Sport

Meira en sex milljónir í boði fyrir Söru og hinar stelpurnar á Wodapalooza

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir með íslenska fánann sinn eftir sigurinn í Dúbaí.
Sara Sigmundsdóttir með íslenska fánann sinn eftir sigurinn í Dúbaí. Mynd/Instagram/dxbfitnesschamp

Það verður glæsilegt verðlaunafé á Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst í Miami á morgun.

Sara Sigmundsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir eru fulltrúar Íslands í aðalkeppninni. Sara hefur verið á mikilli sigurgöngu og Þuríður Erla náði níunda sætinu á síðustu heimsleikum.

Það eru engir smáaurar í boði fyrir þá keppendur sem vinna Wodapalooza CrossFit mótið en mótshaldarar hafa nú gefið það út.

Sá sem vinnur fær 50 þúsund Bandaríkjadali í sinn hlut eða 6,4 milljónir íslenskra króna. Annað sætið gefur 30 þúsund dali eða 3,8 milljónir og fyrir þriðja sætið eru gefnar 20 þúsund dalir eða tæpar 2,6 milljónir. Það er gefið verðlaunafé alveg niður í tíunda sætið sem hefur þúsund dollara eða 128 þúsund krónur íslenskar.

Keppendur geta einnig unnið sér inn meiri pening því það er boðið upp 2020 Bandaríkjadali fyrir sigur í hverri grein eða rúmlega 258 þúsund íslenskar krónur.

Hér fyrir neðan má sjá meira um verðlaunaféð.









Sara Sigmundsdóttir hefur unnið síðustu mót sem hún hefur tekið þátt í en það hefur Ástralinn Tia-Clair Toomey gert líka.

Tia-Clair Toomey vann Wodapalooza mótið í fyrra en Sara endaði þá í þriðja sætinu.

Það má búast við því að þær tvær keppi um efsta sætið á Wodapalooza CrossFit mótinu en auðvitað eru fleiri frábærar CrossFit konur að keppa í Miami.

Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir verða báðar á svæðinu þótt að þær séu ekki að keppa á mótinu að þessu sinni. Katrín Tanja vann Wodapalooza árið 2018.

Mótið hefst á morgun fimmtudag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×