Stjórnmálaflokkar fari ekki í kapphlaup um athygli Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2020 11:35 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var á meðal gesta í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, varar við því að íslenskir stjórnmálaflokkar reyni að nýta sér ástandið vegna kórónuveirufaraldursins í pólitískum tilgangi. Atvinnuvegaráðherra telur að daglegir upplýsingafundir drepi allt lýðskrum. Áhrif kórónuveiruheimsfaraldursins var til umræðu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar vísaði Þorgerðu Katrín til fenginnar reynslu af fjármálahruninu þar sem farið hefði af stað kapphlaup á milli flokkanna um lausnir. „Þá voru allir að hugsa um í rauninni hvernig hver og einn flokkur kæmi út úr þessu, koma með tillögur, fara að bjóða betur og meira,“ sagði Þorgerður Katrín Gagnrýndi hún áköll sem væru þegar komin fram um að landinu yrði lokað. Nefndi hún sérstaklega núverandi þingmenn* og nokkra fyrrverandi þingmenn Framsóknarflokksins sem efuðust um að veirusérfræðingar stæðu sig. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sakaði Þorgerði Katrínu um að gera málið pólitískt með því að draga þingmenn Framsóknarflokksins inn í það. „Mér finnst þetta sorglegt að fara svona inn í viðkvæm mál með þessum hætti,“ sagði Lilja sem biðlaði til fólks um að sýna ábyrgð. Sagðist Þorgerður Katrín taka undir það. „Þá bið ég ekki síst Lilju og Framsóknarflokkinn um að sýna ábyrgð og ekki fara í kapphlaup um yfirlýsingar og athygli,“ sagði Þorgerður Katrín. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sagðist telja að daglegir upplýsingafundir almannavarna og landlæknis hafi verið til þess fallnir að „drepa allt lýðskrum“. „Það er algert lykilatriði í þessum aðstæðum þegar þú verður síðan á endanum með samfélag þar sem fleiri og fleiri verða hræddir, hræddir um sitt fólk sem er veikt, hræddir um sína stöðu varðandi atvinnu og annað slíkt,“ sagði hún. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.Vísir/Einar Alþjóðasamfélagið ekki sýnt sínar bestu hliðar í faraldrinum Varðandi viðbrögð annarra ríkja við faraldrinum sagðist Þórdís Kolbrún telja að alþjóðasamfélagið hafi ekki sýnt sínar bestu hliðar. Nokkur ríki, þar á meðal nokkur nágrannaríki Íslands, hafa gripið til ferðabanns án samráðs við helstu bandalagsríki sín. Þórdís Kolbrún sagðist hafa áhyggjur af viðbrögðum sumra erlendra ríkja við faraldrinum, hvort sem það væru Bandaríkin eða lönd sem stæðu Íslandi mun nær. Bandaríkin settu miklar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu í gær og Danmörk og Noregur hafa gripið til þess ráðs að loka landamærum sínum. Sjá einnig: Sérfræðingar efast um tilganginn með því að loka Danmörku „Það er sérstakt að finna fyrir því að þegar verkefnin verða svona þung, flókin og erfið að þetta séu viðbrögðin. Þau eru að mörgu leyti mannleg en ég hefði viljað sjá annars konar viðbrögð,“ sagði ráðherrann. Benti Þórdís Kolbrún á að þó að margt hefði breyst í heiminum á aðeins örfáum vikum væri ástandið enn á frumstigi. „Við erum kannski sem alþjóðasamfélag ekki að sýna okkar allra bestu hliðar,“ sagði hún. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Vísir/vilhelm Reynir á þolrifin í samskiptum þjóða Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tók í svipaðan streng og sagði að ástandið ætti eftir að reyna á þolrif í samskiptum þjóða. Gríðarlega mikilvægt væri að vinna að því að bæta samskiptin þar sem ekkert yrði leyst án alþjóðlegrar samvinnu. Þorgerður Katrín sagði að hún hefði viljað sjá meira samstarf vegna faraldursins á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Samvinna lýðræðisríkja væri hluti ástæðu þess að hægt hafi verið að byggja upp efnahagslega og félagslega velsæld. Ekki mætti víkja frá lýðræðislegum leikreglum og samvinnu vestrænna lýðræðisríkja. „Þegar vinir okkar eru að haga sér með einhverjum þeim hætti sem hugsanlega getur ógnað lýðræðislegum undirstöðum þá er vinur sá sem til vamms segir,“ sagði Þorgerður Katrín. Gripi íslensk stjórnvöld til þess að loka landamærum yrði það á grunni ráðlegginga okkar færasta fólks, ólíkt því sem hefði gerst í Danmörku þar sem ákvörðunin hafi verið pólitísk. Lilja taldi viðbrögð Bandaríkjanna og Norðurlandanna skýrast af því að ríkin hafi ekki verið tilbúin fyrir faraldurinn. *Uppfært 13:35 Eftir að fréttin birtist kom Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á framfæri þeirri áréttingu að þegar hún talaði um að núverandi og fyrrverandi þingmenn hafi efast um álit veirufræðinga í Sprengisandi hafi hún átt við núverandi þingmenn ótiltekinna flokka auk fyrrverandi þingmanna Framsóknarflokksins, ekki núverandi þingmenn þess flokks. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Alþingi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, varar við því að íslenskir stjórnmálaflokkar reyni að nýta sér ástandið vegna kórónuveirufaraldursins í pólitískum tilgangi. Atvinnuvegaráðherra telur að daglegir upplýsingafundir drepi allt lýðskrum. Áhrif kórónuveiruheimsfaraldursins var til umræðu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar vísaði Þorgerðu Katrín til fenginnar reynslu af fjármálahruninu þar sem farið hefði af stað kapphlaup á milli flokkanna um lausnir. „Þá voru allir að hugsa um í rauninni hvernig hver og einn flokkur kæmi út úr þessu, koma með tillögur, fara að bjóða betur og meira,“ sagði Þorgerður Katrín Gagnrýndi hún áköll sem væru þegar komin fram um að landinu yrði lokað. Nefndi hún sérstaklega núverandi þingmenn* og nokkra fyrrverandi þingmenn Framsóknarflokksins sem efuðust um að veirusérfræðingar stæðu sig. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sakaði Þorgerði Katrínu um að gera málið pólitískt með því að draga þingmenn Framsóknarflokksins inn í það. „Mér finnst þetta sorglegt að fara svona inn í viðkvæm mál með þessum hætti,“ sagði Lilja sem biðlaði til fólks um að sýna ábyrgð. Sagðist Þorgerður Katrín taka undir það. „Þá bið ég ekki síst Lilju og Framsóknarflokkinn um að sýna ábyrgð og ekki fara í kapphlaup um yfirlýsingar og athygli,“ sagði Þorgerður Katrín. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sagðist telja að daglegir upplýsingafundir almannavarna og landlæknis hafi verið til þess fallnir að „drepa allt lýðskrum“. „Það er algert lykilatriði í þessum aðstæðum þegar þú verður síðan á endanum með samfélag þar sem fleiri og fleiri verða hræddir, hræddir um sitt fólk sem er veikt, hræddir um sína stöðu varðandi atvinnu og annað slíkt,“ sagði hún. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.Vísir/Einar Alþjóðasamfélagið ekki sýnt sínar bestu hliðar í faraldrinum Varðandi viðbrögð annarra ríkja við faraldrinum sagðist Þórdís Kolbrún telja að alþjóðasamfélagið hafi ekki sýnt sínar bestu hliðar. Nokkur ríki, þar á meðal nokkur nágrannaríki Íslands, hafa gripið til ferðabanns án samráðs við helstu bandalagsríki sín. Þórdís Kolbrún sagðist hafa áhyggjur af viðbrögðum sumra erlendra ríkja við faraldrinum, hvort sem það væru Bandaríkin eða lönd sem stæðu Íslandi mun nær. Bandaríkin settu miklar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu í gær og Danmörk og Noregur hafa gripið til þess ráðs að loka landamærum sínum. Sjá einnig: Sérfræðingar efast um tilganginn með því að loka Danmörku „Það er sérstakt að finna fyrir því að þegar verkefnin verða svona þung, flókin og erfið að þetta séu viðbrögðin. Þau eru að mörgu leyti mannleg en ég hefði viljað sjá annars konar viðbrögð,“ sagði ráðherrann. Benti Þórdís Kolbrún á að þó að margt hefði breyst í heiminum á aðeins örfáum vikum væri ástandið enn á frumstigi. „Við erum kannski sem alþjóðasamfélag ekki að sýna okkar allra bestu hliðar,“ sagði hún. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Vísir/vilhelm Reynir á þolrifin í samskiptum þjóða Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tók í svipaðan streng og sagði að ástandið ætti eftir að reyna á þolrif í samskiptum þjóða. Gríðarlega mikilvægt væri að vinna að því að bæta samskiptin þar sem ekkert yrði leyst án alþjóðlegrar samvinnu. Þorgerður Katrín sagði að hún hefði viljað sjá meira samstarf vegna faraldursins á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Samvinna lýðræðisríkja væri hluti ástæðu þess að hægt hafi verið að byggja upp efnahagslega og félagslega velsæld. Ekki mætti víkja frá lýðræðislegum leikreglum og samvinnu vestrænna lýðræðisríkja. „Þegar vinir okkar eru að haga sér með einhverjum þeim hætti sem hugsanlega getur ógnað lýðræðislegum undirstöðum þá er vinur sá sem til vamms segir,“ sagði Þorgerður Katrín. Gripi íslensk stjórnvöld til þess að loka landamærum yrði það á grunni ráðlegginga okkar færasta fólks, ólíkt því sem hefði gerst í Danmörku þar sem ákvörðunin hafi verið pólitísk. Lilja taldi viðbrögð Bandaríkjanna og Norðurlandanna skýrast af því að ríkin hafi ekki verið tilbúin fyrir faraldurinn. *Uppfært 13:35 Eftir að fréttin birtist kom Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á framfæri þeirri áréttingu að þegar hún talaði um að núverandi og fyrrverandi þingmenn hafi efast um álit veirufræðinga í Sprengisandi hafi hún átt við núverandi þingmenn ótiltekinna flokka auk fyrrverandi þingmanna Framsóknarflokksins, ekki núverandi þingmenn þess flokks.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Alþingi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira