Að takast á við mígreni í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 09:00 Það kannast margir við það að fá mígreniskast í vinnunni og reyna að þrauka út daginn. Vísir/Getty Það er á fárra færi að leggjast fyrir í vinnunni til að bíða eftir því að mígreni hverfi. Alltof margir kannast hins vegar við að fá mígreni í vinnu. En hvað er til ráða þegar ekki einu sinni hausverkjatöflurnar duga til? Dr. Merie Diamond hefur sérhæft sig í meðferðum við höfuðverkjum. Hún segir ekki alltaf auðvelt fyrir fólk að breyta aðstöðu í vinnunni til að forðast mígreni. Nefnir hún sem dæmi flúorljós eða ákveðin tegund af lykt. Þó sé það þess virði að reyna að draga úr þessum áhrifaþáttum eins og kostur er. Forðast sterk ljós ef hægt og ef ilmvatn eða rakspíri sessunautar er að hafa áhrif, er ekkert annað en að ræða það við viðkomandi. Þá eru lífstílsþættir sem skipta máli eins og nægur svefn og að fara að sofa á sama tíma alla vikuna. Borða reglulega og forðast það að verða svangur/svöng. Mikilvægt er að drekka nóg af vökva yfir daginn. Margir nefna fæðutegundir sem vert er að forðast. Þar má nefna súkkulaði, ost og áfengi. Ef/þegar þú færð mígreni í vinnunni er best að reyna að finna sér rólegan stað í 20-30 mínútur og reyna þannig að vera í sem mestu næði á meðan verkurinn stendur yfir. Sumir bregða á það ráð að fá sér kaffi. Diamond segir það duga stundum en þó aðeins í hófi. Að drekka of mikið kaffi getur kallað á hausverk. En því miður koma stundir þar sem mígrenikastið er slæmt og hverfur ekki. Þá er lítið annað að gera en að óska eftir leyfi fyrir því að fara heim. Í verstu tilvikum er mælt með því að þú fáir far heim eða takir strætó því of mikill verkur getur dregið úr hæfninni til að vera vel vakandi við akstur. Að segja frá eða ekki Nokkuð hefur verið skrifað um það á erlendum miðlum að fólk eigi erfitt með að segja frá mígreni í vinnu. Margir velji frekar þann kostinn að segja ekkert og reyna bara að þrauka út daginn. Diamond segir aðstæður auðvitað geta verið mismunandi hjá fólki en mælir með því að fólk segi frá. Best sé að láta vita snemma að mígreni eigi það til að gera vart við sig. Þannig sé hægt að láta vita af því fyrirfram að það gætu komið dagar þar sem óskað er eftir því að fara heim fyrr úr vinnu. Heilsa Tengdar fréttir Að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt Kaffi og orkudrykkir hættir að gera sitt gagn en dagurinn varla hálfnaður. Hvernig er best að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt? 28. janúar 2020 09:00 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Það er á fárra færi að leggjast fyrir í vinnunni til að bíða eftir því að mígreni hverfi. Alltof margir kannast hins vegar við að fá mígreni í vinnu. En hvað er til ráða þegar ekki einu sinni hausverkjatöflurnar duga til? Dr. Merie Diamond hefur sérhæft sig í meðferðum við höfuðverkjum. Hún segir ekki alltaf auðvelt fyrir fólk að breyta aðstöðu í vinnunni til að forðast mígreni. Nefnir hún sem dæmi flúorljós eða ákveðin tegund af lykt. Þó sé það þess virði að reyna að draga úr þessum áhrifaþáttum eins og kostur er. Forðast sterk ljós ef hægt og ef ilmvatn eða rakspíri sessunautar er að hafa áhrif, er ekkert annað en að ræða það við viðkomandi. Þá eru lífstílsþættir sem skipta máli eins og nægur svefn og að fara að sofa á sama tíma alla vikuna. Borða reglulega og forðast það að verða svangur/svöng. Mikilvægt er að drekka nóg af vökva yfir daginn. Margir nefna fæðutegundir sem vert er að forðast. Þar má nefna súkkulaði, ost og áfengi. Ef/þegar þú færð mígreni í vinnunni er best að reyna að finna sér rólegan stað í 20-30 mínútur og reyna þannig að vera í sem mestu næði á meðan verkurinn stendur yfir. Sumir bregða á það ráð að fá sér kaffi. Diamond segir það duga stundum en þó aðeins í hófi. Að drekka of mikið kaffi getur kallað á hausverk. En því miður koma stundir þar sem mígrenikastið er slæmt og hverfur ekki. Þá er lítið annað að gera en að óska eftir leyfi fyrir því að fara heim. Í verstu tilvikum er mælt með því að þú fáir far heim eða takir strætó því of mikill verkur getur dregið úr hæfninni til að vera vel vakandi við akstur. Að segja frá eða ekki Nokkuð hefur verið skrifað um það á erlendum miðlum að fólk eigi erfitt með að segja frá mígreni í vinnu. Margir velji frekar þann kostinn að segja ekkert og reyna bara að þrauka út daginn. Diamond segir aðstæður auðvitað geta verið mismunandi hjá fólki en mælir með því að fólk segi frá. Best sé að láta vita snemma að mígreni eigi það til að gera vart við sig. Þannig sé hægt að láta vita af því fyrirfram að það gætu komið dagar þar sem óskað er eftir því að fara heim fyrr úr vinnu.
Heilsa Tengdar fréttir Að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt Kaffi og orkudrykkir hættir að gera sitt gagn en dagurinn varla hálfnaður. Hvernig er best að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt? 28. janúar 2020 09:00 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt Kaffi og orkudrykkir hættir að gera sitt gagn en dagurinn varla hálfnaður. Hvernig er best að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt? 28. janúar 2020 09:00