og fáviti fyrstu tuttugu mínúturnar varnarlega,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Dominos-deild kvenna
Skallagrímur vann sterkan sigur á Keflavík í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Domino‘s deildar kvenna í kvöld. Leikurinn fór fram í Fjósinu í Borgarnesi og vann Skallagrímur 83-73. Keflavík hefur ekki átt frábæru gengi að fagna á útivöllum í vetur og það var eins og þær væru ekki alveg mættar til leiks í upphafi. Skallagrímur keyrði á þær af miklum krafti og kom sér í þægilega forystu 23-9. Keflvíkingum gekk mjög illa að hitta ofan í körfuna og var skotnýting þeirra aðeins 30 prósent eftir fyrsta leikhluta. Gular heimakonur spiluðu áfram mjög vel í öðrum leikhluta. Gamla klisjan um að körfubolti sé leikur áhlaupa fékk byr undir vængi undir lok annars leikhluta þegar Skallagrímur setti sprengju á Keflvíkinga, þær skoruðu átta stig í röð á rétt um mínútu eða tveimur og tók muninn frá því að hafa verið rétt um tíu stig stuttu áður í tuttugu stig. Í hálfleik var staðan 57-34 fyrir Skallagrím. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn ekki á neinni sprengju, en þær fóru fljótt að standa varnarleikinn mun betur og ná inn mikilvægum stoppum. Hraðaupphlaupin fóru hins vegar ekki alltaf nógu vel og náðu þær í raun lítið að saxa á forskot Skallagríms. Heimakonur máttu við því að slaka aðeins á leik sínum á meðan þær pössuðu að hleypa Keflavík aldrei of nálægt. Fjórði leikhluti var áþekkur þeim þriðja, Keflavík var að spila betur en í upphafi, en þær bláu náðu ekki að koma með nógu kröftugt áhlaup til þess að ógna forystu Skallagríms að neinu ráði fyrr en það var eiginlega orðið of seint. Heimakonum gekk mjög illa að skora á síðustu mínútum leiksins og það kom smá spenna í leikinn undir lokin, en Keflvíkingar komust ekki nær en svo að Skallagrímur vann tíu stiga sigur.Af hverju vann Skallagrímur? Sterk byrjun heimakvenna fór langt með að tryggja þeim sigurinn. Keflvíkingar voru alltaf að elta og sigurinn var drjúgan hluta leiksins úr sjónmáli. Skallagrímskonur spiluðu vel í rúmlega þrjá leikhluta á meðan Keflavík náði einum og hálfum leikhluta og var sigur Skallagríms verðskuldaður.Hverjar stóðu upp úr? Erlendu leikmenn Skallagríms áttu allar mjög góðan leik í dag. Keira Robinson fór fyrir liðinu og endaði með 32 stig og 8 fráköst. Maja Michalska skoraði 21 stig og var með 6 fráköst og Emilie Hesseldal var með 13 stig og 16 fráköst. Hjá Keflavík voru allir frekar lengi í gang, en í seinni hálfleik fór Daniela Morillo að láta finna fyrir sér. Hún endaði með 17 stig og 10 fráköst.Hvað gekk illa? Flest allt gekk illa hjá Keflavík í upphafi en þar er þó helst að nefna skotnýtinguna og klaufalega tapaða bolta. 25 prósenta skotnýting þegar fyrsti leikhluti er hálfnaður er ekki gott, sérstaklega þegar hitt liðið skýtur yfir 70 prósent. Keflavík endaði fyrsta leikhluta með aðeins fjóra tapaða bolta en töpuðu boltarnir voru mjög slæmir, Skallagrímskonur komust mjög auðveldlega inn í einfaldar sendingar hjá Keflavík. Þá var varnarleikurinn ekki til staðar hjá Keflvíkingum í fyrri hálfleik.Hvað gerist næst? Skallagrímur keppir í bikarúrslitum á móti Haukum í Laugardalshöll 13. febrúar. Keflavík er hins vegar úr leik í bikarnum og á ekki leik fyrr en 19. febrúar þegar Snæfell mætir í Blue höllina í Keflavík. Guðrún Ósk er á sínu fyrsta ári sem þjálfari meistaraflokksmynd/skallagrímur Guðrún: Vissi að við myndum klára þetta sterkt „Hörkuvarnarleikur og mikið flæði í sókninni,“ skilaði Skallagrími sigrinum að mati Guðrúnar Óskar Ámundadóttur, þjálfara Skallagríms. „Við höfum verið svolítið staðar í síðust leikjum.“ Það hjálpaði Skallagrímskonum að ná að keyra yfir Keflavík í upphafi. „Algjörlega. Við náðum smá forskoti en þetta er aldrei búið fyrr en þetta er búið. Ég vissi alveg að þær myndu koma brjálaðar til baka eftir hálfleikinn. Það var bara að halda fókus og klára þetta.“ Guðrún viðurkenndi að það hafi verið að fara um hana undir lokin þegar Keflvíkingar gerðu sig líklegar í að valda usla. „Fer ekki alltaf um mann aðeins? En ég vissi alveg að við myndum klára þetta sterkt.“ Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, fyrirliði liðsins, fékk högg í byrjun fjórða leikhluta og gat ekki klárað leikinn. „Hún er ekki nógu góð. Hún fékk högg á hálsinn og getur lítið hreyft hann, það verður bara að koma í ljós (hver staðan verður),“ sagði Guðrún Ósk. Jón Halldór Eðvaldsson hefur verið spekingur Domino's Körfuboltakvölds síðustu ár en er nú þjálfari Keflavíkurvísir/skjáskot Jonni: Lélegasta vörn sem ég hef séð þær spila frá upphafi Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var mjög ósáttur í leikslok. „Við spiluðum enga vörn í fyrri hálfleik, það er bara nákvæmlega það sem gerðist. Við töpuðum leiknum á því. Þetta er sennilega lélegasta vörn sem ég hef séð þær spila frá upphafi og ég er búinn að fylgjast með þessum stelpum síðan þær voru sjö ára,“ sagði Jón Halldór. „Við erum með ungt lið og við erum að byggja þetta upp. Ég er búinn að tala um það oft í vetur, en það er ekkert sem afsakar það ef þú spilar ekki vörn. Ég skil alveg að við hittum ekki og eigum off dag í því en ef þú spilar ekki vörn þá verð ég reiður og ég er mjög reiður núna.“ „Ég er mjög óánægður með frammistöðu þeirra í seinni hálfleik en að sama skapi þá gerðu þær vel í seinni hálfleik, þær skoruðu ekki nema 26 stig í seinni hálfleik en við skoruðum 39. En þetta er bara ekki nóg, við verðum að byrja leikina og við gerðum það ekki í dag.“ Gerir það tapið sárara að hafa komist ansi nálægt því undir lokin að stela sigri? „Nei, nei. Ég átti reyndar ekki von á því að við myndum ná eins langt og við gerðum miðað við hvað við vorum hauslausar í fyrri hálfleik. En þetta er bara svona, það er vont að tapa, mér finnst leiðinlegt að tapa og sérstaklega þegar þú spilar eins og fáviti fyrstu tuttugu mínúturnar varnarlega,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti