Leipzig með verðskuldaða forystu gegn Tottenham Anton Ingi Leifsson skrifar 19. febrúar 2020 21:45 Werner fagnar sigurmarkinu. vísir/getty RasenBallsport Leipzig leiðir 1-0 í viðureigninni gegn Tottenham í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leikur liðanna fór fram í Lundúnum í kvöld. Beðið var með mikilli eftirvæntingu eftir leiknum en Leipzig hefur verið eitt skemmtilegasta lið Þýskalands það sem af er móti. Tottenham var þó án Harry Kane og Son Heung-min sem eru á meiðslalistanum. Jose Mourinho has failed to win any of his last games in @ChampionsLeague knock-out stages with Chelsea (4 games), Man Utd (2) & Tottenham (1) combined Mourinho’s last CL knock-out stage win was as Chelsea manager against PSG in April 2014#TOTRBL#Mourinhopic.twitter.com/uqLriY2Br8— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 19, 2020 Þjóðverjarnir byrjuðu af rosalegum krafti og óðu í færum fyrstu mínúturnar. Hugo Lloris hélt Tottenham inn í leiknum og staðan var markalaus í hálfleik. Fyrsta og eina mark leiksins kom á 58. mínútu er Timo Werner skoraði úr vítaspyrnu eftir að Ben Davies hafði brotið á Konrad Laimer. Fyrsta mark Leipzig í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Leipzig réði áfram lögum og lofum og fékk gott færi skömmu síðar en það geigaði. Eftir að Jose Mourinho fór að hreyfa aðeins við Tottenham-liðinu og ferskir fætur komu inn á, var með lífsmark með þeim. Þeir héldu boltanum betur innan liðsins og sköpuðu sér ágætis færi en allt kom fyrir ekki og lokatölur 1-0 sigur Leipzig. Síðari leikur liðanna fer fram 10. mars. - Chance of progress based on 1st leg result 88.2% - RB Leipzig 87.7% - Atalanta 12.3% - Valencia CF 11.8% - Tottenham Hotspur#UCL#KnockOut— Gracenote Live (@GracenoteLive) February 19, 2020 Meistaradeild Evrópu
RasenBallsport Leipzig leiðir 1-0 í viðureigninni gegn Tottenham í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leikur liðanna fór fram í Lundúnum í kvöld. Beðið var með mikilli eftirvæntingu eftir leiknum en Leipzig hefur verið eitt skemmtilegasta lið Þýskalands það sem af er móti. Tottenham var þó án Harry Kane og Son Heung-min sem eru á meiðslalistanum. Jose Mourinho has failed to win any of his last games in @ChampionsLeague knock-out stages with Chelsea (4 games), Man Utd (2) & Tottenham (1) combined Mourinho’s last CL knock-out stage win was as Chelsea manager against PSG in April 2014#TOTRBL#Mourinhopic.twitter.com/uqLriY2Br8— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 19, 2020 Þjóðverjarnir byrjuðu af rosalegum krafti og óðu í færum fyrstu mínúturnar. Hugo Lloris hélt Tottenham inn í leiknum og staðan var markalaus í hálfleik. Fyrsta og eina mark leiksins kom á 58. mínútu er Timo Werner skoraði úr vítaspyrnu eftir að Ben Davies hafði brotið á Konrad Laimer. Fyrsta mark Leipzig í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Leipzig réði áfram lögum og lofum og fékk gott færi skömmu síðar en það geigaði. Eftir að Jose Mourinho fór að hreyfa aðeins við Tottenham-liðinu og ferskir fætur komu inn á, var með lífsmark með þeim. Þeir héldu boltanum betur innan liðsins og sköpuðu sér ágætis færi en allt kom fyrir ekki og lokatölur 1-0 sigur Leipzig. Síðari leikur liðanna fer fram 10. mars. - Chance of progress based on 1st leg result 88.2% - RB Leipzig 87.7% - Atalanta 12.3% - Valencia CF 11.8% - Tottenham Hotspur#UCL#KnockOut— Gracenote Live (@GracenoteLive) February 19, 2020
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti