Aðalsteinn Eyjólfsson tekur við Kadetten Schaffhausen í Sviss eftir tímabilið. Hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við svissnesku meistarana.
Aðalsteinn var síðast við stjórnvölinn hjá Erlangen. Hann þjálfaði í Þýskalandi um tíu ára skeið, lið Kassel, Eisenach, Hüttenburg og Erlangen.
Hann tekur við Kadetten Schaffhausen af Tékkanum Petr Hrachovec.
Kadetten Schaffhausen hefur tíu sinnum orðið svissneskur meistari og er fastagestur í Meistaradeild Evrópu.
Meðal þekktra leikmanna í liði Kadetten Schaffhausen má nefna Ungverjann Gábor Csázár og Serbann Zarko Sesum.
Aðalsteinn tekur við svissnesku meisturunum
