Gettu betur-liðar reittu Creed aðdáendur til reiði Birgir Olgeirsson skrifar 1. febrúar 2020 11:01 Scott Tapp, söngvari Creed. Vísir/Getty Það varð uppi fótur og fit á samfélagsmiðlum þegar spurt var um grísku eyjuna Krít í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í gær. Þar áttust við Tækniskólinn og Borgarholtsskóli. Í spurningunni voru ýmsar staðreyndir um eyjuna Krít raktar, þar á meðal að hún væri þröskuldur Evrópu vegna þess að hún liggur við mörk Evrópu, Asíu og Afríku, og að hún deildi nafni með „einni verstu hljómsveit sögunnar“, Creed. „Versta hljómsveit sögunnar að mati…,“ sagði Ingileif Friðriksdóttir annar dómar keppninnar og greip hinn dómarinn, Vilhelm Anton Jónsson, inn í og kláraði setninguna með því að segja: „Allra“. Þetta féll hreint ekki í kramið hjá einhverjum áhorfendum keppninnar. Þar á meðal Brynhildar Bolladóttur, upplýsingafulltrúa Rauða krossins. Þetta dæmi Villa Naglbíts að setja staðhæfingar sem eru hans eigin skoðanir í spurningar í Gettu betur er svo pirrandi og athyglissjúkt að ég get eiginlega ekki horft á þáttinn. #gettubetur— Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) January 31, 2020 Í ljós kom að þar var Vilhelm Anton hafður fyrir rangri sök. Einn af spurningahöfundum keppninnar steig fram og gekkst við að hafa samið þessa spurningu. Sagðist hann styðjast við vísindaleg gögn þess efnis og vitnaði í könnun sem bandaríska tímaritið Rolling Stone gerði á meðal lesenda sinna. Lesendurnir völdu reyndar Creed ekki verstu hljómsveit sögunnar, heldur verstu hljómsveit tíunda áratugar síðustu aldar. Set engar staðhæfingar í spurningu án þess að hafa heimidir fyrir því https://t.co/n5MqbZCuTT— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 31, 2020 Spyrill keppninnar, Kristjana Arnardóttir, ákvað svo að taka af allan vafa um hennar skoðun á hjómsveitinni. Friðheimar eru bestir og Creed er drasl — Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) January 31, 2020 Þessi staðhæfing um hljómsveitina í Gettu betur vakti nokkra reiði hjá Creed-aðdáendum á Íslandi. Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV, harmaði orð Gettu betur-liða: Við Creed aðdáendur hörmum orð forystufólks Gettu betur um að Creed sé annaðhvort versta hljómsveit heims eða ekki góð hljómsveit. #Creedsamfélagið— Daníel Geir Moritz (@DanelGeirMoritz) January 31, 2020 Mosfellingurinn Ásgeir Jónsson játaði ást sína á sveitinni: Ef þú hefur ekki knee slide-að á þykku teppi í partíi í heimahúsi og sungið viðlagið í Arms wide open, þá hefurðu ekki lifað https://t.co/TpGxGfZrKO— Ásgeir Jónsson (@sonurjons) February 1, 2020 Þá taldi Tómas Steindórsson sig eiga ýmislegt sökótt við Vilhelm Anton Jónsson en þarf víst víst að beina óánægju sinni að Sævari Helga. var villi naglbítur að segja creed væri lélegt band? jæja hnefatilboð 1 coming up á hann, heimsent að sjalfsögðu— Tómas (@tommisteindors) January 31, 2020 Hljómsveitin Creed var stofnuð í Tallahassee í Flórída-ríki Bandaríkjanna árið 1993. Á ferli sínum hefur hljómsveitin gefið út fjórar plötur og selt yfir 53 milljónir eintaka á heimsvísu. Sveitin naut því mjög mikillar velgengni við lok síðustu aldar og upphaf þessarar. Gagnrýnendur hafa margir hverjir keppst við að tæta sveitina í sig og hefur hún áunnið sér nokkurt hatur meðal margra sem þola hreinlega ekki kraftballöðurnar þeirra og trúarlegar tengingar. Fjölmiðlar Reykjavík Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Það varð uppi fótur og fit á samfélagsmiðlum þegar spurt var um grísku eyjuna Krít í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í gær. Þar áttust við Tækniskólinn og Borgarholtsskóli. Í spurningunni voru ýmsar staðreyndir um eyjuna Krít raktar, þar á meðal að hún væri þröskuldur Evrópu vegna þess að hún liggur við mörk Evrópu, Asíu og Afríku, og að hún deildi nafni með „einni verstu hljómsveit sögunnar“, Creed. „Versta hljómsveit sögunnar að mati…,“ sagði Ingileif Friðriksdóttir annar dómar keppninnar og greip hinn dómarinn, Vilhelm Anton Jónsson, inn í og kláraði setninguna með því að segja: „Allra“. Þetta féll hreint ekki í kramið hjá einhverjum áhorfendum keppninnar. Þar á meðal Brynhildar Bolladóttur, upplýsingafulltrúa Rauða krossins. Þetta dæmi Villa Naglbíts að setja staðhæfingar sem eru hans eigin skoðanir í spurningar í Gettu betur er svo pirrandi og athyglissjúkt að ég get eiginlega ekki horft á þáttinn. #gettubetur— Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) January 31, 2020 Í ljós kom að þar var Vilhelm Anton hafður fyrir rangri sök. Einn af spurningahöfundum keppninnar steig fram og gekkst við að hafa samið þessa spurningu. Sagðist hann styðjast við vísindaleg gögn þess efnis og vitnaði í könnun sem bandaríska tímaritið Rolling Stone gerði á meðal lesenda sinna. Lesendurnir völdu reyndar Creed ekki verstu hljómsveit sögunnar, heldur verstu hljómsveit tíunda áratugar síðustu aldar. Set engar staðhæfingar í spurningu án þess að hafa heimidir fyrir því https://t.co/n5MqbZCuTT— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 31, 2020 Spyrill keppninnar, Kristjana Arnardóttir, ákvað svo að taka af allan vafa um hennar skoðun á hjómsveitinni. Friðheimar eru bestir og Creed er drasl — Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) January 31, 2020 Þessi staðhæfing um hljómsveitina í Gettu betur vakti nokkra reiði hjá Creed-aðdáendum á Íslandi. Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV, harmaði orð Gettu betur-liða: Við Creed aðdáendur hörmum orð forystufólks Gettu betur um að Creed sé annaðhvort versta hljómsveit heims eða ekki góð hljómsveit. #Creedsamfélagið— Daníel Geir Moritz (@DanelGeirMoritz) January 31, 2020 Mosfellingurinn Ásgeir Jónsson játaði ást sína á sveitinni: Ef þú hefur ekki knee slide-að á þykku teppi í partíi í heimahúsi og sungið viðlagið í Arms wide open, þá hefurðu ekki lifað https://t.co/TpGxGfZrKO— Ásgeir Jónsson (@sonurjons) February 1, 2020 Þá taldi Tómas Steindórsson sig eiga ýmislegt sökótt við Vilhelm Anton Jónsson en þarf víst víst að beina óánægju sinni að Sævari Helga. var villi naglbítur að segja creed væri lélegt band? jæja hnefatilboð 1 coming up á hann, heimsent að sjalfsögðu— Tómas (@tommisteindors) January 31, 2020 Hljómsveitin Creed var stofnuð í Tallahassee í Flórída-ríki Bandaríkjanna árið 1993. Á ferli sínum hefur hljómsveitin gefið út fjórar plötur og selt yfir 53 milljónir eintaka á heimsvísu. Sveitin naut því mjög mikillar velgengni við lok síðustu aldar og upphaf þessarar. Gagnrýnendur hafa margir hverjir keppst við að tæta sveitina í sig og hefur hún áunnið sér nokkurt hatur meðal margra sem þola hreinlega ekki kraftballöðurnar þeirra og trúarlegar tengingar.
Fjölmiðlar Reykjavík Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp