Solskjær segir að það verði erfitt fyrir Pogba að koma sér aftur í form Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 10:00 Paul Pogba og Ole Gunnar Solskjær. Getty/Robbie Jay Barratt Það er ekki mjög líklegt að Paul Pogba muni spila eitthvað hlutverk á lokakafla tímabilsins ef marka má orð knattspyrnustjórans Ole Gunnar Solskjær á síðasta blaðamannafundi United. Solskjær sagði þar að hann hafi áhyggjur af því að Paul Pogba eigi eftir að eiga í erfiðleikum með að koma sér aftur í almennilegt form. Paul Pogba hefur verið meira eða minna meiddur allt tímabilið og er aðeins búinn að spila samtals átta leiki á leiktíðinni. Hann hefur verið að glíma við ökklameiðsli og endaði á því að fara í aðgerð. Hinn 26 ára gamli Pogba meiddist í september og hefur síðan aðeins náð að spila tvo leiki með Manchester United. Hann er ennþá bara á hlaupabretti og það er því enn langt í það að hann komi aftur inn á völlinn. „Paul veit að hann þarf að leggja mikið á sig til að komast aftur í sitt besta form. Hann hefur verið frá í svo langan tíma að það verður mjög krefjandi fyrir hann að komast aftur í form,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Paul Pogba's season has been wrecked by two ankle injuries that have restricted him to just eight games for Manchester United. Manager Ole Gunnar Solskjaer says he now faces a challenge just to get fit again. More https://t.co/TtemwrGKqn#manutd#mufc#bbcfootballpic.twitter.com/tiVctPiPrl— BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2020 Norski knattspyrnustjórinn vék sér eiginlega undan að svara því hvort að Paul Pogba ætti eftir að spila aftur fyrir Manchester United en allt bendir til þess að franski miðjumaðurinn verði seldur í sumar. „Ég vildi geta sagt að hann spili aftur fyrir okkur um leið og hann kemst í form. Um leið og hann er kominn í form þá er hann nógu góður til að spila með liðinu. Ég er viss um að Paul sé líka ólmur í að spila fyrir okkur aftur,“ sagði Solskjær. Solskjær staðfesti það líka að Paul Pogba hafi fengið leyfi til að vera í endurhæfingu í burtu frá Mancheter United liðinu. Hann æfir því annars staðar en aðrir leikmenn liðsins. „Ég þarf ekki að réttlæta allar ákvarðanir. Paul er ennþá í endurhæfingu. Hann hefur tekið af sér gifsið og er byrjaður að hlaupa á hlaupabretti. Hann er að nálgast. Þetta hefur verið langur tími. Vonandi sjáum við hann sem fyrst,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Það er ekki mjög líklegt að Paul Pogba muni spila eitthvað hlutverk á lokakafla tímabilsins ef marka má orð knattspyrnustjórans Ole Gunnar Solskjær á síðasta blaðamannafundi United. Solskjær sagði þar að hann hafi áhyggjur af því að Paul Pogba eigi eftir að eiga í erfiðleikum með að koma sér aftur í almennilegt form. Paul Pogba hefur verið meira eða minna meiddur allt tímabilið og er aðeins búinn að spila samtals átta leiki á leiktíðinni. Hann hefur verið að glíma við ökklameiðsli og endaði á því að fara í aðgerð. Hinn 26 ára gamli Pogba meiddist í september og hefur síðan aðeins náð að spila tvo leiki með Manchester United. Hann er ennþá bara á hlaupabretti og það er því enn langt í það að hann komi aftur inn á völlinn. „Paul veit að hann þarf að leggja mikið á sig til að komast aftur í sitt besta form. Hann hefur verið frá í svo langan tíma að það verður mjög krefjandi fyrir hann að komast aftur í form,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Paul Pogba's season has been wrecked by two ankle injuries that have restricted him to just eight games for Manchester United. Manager Ole Gunnar Solskjaer says he now faces a challenge just to get fit again. More https://t.co/TtemwrGKqn#manutd#mufc#bbcfootballpic.twitter.com/tiVctPiPrl— BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2020 Norski knattspyrnustjórinn vék sér eiginlega undan að svara því hvort að Paul Pogba ætti eftir að spila aftur fyrir Manchester United en allt bendir til þess að franski miðjumaðurinn verði seldur í sumar. „Ég vildi geta sagt að hann spili aftur fyrir okkur um leið og hann kemst í form. Um leið og hann er kominn í form þá er hann nógu góður til að spila með liðinu. Ég er viss um að Paul sé líka ólmur í að spila fyrir okkur aftur,“ sagði Solskjær. Solskjær staðfesti það líka að Paul Pogba hafi fengið leyfi til að vera í endurhæfingu í burtu frá Mancheter United liðinu. Hann æfir því annars staðar en aðrir leikmenn liðsins. „Ég þarf ekki að réttlæta allar ákvarðanir. Paul er ennþá í endurhæfingu. Hann hefur tekið af sér gifsið og er byrjaður að hlaupa á hlaupabretti. Hann er að nálgast. Þetta hefur verið langur tími. Vonandi sjáum við hann sem fyrst,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti