Norski flugherinn á leið til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 13:04 Orrustuþota af gerðinni F-35. Vísir/Getty Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu norska flughersins. Flugsveitin kemur hingað til lands nú í febrúar með fjórar F-35 orrustuþotur og mun dvelja hér í nokkrar vikur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Um 130 liðsmenn norska flughersins taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem í Þýskalandi (e. Combined Air Operations Center). Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 20. til 29. febrúar. Loftrýmisgæslan verður í samræmi við loftrýmisáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland og fyrirkomulagið verður með sama hætti og áður, að því er fram kemur í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Flugsveitin verður með aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Í tilkynningu Landhelgisgæslunnar segir að gert sé ráð fyrir að verkefninu ljúki fyrir lok mars. Í umfjöllun norska ríkissjónvarpsins NRK frá því um helgina kemur einmitt fram að verkefnið muni standa yfir í þrjár vikur. Þar er jafnframt greint frá því að Íslandsförin sé fyrsta verkefnið utan Noregs sem orrustuþoturnar sinna. Haft er eftir Ståle Nymoen, undirofursta við Ørland-flugstöðina, að flugsveitin verði með tvær flugvélar tilbúnar til flugtaks, óski NATO eftir því, til að fljúga til móts við flugför, e.t.v. ókunnug, sem koma inn í íslenska lofthelgi. Landhelgisgæsla Íslands annast verkefnið í samvinnu við Isavia. Norski flugherinn sinnti síðar loftrýmisgæslu við Ísland árið 2016 en þá með F-16-orrustuþotum. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Landhelgisgæslan Noregur Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira
Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu norska flughersins. Flugsveitin kemur hingað til lands nú í febrúar með fjórar F-35 orrustuþotur og mun dvelja hér í nokkrar vikur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Um 130 liðsmenn norska flughersins taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem í Þýskalandi (e. Combined Air Operations Center). Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 20. til 29. febrúar. Loftrýmisgæslan verður í samræmi við loftrýmisáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland og fyrirkomulagið verður með sama hætti og áður, að því er fram kemur í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Flugsveitin verður með aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Í tilkynningu Landhelgisgæslunnar segir að gert sé ráð fyrir að verkefninu ljúki fyrir lok mars. Í umfjöllun norska ríkissjónvarpsins NRK frá því um helgina kemur einmitt fram að verkefnið muni standa yfir í þrjár vikur. Þar er jafnframt greint frá því að Íslandsförin sé fyrsta verkefnið utan Noregs sem orrustuþoturnar sinna. Haft er eftir Ståle Nymoen, undirofursta við Ørland-flugstöðina, að flugsveitin verði með tvær flugvélar tilbúnar til flugtaks, óski NATO eftir því, til að fljúga til móts við flugför, e.t.v. ókunnug, sem koma inn í íslenska lofthelgi. Landhelgisgæsla Íslands annast verkefnið í samvinnu við Isavia. Norski flugherinn sinnti síðar loftrýmisgæslu við Ísland árið 2016 en þá með F-16-orrustuþotum.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Landhelgisgæslan Noregur Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira