Nóbelsverðlaunahafi og fyrrum leiðtogi loftslagsmála látinn Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2020 11:55 Pachauri stýrði vísindanefnd SÞ um loftslagsbreytingar í þrettán ár. Vísir/EPA Rajendra K. Pachauri, fyrrverandi formaður vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, er látinn, 79 ára að aldri. Pachauri vann til friðarverðlauna Nóbels fyrir störf sín en starfsferli hans lauk í skugga ásakna um kynferðislega áreitni gegn konum. Orku- og auðlindastofnun Indlands sem Pachauri stýrði um áratuga skeið tilkynnti um andlát hans í dag. Banamein hans var ekki gefið upp en hann hafði nýlega gengist undir hjartaaðgerð að sögn indverskra fjölmiðla. Pachauri stýrði vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) frá 2002 til 2015. Hann og aðrir fulltrúar IPCC hlutu friðarverðlaun Nóbels árið 2007 fyrir að stuðla að aukinni þekkingu á loftslagsbreytingum af völdum manna. Í formannstíð Pachauri kynnti nefndin vísindaskýrslur um líklegar afleiðingar breytinganna sem voru grundvöllurinn að Parísarsamkomulaginu sem þjóðir heims skrifuðu undir árið 2015. Árið 2009 kom Pachauri til Íslands í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi forseta, og hélt opinn fyrirlestur um loftslagsmál í Háskóla Íslands. Ásakanir um kynferðislega áreitni urðu til þess að Pachauri hætti störfum fyrir Orku- og auðlindastofnunina og vísindanefnd SÞ árið 2015. Tæplega þrítug kona sem vann fyrir stofnunina sakaði hann um að hafa reynt við hana á klúrinn hátt og sent henni klámfengna tölvupósta og skilaboð. Pachauri hafnaði ásökununum og hélt því fram að brotist hefði verið inn í tölvu hans. Annar starfsmaður stofnunarinnar sakaði hann hins vegar um svipað framferði, að sögn New York Times. Andlát Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Vísindi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira
Rajendra K. Pachauri, fyrrverandi formaður vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, er látinn, 79 ára að aldri. Pachauri vann til friðarverðlauna Nóbels fyrir störf sín en starfsferli hans lauk í skugga ásakna um kynferðislega áreitni gegn konum. Orku- og auðlindastofnun Indlands sem Pachauri stýrði um áratuga skeið tilkynnti um andlát hans í dag. Banamein hans var ekki gefið upp en hann hafði nýlega gengist undir hjartaaðgerð að sögn indverskra fjölmiðla. Pachauri stýrði vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) frá 2002 til 2015. Hann og aðrir fulltrúar IPCC hlutu friðarverðlaun Nóbels árið 2007 fyrir að stuðla að aukinni þekkingu á loftslagsbreytingum af völdum manna. Í formannstíð Pachauri kynnti nefndin vísindaskýrslur um líklegar afleiðingar breytinganna sem voru grundvöllurinn að Parísarsamkomulaginu sem þjóðir heims skrifuðu undir árið 2015. Árið 2009 kom Pachauri til Íslands í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi forseta, og hélt opinn fyrirlestur um loftslagsmál í Háskóla Íslands. Ásakanir um kynferðislega áreitni urðu til þess að Pachauri hætti störfum fyrir Orku- og auðlindastofnunina og vísindanefnd SÞ árið 2015. Tæplega þrítug kona sem vann fyrir stofnunina sakaði hann um að hafa reynt við hana á klúrinn hátt og sent henni klámfengna tölvupósta og skilaboð. Pachauri hafnaði ásökununum og hélt því fram að brotist hefði verið inn í tölvu hans. Annar starfsmaður stofnunarinnar sakaði hann hins vegar um svipað framferði, að sögn New York Times.
Andlát Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Vísindi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira