Castillion vann mál gegn FH Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2020 10:48 Geoffrey Castillion gekk illa að láta ljós sitt skína í búningi FH. vísir/bára Hollenski framherjinn Geoffrey Castillion leitaði til KSÍ vegna vangreiddra launa frá FH þegar hann var leikmaður félagsins. Þetta kemur fram í ársskýrslu samninga- og félagaskiptanefndar KSÍ sem tók málið fyrir. Þar segir að ágreiningur hafi verið á milli FH og Castillion um hvort að FH hefði haft heimild til að draga af honum laun þegar hann dvaldist í Hollandi. Castillion kvaðst hafa þurft að yfirgefa Ísland þar sem hann hafi verið án húsnæðis eftir að hafa verið vísað af hóteli sem hann dvaldi á, en FH var skuldbundið til að útvega honum húsnæði. Nefndin sagði þær skýringar FH að félagið hefði verið búið að útvega annað hótel ekki skipta máli, þar sem að engin gögn sönnuðu að Castillion hefði verið tilkynnt um það tímanlega. FH-ingar töldu að Castillion yrði að mæta á æfingar til að fá laun en þegar hann hélt til Hollands var lið FH farið af landi brott í æfingaferð, og því gat hann ekki mætt á æfingar hjá liðinu. Castilion var svo reiðubúinn að koma aftur til Íslands og mæta á æfingar ef FH útvegaði honum húsnæði og flugmiða, eins og ákvæði voru um í samningi. Niðurstaða nefndar var því að FH bæri að greiða Castillion laun vegna þess tímabils sem hann krafðist. Ekki kemur fram um hve langt tímabil var að ræða. Castillion var leikmaður FH í tvö ár, frá febrúar 2018 til 2020, en var lánaður til Víkings R. og Fylkis á þeim tíma. Hann er núna leikmaður Persib Bandung í Indónesíu. Niðurstöðu samninga- og félagaskiptanefndar má lesa hér að neðan:Ágreiningur aðila takmarkaðist við það hvort FH hefði haft heimild, samkvæmt samningi aðila, til að draga af launum GC þann tíma sem GC dvaldist í Hollandi. Eins og fram kemur í gögnum málsins þá sendi framkvæmdastjóri FH iMessage á GC þar sem fram kom að hann þyrfti að mæta til æfinga til þess að eiga rétt á launum. Þeim skilaboðum svaraði GC á þann hátt að hann hafi þurft að yfirgefa landið þar sem hann hafi verið án húsnæðis. Hann væri reiðubúinn að koma til baka og mæta á æfingar að því tilskyldu að FH útvegaði honum húsnæði og flugmiða, eins og ákvæði voru um í samningi aðila. FH bar, samkvæmt samningi aðila, að útvega GC íbúð á Íslandi á samningstímanum. Þegar GC var vísað af hóteli því sem hann hafði dvalið á, án þess að fá leiðbeiningar um nýjan dvalarstað, var það ekki talið ómálefnalegt af honum að hafa haldið af landi brott. Sér í lagi í ljósi þess að aðallið FH var við æfingar erlendis og samkvæmt samningi aðila skyldi hann einungis æfa með aðalliði FH. Skýringar FH þess efnis að félagið hafi verið búið að útvega annað hótel skipta ekki máli, þar sem gögn hafa ekki verið lögð fram um að GC hafi verið tilkynnt um það tímanlega. SF lítur svo á, í ljósi samskipta, að skylda hafi hvílt á FH, sem vinnuveitanda, að standa við samninginn við GC hvað varðar útvegun húsnæðis og flugmiða, jafnframt því að gera honum ljóst, þannig að ekki færi á milli mála, til hvers var ætlast af honum sem leikmaður FH. SF metur samskipti á milli aðila þannig að FH hafi ekki uppfyllt skyldur sínar í þessum efnum. Við þær aðstæður var ekki unnt að ætlast til þess af GC að hann kæmi til landsins og til æfinga, eins og byggt er af hálfu FH. Með vísan til þessa er það niðurstaða nefndarinnar að FH beri að greiða GC laun vegna þess tímabils sem hann krafðist. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Sjá meira
Hollenski framherjinn Geoffrey Castillion leitaði til KSÍ vegna vangreiddra launa frá FH þegar hann var leikmaður félagsins. Þetta kemur fram í ársskýrslu samninga- og félagaskiptanefndar KSÍ sem tók málið fyrir. Þar segir að ágreiningur hafi verið á milli FH og Castillion um hvort að FH hefði haft heimild til að draga af honum laun þegar hann dvaldist í Hollandi. Castillion kvaðst hafa þurft að yfirgefa Ísland þar sem hann hafi verið án húsnæðis eftir að hafa verið vísað af hóteli sem hann dvaldi á, en FH var skuldbundið til að útvega honum húsnæði. Nefndin sagði þær skýringar FH að félagið hefði verið búið að útvega annað hótel ekki skipta máli, þar sem að engin gögn sönnuðu að Castillion hefði verið tilkynnt um það tímanlega. FH-ingar töldu að Castillion yrði að mæta á æfingar til að fá laun en þegar hann hélt til Hollands var lið FH farið af landi brott í æfingaferð, og því gat hann ekki mætt á æfingar hjá liðinu. Castilion var svo reiðubúinn að koma aftur til Íslands og mæta á æfingar ef FH útvegaði honum húsnæði og flugmiða, eins og ákvæði voru um í samningi. Niðurstaða nefndar var því að FH bæri að greiða Castillion laun vegna þess tímabils sem hann krafðist. Ekki kemur fram um hve langt tímabil var að ræða. Castillion var leikmaður FH í tvö ár, frá febrúar 2018 til 2020, en var lánaður til Víkings R. og Fylkis á þeim tíma. Hann er núna leikmaður Persib Bandung í Indónesíu. Niðurstöðu samninga- og félagaskiptanefndar má lesa hér að neðan:Ágreiningur aðila takmarkaðist við það hvort FH hefði haft heimild, samkvæmt samningi aðila, til að draga af launum GC þann tíma sem GC dvaldist í Hollandi. Eins og fram kemur í gögnum málsins þá sendi framkvæmdastjóri FH iMessage á GC þar sem fram kom að hann þyrfti að mæta til æfinga til þess að eiga rétt á launum. Þeim skilaboðum svaraði GC á þann hátt að hann hafi þurft að yfirgefa landið þar sem hann hafi verið án húsnæðis. Hann væri reiðubúinn að koma til baka og mæta á æfingar að því tilskyldu að FH útvegaði honum húsnæði og flugmiða, eins og ákvæði voru um í samningi aðila. FH bar, samkvæmt samningi aðila, að útvega GC íbúð á Íslandi á samningstímanum. Þegar GC var vísað af hóteli því sem hann hafði dvalið á, án þess að fá leiðbeiningar um nýjan dvalarstað, var það ekki talið ómálefnalegt af honum að hafa haldið af landi brott. Sér í lagi í ljósi þess að aðallið FH var við æfingar erlendis og samkvæmt samningi aðila skyldi hann einungis æfa með aðalliði FH. Skýringar FH þess efnis að félagið hafi verið búið að útvega annað hótel skipta ekki máli, þar sem gögn hafa ekki verið lögð fram um að GC hafi verið tilkynnt um það tímanlega. SF lítur svo á, í ljósi samskipta, að skylda hafi hvílt á FH, sem vinnuveitanda, að standa við samninginn við GC hvað varðar útvegun húsnæðis og flugmiða, jafnframt því að gera honum ljóst, þannig að ekki færi á milli mála, til hvers var ætlast af honum sem leikmaður FH. SF metur samskipti á milli aðila þannig að FH hafi ekki uppfyllt skyldur sínar í þessum efnum. Við þær aðstæður var ekki unnt að ætlast til þess af GC að hann kæmi til landsins og til æfinga, eins og byggt er af hálfu FH. Með vísan til þessa er það niðurstaða nefndarinnar að FH beri að greiða GC laun vegna þess tímabils sem hann krafðist.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Sjá meira