Nani afgreiddi KR-inga á Flórída með tveimur mörkum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 07:30 Nani skoraði 12 mörk í 30 leikjum í MLS-deildinni á síðasta tímabili. Getty/L. Black KR-ingar töpuðu 3-1 í æfingaleik sínum á móti bandaríska MLS-liðinu Orlando City í nótt en Íslandsmeistararnir eru í æfingaferð í Bandaríkjunum. Portúgalinn og frægasti knattspyrnumaður Orlando liðsins, Nani, var sjóðheitur í leiknum og skoraði tvö mörk. Sautján ára KR-ingur, Valdimar Daði Sævarsson, skoraði mark KR-liðsins í leiknum. Nani er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester United en hann lék með enska stórliðinu á árunum 2007 til 2015 og varð meðal annars fjórum sinnum enskur meistari. Nani er núna orðinn 33 ára gamall og er að fara að hefja sitt annað tímabil með bandaríska félaginu. Það tók Nani aðeins tvær mínútur að skora á móti KR og það leið ekki á löngu þar til að Benji Michel hafði bætt við marki. Kristján Flóki Finnbogason minnkaði muninn fyrir KR-liðið um miðjan fyrri hálfleik en Nani var búinn að skora sitt annað mark fyrir hálfleik. Staðan var 3-1 í hálfleik og liðin bættu ekki við mörkum í síðari hálfleiknum. Það er mun styttra í tímabilið hjá Orlando City en fyrsti leikur liðsins er eftir tíu daga. Fyrsti leikur KR-inga í Pepsi Max deildinni er ekki fyrr en tæpum tveimur mánuðum síðar. Hér fyrir neðan má sjá sviðmyndir úr leiknum í nótt. Three goals, a preseason win and another step closer to February 29th. #VamosOrlandopic.twitter.com/IaMl10j0ac— Orlando City SC (@OrlandoCitySC) February 19, 2020 Fótbolti MLS Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
KR-ingar töpuðu 3-1 í æfingaleik sínum á móti bandaríska MLS-liðinu Orlando City í nótt en Íslandsmeistararnir eru í æfingaferð í Bandaríkjunum. Portúgalinn og frægasti knattspyrnumaður Orlando liðsins, Nani, var sjóðheitur í leiknum og skoraði tvö mörk. Sautján ára KR-ingur, Valdimar Daði Sævarsson, skoraði mark KR-liðsins í leiknum. Nani er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester United en hann lék með enska stórliðinu á árunum 2007 til 2015 og varð meðal annars fjórum sinnum enskur meistari. Nani er núna orðinn 33 ára gamall og er að fara að hefja sitt annað tímabil með bandaríska félaginu. Það tók Nani aðeins tvær mínútur að skora á móti KR og það leið ekki á löngu þar til að Benji Michel hafði bætt við marki. Kristján Flóki Finnbogason minnkaði muninn fyrir KR-liðið um miðjan fyrri hálfleik en Nani var búinn að skora sitt annað mark fyrir hálfleik. Staðan var 3-1 í hálfleik og liðin bættu ekki við mörkum í síðari hálfleiknum. Það er mun styttra í tímabilið hjá Orlando City en fyrsti leikur liðsins er eftir tíu daga. Fyrsti leikur KR-inga í Pepsi Max deildinni er ekki fyrr en tæpum tveimur mánuðum síðar. Hér fyrir neðan má sjá sviðmyndir úr leiknum í nótt. Three goals, a preseason win and another step closer to February 29th. #VamosOrlandopic.twitter.com/IaMl10j0ac— Orlando City SC (@OrlandoCitySC) February 19, 2020
Fótbolti MLS Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira