Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 10:37 Marta Guðjónsdóttir, Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. Tillaga þess efnis verður lögð fyrir fund borgarstjórnar á morgun þar sem fram fer umræða um skýrslu innri endurskoðunar vegna framkvæmda við gas- og jarðgerðarstöð Sorpu á Álftanesi. Stjórn Sorpu ákvað í janúar að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði við verkið eru til skoðunar. Var það gert í framhaldi af skýrslu innri endurskoðunar um stjórnarhætti og áætlunargerð gas- og jarðgerðarstöðvarinnar þar sem fjallað er um framúrkeyrsluna.Sjá einnig: Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Samkvæmt tillögu Sjálfstæðisflokksins er lagt til að borgarstjórn beini því til eigendahóps byggðasamlagsins að beita sér fyrir því að beita sér fyrir að breytingar verði gerðar á stofnsamningi Sorpu vegna samsetningar stjórnarinnar, með það fyrir augum að Reykjavík, sem sé langstærsti eigandinn að byggðasamlaginu, geti sinnt eftirlitshlutverki sínu betur. Í greinagerð með tillögunni segir að Reykjavíkurborg eigi aðeins einn fulltrúa af sex í stjórn Sorpu. „Lagt er til að aðkoma borgarinnar að stjórninni sé nær því að vera í hlutfallslegu samræmi við eignarhlut borgarinnar,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Það sé ekki raunin nú og úr því þurfi að bæta. Minnihlutinn hafi enga aðkomu Á borgarstjórnarfundi þann 17. september á síðasta ári hafi borgarstjórn samþykkt að ábyrgjast lánveitingu til Sorpu upp á einn og hálfan milljarð króna. „Með því að ábyrgjast lán byggðasamlagsins var borgin að veðsetja framtíðar útsvarstekjur Reykjavíkurborgar svo fyrirtækið gæti tekið lán vegna framúrkeyrslunnar,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Því hafi borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagst alfarið gegn. „Þrátt fyrir að Reykjavíkurborg sé fjölskipað stjórnvald þá hefur minnihlutinn í Reykjavík enga aðkomu að stjórn SORPU og því er framúrkeyrslan sjálf og eftirmálar hennar alfarið á ábyrgð meirihlutans í borginni.“ Þannig telji flokkurinn tilefni til „taka upp“ stofnsamninginn og lagt til að eigendahópi byggðasamlagsins verði falið að gera tillögu að breytingum í þá veru. Reykjavík Sorpa Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. Tillaga þess efnis verður lögð fyrir fund borgarstjórnar á morgun þar sem fram fer umræða um skýrslu innri endurskoðunar vegna framkvæmda við gas- og jarðgerðarstöð Sorpu á Álftanesi. Stjórn Sorpu ákvað í janúar að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði við verkið eru til skoðunar. Var það gert í framhaldi af skýrslu innri endurskoðunar um stjórnarhætti og áætlunargerð gas- og jarðgerðarstöðvarinnar þar sem fjallað er um framúrkeyrsluna.Sjá einnig: Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Samkvæmt tillögu Sjálfstæðisflokksins er lagt til að borgarstjórn beini því til eigendahóps byggðasamlagsins að beita sér fyrir því að beita sér fyrir að breytingar verði gerðar á stofnsamningi Sorpu vegna samsetningar stjórnarinnar, með það fyrir augum að Reykjavík, sem sé langstærsti eigandinn að byggðasamlaginu, geti sinnt eftirlitshlutverki sínu betur. Í greinagerð með tillögunni segir að Reykjavíkurborg eigi aðeins einn fulltrúa af sex í stjórn Sorpu. „Lagt er til að aðkoma borgarinnar að stjórninni sé nær því að vera í hlutfallslegu samræmi við eignarhlut borgarinnar,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Það sé ekki raunin nú og úr því þurfi að bæta. Minnihlutinn hafi enga aðkomu Á borgarstjórnarfundi þann 17. september á síðasta ári hafi borgarstjórn samþykkt að ábyrgjast lánveitingu til Sorpu upp á einn og hálfan milljarð króna. „Með því að ábyrgjast lán byggðasamlagsins var borgin að veðsetja framtíðar útsvarstekjur Reykjavíkurborgar svo fyrirtækið gæti tekið lán vegna framúrkeyrslunnar,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Því hafi borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagst alfarið gegn. „Þrátt fyrir að Reykjavíkurborg sé fjölskipað stjórnvald þá hefur minnihlutinn í Reykjavík enga aðkomu að stjórn SORPU og því er framúrkeyrslan sjálf og eftirmálar hennar alfarið á ábyrgð meirihlutans í borginni.“ Þannig telji flokkurinn tilefni til „taka upp“ stofnsamninginn og lagt til að eigendahópi byggðasamlagsins verði falið að gera tillögu að breytingum í þá veru.
Reykjavík Sorpa Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira