Segist kjálkabrotinn eftir aðgerðir lögreglumanns Sylvía Hall skrifar 16. febrúar 2020 15:45 Atvikið átti sér stað í Bankastræti um helgina. Mynd er úr safni. Vísir/Kolbeinn Tumi Rúmlega tvítugur karlmaður segist líklega vera kjálkabrotinn eftir aðgerðir lögreglu í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Lögregla segir áverkana hafa verið tilkomna áður en lögregla mæti á svæðið. Maðurinn var að taka upp aðra handtöku þegar lögreglumaður kom upp að honum, beindi að honum piparúða og slengdi honum í jörðina, að sögn mannsins. Maðurinn leitaði á slysadeild og birti vottorð frá lækni. Þar kom fram að brotnað hefði upp úr tönnum mannsins og gat hann ekki opnað munninn alla leið. Segir maðurinn þetta hafa gerst eftir aðgerðir lögreglumannsins. Samkvæmt vottorðinu, sem maðurinn birti á Instagram, brotnaði upp úr sex tönnum og er maðurinn líklega kjálkabrotinn og með áverka á höku. Fréttablaðið greindi fyrst frá en myndband af handtökunni hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem lögreglumaðurinn skipar manninum að leggjast niður og beinir piparúðanum að honum. Atvikið átti sér stað í anddyri við Loft Hostel við Bankastræti 7. Maðurinn kýs ekki að tjá sig um atvikið að svo stöddu í samtali við fréttamann. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem harðar aðgerðir lögreglumanna vekja athygli. Í janúar lýsti Atli Jasonarson háskólanemi því hvernig lögreglumaður gaf honum tvö þéttingsföst olnbogaskot í andlitið á leið niður á lögreglustöð. Atli hafði verið handtekinn eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir eldri konu sem lá meðvitundarlaus í Austurstræti.Uppfært klukkan 18.50 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum hins rúmlega tvítuga karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðið en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. Segir lögreglan að myndefnið staðfesti það. Fréttin var síðast uppfærð 29. febrúar 2020. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. 26. janúar 2020 21:00 Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum rúmlega tvítugs karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðð en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. 16. febrúar 2020 17:09 Erindi Atla um meint lögregluofbeldi sent til héraðssaksóknara Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefur sent mál Atla Jasonarsonar til héraðssaksóknara, sem þarf nú að taka afstöðu til hvort að framferði lögreglumanns þegar Atli var handtekinn síðastliðið sumar, gefi tilefni til rannsóknar embættisins. 31. janúar 2020 07:00 Sakar lögreglumann um ofbeldi eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir meðvitundarlausa konu Atli Jasonarson, starfsmaður á Vistheimili barna og háskólanemi, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við lögregluna síðastliðið sumar. 9. janúar 2020 10:30 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Rúmlega tvítugur karlmaður segist líklega vera kjálkabrotinn eftir aðgerðir lögreglu í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Lögregla segir áverkana hafa verið tilkomna áður en lögregla mæti á svæðið. Maðurinn var að taka upp aðra handtöku þegar lögreglumaður kom upp að honum, beindi að honum piparúða og slengdi honum í jörðina, að sögn mannsins. Maðurinn leitaði á slysadeild og birti vottorð frá lækni. Þar kom fram að brotnað hefði upp úr tönnum mannsins og gat hann ekki opnað munninn alla leið. Segir maðurinn þetta hafa gerst eftir aðgerðir lögreglumannsins. Samkvæmt vottorðinu, sem maðurinn birti á Instagram, brotnaði upp úr sex tönnum og er maðurinn líklega kjálkabrotinn og með áverka á höku. Fréttablaðið greindi fyrst frá en myndband af handtökunni hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem lögreglumaðurinn skipar manninum að leggjast niður og beinir piparúðanum að honum. Atvikið átti sér stað í anddyri við Loft Hostel við Bankastræti 7. Maðurinn kýs ekki að tjá sig um atvikið að svo stöddu í samtali við fréttamann. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem harðar aðgerðir lögreglumanna vekja athygli. Í janúar lýsti Atli Jasonarson háskólanemi því hvernig lögreglumaður gaf honum tvö þéttingsföst olnbogaskot í andlitið á leið niður á lögreglustöð. Atli hafði verið handtekinn eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir eldri konu sem lá meðvitundarlaus í Austurstræti.Uppfært klukkan 18.50 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum hins rúmlega tvítuga karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðið en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. Segir lögreglan að myndefnið staðfesti það. Fréttin var síðast uppfærð 29. febrúar 2020.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. 26. janúar 2020 21:00 Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum rúmlega tvítugs karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðð en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. 16. febrúar 2020 17:09 Erindi Atla um meint lögregluofbeldi sent til héraðssaksóknara Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefur sent mál Atla Jasonarsonar til héraðssaksóknara, sem þarf nú að taka afstöðu til hvort að framferði lögreglumanns þegar Atli var handtekinn síðastliðið sumar, gefi tilefni til rannsóknar embættisins. 31. janúar 2020 07:00 Sakar lögreglumann um ofbeldi eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir meðvitundarlausa konu Atli Jasonarson, starfsmaður á Vistheimili barna og háskólanemi, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við lögregluna síðastliðið sumar. 9. janúar 2020 10:30 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. 26. janúar 2020 21:00
Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum rúmlega tvítugs karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðð en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. 16. febrúar 2020 17:09
Erindi Atla um meint lögregluofbeldi sent til héraðssaksóknara Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefur sent mál Atla Jasonarsonar til héraðssaksóknara, sem þarf nú að taka afstöðu til hvort að framferði lögreglumanns þegar Atli var handtekinn síðastliðið sumar, gefi tilefni til rannsóknar embættisins. 31. janúar 2020 07:00
Sakar lögreglumann um ofbeldi eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir meðvitundarlausa konu Atli Jasonarson, starfsmaður á Vistheimili barna og háskólanemi, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við lögregluna síðastliðið sumar. 9. janúar 2020 10:30