Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 12:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þingmenn Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar kalla eftir skýrslu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Tilgangurinn er að auka gegnsæi og traust segir formaður Viðreisnar. Skýrslubeiðninni var dreift á Alþingi í gær en með henni er óskað eftir því að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, flytji Alþingi skýrslu um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Það verði gert á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og Samherjaskjölunum svokölluðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er framsögumaður málsins en meðflutningsmenn eru aðrir þingmenn Viðreisnar, þingmenn úr Samfylkingu og Pírötum auk Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka. „Fyrst og fremst til þess að auka gegnsæi og setja fram ákveðið traust inn í sjávarútveginn. Það skiptir máli að almenningur og ekki síst stjórnvöld og við sem að erum löggjafinn og erum að reyna að móta reglur til þess að byggja upp traust að við vitum af hverju það er verið að greiða mun mun hærra verð fyrir aflaheimildir í útlöndum heldur en hér heima. Þannig þetta er gert til að auka gegnsæi og traust,“ segir Þorgerður Katrín. Að mati aðstandenda skýrslubeiðninnar hefur endurgjald fyrir einkaafnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar verið háð pólitísku mati, að því er segir í greinargerð með skýrslubeiðninni. Það séu bein tengsl á milli þess sem útgerðirnar telji sig geta greitt, og þess sem meiri hluti á Alþingi hverju sinni telji að þær geti greitt. Þær upplýsingar sem komi fram í Samherjaskjölunum gefi þannig tilefni til að bera saman hvað Samherji sé tilbúinn að greiða fyrir veiðirétt á Íslandi annars vegar og í Namibíu hins vegar. „Þá verður þessum spurningum einfaldlega svarað og þá er það bara einfaldlega innlegg inn í þessa mikilvægu umræðu sem að við þurfum og verðum að taka hér heima fyrir. Allt til þess að fá heildarmyndina, til þess að geta haldið áfram að stunda öflugan sjávarútveg og færa þjóðinni ákveðið auðlindagjald, sanngjarnt, réttlátt auðlindagjald,“ segir Þorgerður. Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Þingmenn Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar kalla eftir skýrslu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Tilgangurinn er að auka gegnsæi og traust segir formaður Viðreisnar. Skýrslubeiðninni var dreift á Alþingi í gær en með henni er óskað eftir því að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, flytji Alþingi skýrslu um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Það verði gert á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og Samherjaskjölunum svokölluðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er framsögumaður málsins en meðflutningsmenn eru aðrir þingmenn Viðreisnar, þingmenn úr Samfylkingu og Pírötum auk Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka. „Fyrst og fremst til þess að auka gegnsæi og setja fram ákveðið traust inn í sjávarútveginn. Það skiptir máli að almenningur og ekki síst stjórnvöld og við sem að erum löggjafinn og erum að reyna að móta reglur til þess að byggja upp traust að við vitum af hverju það er verið að greiða mun mun hærra verð fyrir aflaheimildir í útlöndum heldur en hér heima. Þannig þetta er gert til að auka gegnsæi og traust,“ segir Þorgerður Katrín. Að mati aðstandenda skýrslubeiðninnar hefur endurgjald fyrir einkaafnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar verið háð pólitísku mati, að því er segir í greinargerð með skýrslubeiðninni. Það séu bein tengsl á milli þess sem útgerðirnar telji sig geta greitt, og þess sem meiri hluti á Alþingi hverju sinni telji að þær geti greitt. Þær upplýsingar sem komi fram í Samherjaskjölunum gefi þannig tilefni til að bera saman hvað Samherji sé tilbúinn að greiða fyrir veiðirétt á Íslandi annars vegar og í Namibíu hins vegar. „Þá verður þessum spurningum einfaldlega svarað og þá er það bara einfaldlega innlegg inn í þessa mikilvægu umræðu sem að við þurfum og verðum að taka hér heima fyrir. Allt til þess að fá heildarmyndina, til þess að geta haldið áfram að stunda öflugan sjávarútveg og færa þjóðinni ákveðið auðlindagjald, sanngjarnt, réttlátt auðlindagjald,“ segir Þorgerður.
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira