Er borgarstjórnendum í nöp við Grafarvog? Árni Guðmundsson skrifar 18. febrúar 2020 10:00 Ég telst til frumbyggja Grafarvogshverfis. Fékk úthlutaða lóð 1989, byggði þar hús og hef búið þar síðan. Á þessum tíma hef ég fylgst með hverfinu stækka og dafna. Tekið þátt í öllu því sem virkir íbúar og foreldrar gera, t.d. skóla og frístundastarfi, íþrótta og félagsstörfum ásamt þátttöku í menningarlífi og öðru því sem gera hverfi að fjölskylduvænum og eftirsóttum samfélögum. Hér er og hefur verið gott að búa, gott og fjölskylduvænt samfélag með góðri þáttöku íbúa í hverfislægum viðburðum. Hverfið var hannað með alla nauðsynlega þjónustu fyrir íbúa í nærumhverfinu, hér er gott samgöngukerfi með æðakerfi hjóla og göngustíga um allt hverfið. Stutt er á helstu samgönguæðar þjóðvegakerfisins sem ég tel mikinn kost enda sæki ég og fleiri íbúar gjarnan út úr borginni til frístunda og útivistariðkunar frekar en niður í miðbæ. Mér er því óskiljanlegt hvað vakir fyrir borgarfulltrúum sem undanfarið hafa nánast keppst við að tala niður og fara niðrandi orðum um hverfið og lífsstíl íbúa þess. Það kemur í framhaldi af nánast stöðugum árásum borgaryfirvalda á grunnþjónustu hverfisins. Frá árinu 2010 er búið að leggja niður skóladeildir með sameiningum, fækka félagsmiðstöðvum, sameina leikskóla og það nýjasta er að leggja niður Korpuskóla. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um samráð, hefur ekkert verið hlustað á eða tekið tilllit til óska, álits eða áskorana íbúa, foreldra og annarra hlutaðeigandi. Enn síður hefur mark verið tekið á vönduðum undirskriftasöfnunum með allt að 100% þáttöku foreldra á móti þessum afskiptum af grunnþjónustu hverfisins. Þann 21.01.sl. steig Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi í ræðupúlt Ráðhússins og fór þar afar niðrandi orðum um tvö hverfi borgarinnar, Kjalarneshverfi og Geldingarnes sem er hluti af Grafarvogshverfi : “Þar sem hvorki kindur, hestar né kýr hafa einu sinni viljað vera á beit“ sagði hann um Geldingarnes í kjölfar orðræðu um að hverfin væru „ekki frábærir staðir til að búa á“. Borgarfulltrúinn og formaður skipulags- og samgönguráðs, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bætti um betur í útvarpsþætti Lísu Páls á Rás 1 þann 8.02 s.l. en þar sagði Sigurborg að Grafarvogs og Grafarholtshverfi væru dæmi um hverfi sem ekki væru vel skipulögð: „ þar er algjör einangrun, þú átt bara að sitja einn í bílnum þínum og búa í þínu risastóra einbýlishúsi og lítið hugsað um félagsleg samskipti“! Mér er algerlega misboðið að hlusta á svona lítilsvirðingu borgarfulltrúa sem eiga að starfa fyrir alla Reykvíkinga. Þarna ráðast þau á nærumhverfið mitt og þann lífsstíl sem ég hef valið mér. Mér vitanlega hafa þau ekki fúlsað við því útsvari og þeim gjöldum sem ég ásamt öðrum Grafarvogsbúum höfum greitt til samfélagsins. Höfundur er búi í Grafarvogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég telst til frumbyggja Grafarvogshverfis. Fékk úthlutaða lóð 1989, byggði þar hús og hef búið þar síðan. Á þessum tíma hef ég fylgst með hverfinu stækka og dafna. Tekið þátt í öllu því sem virkir íbúar og foreldrar gera, t.d. skóla og frístundastarfi, íþrótta og félagsstörfum ásamt þátttöku í menningarlífi og öðru því sem gera hverfi að fjölskylduvænum og eftirsóttum samfélögum. Hér er og hefur verið gott að búa, gott og fjölskylduvænt samfélag með góðri þáttöku íbúa í hverfislægum viðburðum. Hverfið var hannað með alla nauðsynlega þjónustu fyrir íbúa í nærumhverfinu, hér er gott samgöngukerfi með æðakerfi hjóla og göngustíga um allt hverfið. Stutt er á helstu samgönguæðar þjóðvegakerfisins sem ég tel mikinn kost enda sæki ég og fleiri íbúar gjarnan út úr borginni til frístunda og útivistariðkunar frekar en niður í miðbæ. Mér er því óskiljanlegt hvað vakir fyrir borgarfulltrúum sem undanfarið hafa nánast keppst við að tala niður og fara niðrandi orðum um hverfið og lífsstíl íbúa þess. Það kemur í framhaldi af nánast stöðugum árásum borgaryfirvalda á grunnþjónustu hverfisins. Frá árinu 2010 er búið að leggja niður skóladeildir með sameiningum, fækka félagsmiðstöðvum, sameina leikskóla og það nýjasta er að leggja niður Korpuskóla. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um samráð, hefur ekkert verið hlustað á eða tekið tilllit til óska, álits eða áskorana íbúa, foreldra og annarra hlutaðeigandi. Enn síður hefur mark verið tekið á vönduðum undirskriftasöfnunum með allt að 100% þáttöku foreldra á móti þessum afskiptum af grunnþjónustu hverfisins. Þann 21.01.sl. steig Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi í ræðupúlt Ráðhússins og fór þar afar niðrandi orðum um tvö hverfi borgarinnar, Kjalarneshverfi og Geldingarnes sem er hluti af Grafarvogshverfi : “Þar sem hvorki kindur, hestar né kýr hafa einu sinni viljað vera á beit“ sagði hann um Geldingarnes í kjölfar orðræðu um að hverfin væru „ekki frábærir staðir til að búa á“. Borgarfulltrúinn og formaður skipulags- og samgönguráðs, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bætti um betur í útvarpsþætti Lísu Páls á Rás 1 þann 8.02 s.l. en þar sagði Sigurborg að Grafarvogs og Grafarholtshverfi væru dæmi um hverfi sem ekki væru vel skipulögð: „ þar er algjör einangrun, þú átt bara að sitja einn í bílnum þínum og búa í þínu risastóra einbýlishúsi og lítið hugsað um félagsleg samskipti“! Mér er algerlega misboðið að hlusta á svona lítilsvirðingu borgarfulltrúa sem eiga að starfa fyrir alla Reykvíkinga. Þarna ráðast þau á nærumhverfið mitt og þann lífsstíl sem ég hef valið mér. Mér vitanlega hafa þau ekki fúlsað við því útsvari og þeim gjöldum sem ég ásamt öðrum Grafarvogsbúum höfum greitt til samfélagsins. Höfundur er búi í Grafarvogi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun