Ekki stefna að hamingju Bergsveinn Ólafsson skrifar 17. febrúar 2020 12:30 Undanfarin þrjú ár hef ég verið að kortleggja hvað einkennir gott líf. Mín ástríða er að finna út hvað gerir lífið þess virði að lifa því. Ég áttaði mig fljótt á því að það er hægara sagt en gert og að það myndi verða mitt lífsverkefni en ekki eitthvað sem væri að finna í stuttum pistli á Vísi. Þegar ég segi gott líf, þá er ég ekki endilega að meina hamingjusamt líf heldur merkingarfullt líf. Ég tel að við eigum ekki að stefna að hamingju í lífinu eins og við lítum á hana. Við lítum flest á hamingju í tengslum við ánægjuleg augnablik eins og að klára erfiða vinnutörn, fara í sumarfrí, flytja inn í nýja íbúð eða að ná markmiðunum sínum. Með öðrum orðum: Við metum hana sem huglægt ástand þar sem við upplifum “jákvæðar” tilfinningar án „neikvæða” tilfinninga. Þegar við stefnum að þessari hamingju er hættan sú að við bíðum eftir því að verða hamingjusöm. Að við bíðum eftir því að lífið verði þægilegur áfangastaður þar sem við munum upplifa langvarandi hamingju. Þetta er hættuleg hugsun. Gallinn við hana er að þessi augnablik vara ekki að eilífu. Sumarfríið sem þú hefur beðið eftir í hálft ár er einungis tvær vikur. Ánægjan sem fylgir því að ná markmiðinu sem þú hefur unnið að í ár hverfur á einum degi. Vinnan inniheldur oftar krefjandi heldur en auðveldar tarnir. Þetta gerir það að verkum að við verðum fyrir miklum vonbrigðum og tómleika þegar við mætum á staðinn sem við höfum beðið með miklum væntingum eftir að komast á. Biðin er miklu lengri en tilfinningin sem fylgir augnablikinu sem þú ert að bíða eftir. Biðin eru dagarnir sem koma og fara. Biðin er lífið. Með öðrum orðum: Góða lífið er hugsanlega ekki að finna upp á toppnum á fjallinu heldur á leiðinni upp fjallið – í vegferðinni sem við erum öll að bíða eftir að ljúki. Ekki misskilja mig, það er yndislegt að upplifa ánægjuleg augnablik og þau gefa manni heilan helling. Þessar upplifanir gefa okkur ánægju, gleði og aðrar jákvæðar tilfinningar sem eru okkur mikils virði og við eigum að njóta þeirra til hins ýtrasta. Sannleikurinn er samt sá að lífið eru ekki bara jákvæð augnablik sem vara endalaust. Lífið er í grunninn þjáning. Lífið er fáránlega krefjandi verkefni sem inniheldur vonbrigði, erfiðleika, áföll, veikindi og dauða. Hugsanlega upplifa einstaklingar sig sem ákveðin mistök ef þeim finnst að þau séu ekki að uppfylla sanna markmið samfélagsins um að verða hamingjusöm í lífinu. Ef einstaklingar leita stöðugt að hamingju í þessari mynd er ansi líklegt að hún færist fjær og fjær þeim þar sem einstaklingar virðast aldei vera sáttir þar sem þeir eru. Því getur það snúist í andhverfu sína að stefna að hamingju og þessir einstaklingar verða óhamingjusamir fyrir vikið. Stefndu að tilgangi Ég tel frekar að við eigum að stefna að tilgangi í lífinu. Þá er ég ekki að tala um að reyna finna hinn eina sanna tilgang lífsins heldur að hver og einn einstaklingur átti sig á og framfylgi sínum persónulegan tilgangi í lífinu. Hvað er tilgangur í lífinu? Það er að vera með fullnægjandi stefnu sem þú færð mikla hvatningu á að framfylgja. Tilgangurinn er stefna sem heldur áfram þrátt fyrir að þú náir markmiðinum þínum. Tilgangur er að mörgu leiti ástæðan fyrir markmiðunum þínum. Tilgangur er vegferð en ekki áfangastaðurinn. Að vera með tilgang í lífinu er fáránlega mikilvægt. Einstaklingar sem eru með tilgang í lífinu líður betur, lifa lengur, eru heilsusamlegri, ná betri árangri í skóla, eru ánægðari í lífi og starfi og eru betur í stakk búnir til að takast á við erfiðleika. Lítill tilgangur í lífinu eykur líkur á kvíða, þunglyndi, fíknivandamálum og sjálfsvígshugsunum. Tilgangur er misjafn eftir einstaklingum. Fyrir suma er það að vera besta útgáfan af sjálfum sér en fyrir aðra er hún að hjálpa öðrum, gera barnið sitt að betri einstakling, skapa hluti, sýna ást og umhyggju, ná árangri eða tengjast öðrum. Ágætis þumalputtaregla virðist vera að því meira sem þú setur athyglina á aðra en sjálfan þig, því meiri tilgang upplifir þú í lífinu. Að það sem þú gerir sé að hafa góð áhrif á aðra, samfélagið eða heiminn í heild sinni. Að þú sért að sinna hlutverki sem tengist eitthverju stærra sem skiptir meira máli fyrir aðra en eigin hagsmuni. Tilgangur í lífinu er mikið kraftmeiri en hamingja. Tilgangur er einhverskonar æðri hamingja sem er miklu viðráðanlegri og raunhæfari. Þar er pláss fyrir erfiða og góða tíma, depurð og hamingju, mistök og árangur, sorg og gleði og allan skalann af því sem lífið hefur upp á að bjóða. Lífið er nefnilega þjáning og ævintýri, ekki annaðhvort. Hamingjan getur síðan komið í kjölfar þess að hafa tilgang í lífinu án þess að vera stöðugt að leita að henni. Tilgangurinn réttlætir þína tilveru og gerir lífið þess virði að lifa því, þrátt fyrir allar takmarkanir sem því fylgja. Tilgangurinn kemur þér í gegnum krefjandi verkefni lífsins. Eins og heimspekingurinn Nietzsche sagði: Sá sem hefur afhverju (tilgangurinn) til að lifa eftir getur afborið nánast allt hvernig (lífið). Til að taka þetta saman í eina setningu: Tilgangur í lífinu er að framfylgja stefnu sem skiptir máli fyrir þig á þann hátt að hún hefur góð áhrif á aðra. Stefndu að tilgangi í lífinu, ekki hamingju. Höfundur er fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsveinn Ólafsson Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hef ég verið að kortleggja hvað einkennir gott líf. Mín ástríða er að finna út hvað gerir lífið þess virði að lifa því. Ég áttaði mig fljótt á því að það er hægara sagt en gert og að það myndi verða mitt lífsverkefni en ekki eitthvað sem væri að finna í stuttum pistli á Vísi. Þegar ég segi gott líf, þá er ég ekki endilega að meina hamingjusamt líf heldur merkingarfullt líf. Ég tel að við eigum ekki að stefna að hamingju í lífinu eins og við lítum á hana. Við lítum flest á hamingju í tengslum við ánægjuleg augnablik eins og að klára erfiða vinnutörn, fara í sumarfrí, flytja inn í nýja íbúð eða að ná markmiðunum sínum. Með öðrum orðum: Við metum hana sem huglægt ástand þar sem við upplifum “jákvæðar” tilfinningar án „neikvæða” tilfinninga. Þegar við stefnum að þessari hamingju er hættan sú að við bíðum eftir því að verða hamingjusöm. Að við bíðum eftir því að lífið verði þægilegur áfangastaður þar sem við munum upplifa langvarandi hamingju. Þetta er hættuleg hugsun. Gallinn við hana er að þessi augnablik vara ekki að eilífu. Sumarfríið sem þú hefur beðið eftir í hálft ár er einungis tvær vikur. Ánægjan sem fylgir því að ná markmiðinu sem þú hefur unnið að í ár hverfur á einum degi. Vinnan inniheldur oftar krefjandi heldur en auðveldar tarnir. Þetta gerir það að verkum að við verðum fyrir miklum vonbrigðum og tómleika þegar við mætum á staðinn sem við höfum beðið með miklum væntingum eftir að komast á. Biðin er miklu lengri en tilfinningin sem fylgir augnablikinu sem þú ert að bíða eftir. Biðin eru dagarnir sem koma og fara. Biðin er lífið. Með öðrum orðum: Góða lífið er hugsanlega ekki að finna upp á toppnum á fjallinu heldur á leiðinni upp fjallið – í vegferðinni sem við erum öll að bíða eftir að ljúki. Ekki misskilja mig, það er yndislegt að upplifa ánægjuleg augnablik og þau gefa manni heilan helling. Þessar upplifanir gefa okkur ánægju, gleði og aðrar jákvæðar tilfinningar sem eru okkur mikils virði og við eigum að njóta þeirra til hins ýtrasta. Sannleikurinn er samt sá að lífið eru ekki bara jákvæð augnablik sem vara endalaust. Lífið er í grunninn þjáning. Lífið er fáránlega krefjandi verkefni sem inniheldur vonbrigði, erfiðleika, áföll, veikindi og dauða. Hugsanlega upplifa einstaklingar sig sem ákveðin mistök ef þeim finnst að þau séu ekki að uppfylla sanna markmið samfélagsins um að verða hamingjusöm í lífinu. Ef einstaklingar leita stöðugt að hamingju í þessari mynd er ansi líklegt að hún færist fjær og fjær þeim þar sem einstaklingar virðast aldei vera sáttir þar sem þeir eru. Því getur það snúist í andhverfu sína að stefna að hamingju og þessir einstaklingar verða óhamingjusamir fyrir vikið. Stefndu að tilgangi Ég tel frekar að við eigum að stefna að tilgangi í lífinu. Þá er ég ekki að tala um að reyna finna hinn eina sanna tilgang lífsins heldur að hver og einn einstaklingur átti sig á og framfylgi sínum persónulegan tilgangi í lífinu. Hvað er tilgangur í lífinu? Það er að vera með fullnægjandi stefnu sem þú færð mikla hvatningu á að framfylgja. Tilgangurinn er stefna sem heldur áfram þrátt fyrir að þú náir markmiðinum þínum. Tilgangur er að mörgu leiti ástæðan fyrir markmiðunum þínum. Tilgangur er vegferð en ekki áfangastaðurinn. Að vera með tilgang í lífinu er fáránlega mikilvægt. Einstaklingar sem eru með tilgang í lífinu líður betur, lifa lengur, eru heilsusamlegri, ná betri árangri í skóla, eru ánægðari í lífi og starfi og eru betur í stakk búnir til að takast á við erfiðleika. Lítill tilgangur í lífinu eykur líkur á kvíða, þunglyndi, fíknivandamálum og sjálfsvígshugsunum. Tilgangur er misjafn eftir einstaklingum. Fyrir suma er það að vera besta útgáfan af sjálfum sér en fyrir aðra er hún að hjálpa öðrum, gera barnið sitt að betri einstakling, skapa hluti, sýna ást og umhyggju, ná árangri eða tengjast öðrum. Ágætis þumalputtaregla virðist vera að því meira sem þú setur athyglina á aðra en sjálfan þig, því meiri tilgang upplifir þú í lífinu. Að það sem þú gerir sé að hafa góð áhrif á aðra, samfélagið eða heiminn í heild sinni. Að þú sért að sinna hlutverki sem tengist eitthverju stærra sem skiptir meira máli fyrir aðra en eigin hagsmuni. Tilgangur í lífinu er mikið kraftmeiri en hamingja. Tilgangur er einhverskonar æðri hamingja sem er miklu viðráðanlegri og raunhæfari. Þar er pláss fyrir erfiða og góða tíma, depurð og hamingju, mistök og árangur, sorg og gleði og allan skalann af því sem lífið hefur upp á að bjóða. Lífið er nefnilega þjáning og ævintýri, ekki annaðhvort. Hamingjan getur síðan komið í kjölfar þess að hafa tilgang í lífinu án þess að vera stöðugt að leita að henni. Tilgangurinn réttlætir þína tilveru og gerir lífið þess virði að lifa því, þrátt fyrir allar takmarkanir sem því fylgja. Tilgangurinn kemur þér í gegnum krefjandi verkefni lífsins. Eins og heimspekingurinn Nietzsche sagði: Sá sem hefur afhverju (tilgangurinn) til að lifa eftir getur afborið nánast allt hvernig (lífið). Til að taka þetta saman í eina setningu: Tilgangur í lífinu er að framfylgja stefnu sem skiptir máli fyrir þig á þann hátt að hún hefur góð áhrif á aðra. Stefndu að tilgangi í lífinu, ekki hamingju. Höfundur er fyrirlesari.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun