Íslensk tæknifyrirtæki í fremstu röð á heimsvísu – UTmessan í tíunda sinn UTmessan og Ský kynna 4. febrúar 2020 09:45 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands mun fjalla um nýsköpunarstefnu fyrir Ísland á UTmessunni. UTmessan fer fram í Hörpu um helgina í tíunda sinn. UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvu- og tæknigeiranum á Íslandi og öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins taka þátt. Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri UTmessunnar og Ský segir tilgang messunnar bæði að ná saman fagfólki í tölvu- og tæknigeiranum og á sama tíma sýna almenningi hversu umfangsmikil tölvutæknin er hér á landi og hversu mikilvæg hún er í daglegu lífi. Þá sé ekki síður mikilvægt að sjá umtalsverða fjölgun þeirra sem velja sér starfssvið innan tæknigeirans og hvetja enn fleiri til náms í tæknigreinum, sérstaklega tölvunarfræði. Arnheiður Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri UTmessunnar og Ský. „Allar greinar kalla á tæknimenntað fólk í dag. Þrátt fyrir að útskrifuðum nemendum í tölvunarfræði hafi snarfjölgað á árunum eftir hrun, sérstaklega stelpum, þá er skortur á tæknifólki. Árið 2020 kallar á 900.000 störf í tæknigeiranum sem þarf að manna í Evrópu! Við höldum UTmessuna ekki síst til að sýna fólki hvað þetta er fjölbreyttur geiri,“ segir Arnheiður. Þróunin sé hröð og það sjáist glöggt í gegnum sögu UTmessunnar. „UTmessan var haldin fyrst árið 2011 og það ár var til dæmis Ipadinn kynntur til sögunnar, sýndarveruleiki var á byrjunarstigi, gps rétt að koma í símana og 4G farsímakerfið af fara í gang. Skýjavæðingin var varla byrjuð af neinu viti og snjalltækjavæðingin ekki farin af stað. Þá var bara verið að tala um að bráðum yrði hægt að „gera allt í símanum“ en það var ekki orðið að veruleika. Instagram var rétt að byrja og Snapchat var ekki til! Nú er gervigreind það heitasta, sýndarveruleiki og skýjavæðingin allsráðandi, skammtatölvur með gríðarlega reiknigetu og upplýsingatæknin dreifist inn á marga geira og gegnir lykilhlutverki í veðurspám, greiningu sjúkdóma og lækningu,“ segir Arnheiður. Hér má sjá afmælismyndband af UTmessunni með samantekt frá upphafi Íslensk fyrirtæki í forgrunniArnheiður segir mörg dæmi um framúrskarandi íslensk fyrirtæki á heimsvísu og verður kastljósinu beint að íslenskri tækni á UTmessunni í ár. Fulltrúar íslenskra tölvufyrirtækja verða með fyrirlestra á UTmessunni. „Það er af nógu að taka og ótrúlega margt sem hægt er að draga fram,“ segir Arnheiður. „Til dæmis hefur Marel verið framarlega í tækni á heimsvísu alveg frá stofnun fyrirtækisins og notað tækni sem sitt markaðsforskot. Nox Medical stendur mjög framarlega í heiminum í svefnrannsóknum og þá er CCP eitt stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims. Fyrirtækið Vivaldi setti vafra á markað í samkeppni við þá stóru, Chrome og Edge og íslenska fyrirtækið NetApp er framarlega í skýjalausnum. Hugbúnaðarfyrirtækið Aldin stendur vel og þá vekur nýtt sprotafyrirtæki sem kallast Parity mikla athygli erlendis en þau framleiða tölvuleik sem byggir á íslenskum þjóðsögum. Við stöndum okkur einnig vel í „chatbottum“ eða spjallmennum og í raun öllu sem hægt er að vélvæða eða snjallvæða. Þar má nefna sjálfvirknivæðingu í verslunum og ýmsa ferla,“ útskýrir Arnheiður. Íslenskir fyrirlesarar frá Google, vélmenni sem talar íslensku og hakkarakepni„Meðal fyrirlesara á UTmessunni verða Hlynur Óskar Guðmundsson og Hallgrímur H. Gunnarsson frá Google og fjalla um nýja nálgun hvað varðar netöryggi. Það er mjög gaman að geta boðið upp á fyrirlestur um það nýjasta frá þessum stærstu fyrirtækjum,“ segir Arnheiður. „Einnig verður fjallað um máltæknina sem er mikið átak. Það er ekki sjálfgefið að fá það í gegn að t.d. Alexa tali íslensku frekar en að það var ekki sjálfgefið að það væru íslenskir stafir í stafasetti lyklaborða á sínum tíma. Á ráðstefnunni geta gestir gefið raddsýni en Samrómur er að safna ólíkum útgáfum af sömu setningunum til að hjálpa til við að greina hvernig íslensk orð eru töluð. Hægt verður að kenna vélmenninu Önnu að tala íslensku. Fjallað verður um velferðartækni, bæði fyrir aldraða og fyrir sjúkrahús framtíðarinnar. Hvernig ætlum við að nota tæknina í umönnun? Og þá verður einnig fyrirlestur um hvernig nota má bjálkakeðjutækni til að halda utan um uppruna listaverka. Við verðum með hakkarakeppni í gangi og geta gestir fylgst með þátttakendum hakka sig inn í allt frá heimabönkum og upp í stýribúnað flugvéla. Það er afar áhugavert að labba á milli og sjá hvað þau geta gert. Úr þessum hópi verða síðan valdir hakkarar til að taka þátt í Evrópukeppni ungmenna fyrir Íslands hönd. Nýsköpunarstefna fyrir Ísland loks komin í farvegÞórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands mun, ásamt Guðmundi Hafsteinssyni fyrrum vörustjóra hjá Google, fjalla um nýsköpunarstefnuna sem sett hefur verið fyrir Ísland. Arnheiður segir stefnuna mikilvægt skref fyrir tæknigeirann. „Ég er mjög ánægð með að þetta sé komið í farveg og þau munu útskýra hvað felst í nýsköpunarstefnunni og hver næstu skref verða.Tæknin á sýningarsvæðinu„Að venju verður glæsilegt sýningarsvæði á UTmessunni báða dagana en öll stærstu fyrirtækin sem vilja styðja við framþróun tölvu- og tækniþróunar á Íslandi taka virkan þátt með okkur enda vilja þau tryggja nægt framboð tæknimenntaðs fólks í framtíðinni. Einnig hafa Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík verið með Ský í að halda UTmessuna frá upphafi ásamt nokkrum lykilfyrirtækjum á hverjum tíma. Það er mikils virði að samstarfaðilarnir séu tilbúnir til þess að taka þátt í UTmessunni og leggja fyrirtækin flestöll mikla vinnu í að gera svæðið áhugavert og hvetjandi fyrir þá sem skoða sýninguna.“ UT verðlaunin„Við endum svo ráðstefnuna á spjallborði allra þeirra sem fengið hafa UT verðlaunin undanfarin ár, þau spjalla saman um hvað gerst hefur á þessum áratug, hvernig staðan var þá og hvað þau sjá fyrir sér um framtíðina. Forseti Íslands, hr. Guðni Th Jóhannesson mun síðan afhenda verðlaun ársins í ár.“ Dagskrá UTmessunnar má nálgast hér Hægt er að kaupa miða hérÞessi kynning er unnin í samstarfi við UTmessuna og Ský. Tækni Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
UTmessan fer fram í Hörpu um helgina í tíunda sinn. UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvu- og tæknigeiranum á Íslandi og öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins taka þátt. Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri UTmessunnar og Ský segir tilgang messunnar bæði að ná saman fagfólki í tölvu- og tæknigeiranum og á sama tíma sýna almenningi hversu umfangsmikil tölvutæknin er hér á landi og hversu mikilvæg hún er í daglegu lífi. Þá sé ekki síður mikilvægt að sjá umtalsverða fjölgun þeirra sem velja sér starfssvið innan tæknigeirans og hvetja enn fleiri til náms í tæknigreinum, sérstaklega tölvunarfræði. Arnheiður Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri UTmessunnar og Ský. „Allar greinar kalla á tæknimenntað fólk í dag. Þrátt fyrir að útskrifuðum nemendum í tölvunarfræði hafi snarfjölgað á árunum eftir hrun, sérstaklega stelpum, þá er skortur á tæknifólki. Árið 2020 kallar á 900.000 störf í tæknigeiranum sem þarf að manna í Evrópu! Við höldum UTmessuna ekki síst til að sýna fólki hvað þetta er fjölbreyttur geiri,“ segir Arnheiður. Þróunin sé hröð og það sjáist glöggt í gegnum sögu UTmessunnar. „UTmessan var haldin fyrst árið 2011 og það ár var til dæmis Ipadinn kynntur til sögunnar, sýndarveruleiki var á byrjunarstigi, gps rétt að koma í símana og 4G farsímakerfið af fara í gang. Skýjavæðingin var varla byrjuð af neinu viti og snjalltækjavæðingin ekki farin af stað. Þá var bara verið að tala um að bráðum yrði hægt að „gera allt í símanum“ en það var ekki orðið að veruleika. Instagram var rétt að byrja og Snapchat var ekki til! Nú er gervigreind það heitasta, sýndarveruleiki og skýjavæðingin allsráðandi, skammtatölvur með gríðarlega reiknigetu og upplýsingatæknin dreifist inn á marga geira og gegnir lykilhlutverki í veðurspám, greiningu sjúkdóma og lækningu,“ segir Arnheiður. Hér má sjá afmælismyndband af UTmessunni með samantekt frá upphafi Íslensk fyrirtæki í forgrunniArnheiður segir mörg dæmi um framúrskarandi íslensk fyrirtæki á heimsvísu og verður kastljósinu beint að íslenskri tækni á UTmessunni í ár. Fulltrúar íslenskra tölvufyrirtækja verða með fyrirlestra á UTmessunni. „Það er af nógu að taka og ótrúlega margt sem hægt er að draga fram,“ segir Arnheiður. „Til dæmis hefur Marel verið framarlega í tækni á heimsvísu alveg frá stofnun fyrirtækisins og notað tækni sem sitt markaðsforskot. Nox Medical stendur mjög framarlega í heiminum í svefnrannsóknum og þá er CCP eitt stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims. Fyrirtækið Vivaldi setti vafra á markað í samkeppni við þá stóru, Chrome og Edge og íslenska fyrirtækið NetApp er framarlega í skýjalausnum. Hugbúnaðarfyrirtækið Aldin stendur vel og þá vekur nýtt sprotafyrirtæki sem kallast Parity mikla athygli erlendis en þau framleiða tölvuleik sem byggir á íslenskum þjóðsögum. Við stöndum okkur einnig vel í „chatbottum“ eða spjallmennum og í raun öllu sem hægt er að vélvæða eða snjallvæða. Þar má nefna sjálfvirknivæðingu í verslunum og ýmsa ferla,“ útskýrir Arnheiður. Íslenskir fyrirlesarar frá Google, vélmenni sem talar íslensku og hakkarakepni„Meðal fyrirlesara á UTmessunni verða Hlynur Óskar Guðmundsson og Hallgrímur H. Gunnarsson frá Google og fjalla um nýja nálgun hvað varðar netöryggi. Það er mjög gaman að geta boðið upp á fyrirlestur um það nýjasta frá þessum stærstu fyrirtækjum,“ segir Arnheiður. „Einnig verður fjallað um máltæknina sem er mikið átak. Það er ekki sjálfgefið að fá það í gegn að t.d. Alexa tali íslensku frekar en að það var ekki sjálfgefið að það væru íslenskir stafir í stafasetti lyklaborða á sínum tíma. Á ráðstefnunni geta gestir gefið raddsýni en Samrómur er að safna ólíkum útgáfum af sömu setningunum til að hjálpa til við að greina hvernig íslensk orð eru töluð. Hægt verður að kenna vélmenninu Önnu að tala íslensku. Fjallað verður um velferðartækni, bæði fyrir aldraða og fyrir sjúkrahús framtíðarinnar. Hvernig ætlum við að nota tæknina í umönnun? Og þá verður einnig fyrirlestur um hvernig nota má bjálkakeðjutækni til að halda utan um uppruna listaverka. Við verðum með hakkarakeppni í gangi og geta gestir fylgst með þátttakendum hakka sig inn í allt frá heimabönkum og upp í stýribúnað flugvéla. Það er afar áhugavert að labba á milli og sjá hvað þau geta gert. Úr þessum hópi verða síðan valdir hakkarar til að taka þátt í Evrópukeppni ungmenna fyrir Íslands hönd. Nýsköpunarstefna fyrir Ísland loks komin í farvegÞórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands mun, ásamt Guðmundi Hafsteinssyni fyrrum vörustjóra hjá Google, fjalla um nýsköpunarstefnuna sem sett hefur verið fyrir Ísland. Arnheiður segir stefnuna mikilvægt skref fyrir tæknigeirann. „Ég er mjög ánægð með að þetta sé komið í farveg og þau munu útskýra hvað felst í nýsköpunarstefnunni og hver næstu skref verða.Tæknin á sýningarsvæðinu„Að venju verður glæsilegt sýningarsvæði á UTmessunni báða dagana en öll stærstu fyrirtækin sem vilja styðja við framþróun tölvu- og tækniþróunar á Íslandi taka virkan þátt með okkur enda vilja þau tryggja nægt framboð tæknimenntaðs fólks í framtíðinni. Einnig hafa Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík verið með Ský í að halda UTmessuna frá upphafi ásamt nokkrum lykilfyrirtækjum á hverjum tíma. Það er mikils virði að samstarfaðilarnir séu tilbúnir til þess að taka þátt í UTmessunni og leggja fyrirtækin flestöll mikla vinnu í að gera svæðið áhugavert og hvetjandi fyrir þá sem skoða sýninguna.“ UT verðlaunin„Við endum svo ráðstefnuna á spjallborði allra þeirra sem fengið hafa UT verðlaunin undanfarin ár, þau spjalla saman um hvað gerst hefur á þessum áratug, hvernig staðan var þá og hvað þau sjá fyrir sér um framtíðina. Forseti Íslands, hr. Guðni Th Jóhannesson mun síðan afhenda verðlaun ársins í ár.“ Dagskrá UTmessunnar má nálgast hér Hægt er að kaupa miða hérÞessi kynning er unnin í samstarfi við UTmessuna og Ský.
Tækni Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira