Johnson segir Breta ekki þurfa að samræma sig evrópskum reglum Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2020 12:06 Frá Dover-höfn á Suður-Englandi. Framundan eru erfiðar viðræður Breta og ESB um viðskiptasamband þeirra. AP/Matt Dunham Fríverslunarsamningur á milli Bretlands og Evrópusambandsins þarf ekki að fela í sér að Bretar gangist undir evrópskar reglur, að mati Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Á sama tíma gerir Evrópusambandið kröfu um samkomulag um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir séu forsenda fríverslunarsamnings. Bretar urðu fyrsta þjóðin til að ganga úr Evrópusambandinu á föstudagskvöld. Johnson lýsti afstöðu sinni til viðræðna um viðskiptasamband Breta við Evrópusambandið sem nú standa fyrir dyrum í ræðu í London í dag. Þar sagðist hann sækjast efir fríverslunarsamningi en að hann væri ekki tilbúinn að greiða hann hvaða verði sem er. „Það er engin þörf á því að fríverslunarsamningur feli í sér að taka við reglum ESB um samkeppnisstefnu, ríkisstyrki, félagslega vernd, umhverfið eða neitt slíkt, ekkert frekar en að ESB ætti að vera skyldugt til að gangist undir breskar reglur,“ sagði Johnson sem hét því að breskt regluverð yrði að minnsta kosti jafngott og það evrópska, ef ekki betra. Johnson varaði við því að nú fjari undan fríverslun í heiminum og vísaði til viðskiptastríðs Bandaríkjanna, Kína og Evrópusambandsins.AP/Paul Ellis Viðræðurnar eiga að hefjast í næsta mánuði en evrópskir leiðtogar eru sagðir uggandi yfir því hversu skammur tími er til stefnu. Takist samningar ekki fyrir árslok taka innflutningsgjöld og tollar þegar gildi. „Valið er afgerandi ekki á milli „samnings eða einskis samnings“. Spurningin er hvort við semjum um viðskiptasamband við Evrópusambandið sem er sambærilegt við Kanada eða líkara Ástralíu,“ sagði Johnson. AP-fréttastofan segir að verði samband Bretlands við Evrópusambandið í anda þess ástralska þýði það ný innflutningsgjöld og aðrar viðskiptahömlur. Kanadíski fríverslunarsamningurinn við sambandið útrýmdi tollum á flestar vörur. Meiri hömlur eru þó á bankaþjónustu sem er Bretum sérstaklega mikilvæg, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sá samningur var um sjö ár í smíðum. Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, tengdi aðgang Breta að innri markaði sambandsins við aðgang evrópska fiskiskipa að breskum miðum í dag. Enginn fríverslunarsamningur yrði gerður nema Bretar samþykktu gagnkvæm skipti á fiskveiðiheimildum. Samið yrði um þetta tvennt samhliða. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fríverslunarsamningur á milli Bretlands og Evrópusambandsins þarf ekki að fela í sér að Bretar gangist undir evrópskar reglur, að mati Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Á sama tíma gerir Evrópusambandið kröfu um samkomulag um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir séu forsenda fríverslunarsamnings. Bretar urðu fyrsta þjóðin til að ganga úr Evrópusambandinu á föstudagskvöld. Johnson lýsti afstöðu sinni til viðræðna um viðskiptasamband Breta við Evrópusambandið sem nú standa fyrir dyrum í ræðu í London í dag. Þar sagðist hann sækjast efir fríverslunarsamningi en að hann væri ekki tilbúinn að greiða hann hvaða verði sem er. „Það er engin þörf á því að fríverslunarsamningur feli í sér að taka við reglum ESB um samkeppnisstefnu, ríkisstyrki, félagslega vernd, umhverfið eða neitt slíkt, ekkert frekar en að ESB ætti að vera skyldugt til að gangist undir breskar reglur,“ sagði Johnson sem hét því að breskt regluverð yrði að minnsta kosti jafngott og það evrópska, ef ekki betra. Johnson varaði við því að nú fjari undan fríverslun í heiminum og vísaði til viðskiptastríðs Bandaríkjanna, Kína og Evrópusambandsins.AP/Paul Ellis Viðræðurnar eiga að hefjast í næsta mánuði en evrópskir leiðtogar eru sagðir uggandi yfir því hversu skammur tími er til stefnu. Takist samningar ekki fyrir árslok taka innflutningsgjöld og tollar þegar gildi. „Valið er afgerandi ekki á milli „samnings eða einskis samnings“. Spurningin er hvort við semjum um viðskiptasamband við Evrópusambandið sem er sambærilegt við Kanada eða líkara Ástralíu,“ sagði Johnson. AP-fréttastofan segir að verði samband Bretlands við Evrópusambandið í anda þess ástralska þýði það ný innflutningsgjöld og aðrar viðskiptahömlur. Kanadíski fríverslunarsamningurinn við sambandið útrýmdi tollum á flestar vörur. Meiri hömlur eru þó á bankaþjónustu sem er Bretum sérstaklega mikilvæg, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sá samningur var um sjö ár í smíðum. Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, tengdi aðgang Breta að innri markaði sambandsins við aðgang evrópska fiskiskipa að breskum miðum í dag. Enginn fríverslunarsamningur yrði gerður nema Bretar samþykktu gagnkvæm skipti á fiskveiðiheimildum. Samið yrði um þetta tvennt samhliða.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira