Innlent

Allir í­búar á höfuð­borgar­svæðinu komnir aftur með heitt vatn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hluti höfuðborgarsvæðisins er heitavatnslaus.
Hluti höfuðborgarsvæðisins er heitavatnslaus. Vísir/Vilhelm

Heitavatnslaust var í efri byggðum á höfuðborgarsvæðinu um nokkurt skeið í kvöld. Allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera komnir með heitt vatn á ný nú á níunda tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veitum.

Rétt fyrir klukkan sex varð mikið spennuflökt á flutningskerfi Landsnets og hafði það áhrif á rafdreifikerfi Veitna. Rafmagn fór af í örstutta stund en dælum í hitaveitu á höfuðborgarsvæðinu slóg út, svo heitavatnslaust varð hjá íbúum í efri byggðum.

Í tilkynningu frá veitum segir að vel hafi gengið að koma dælum aftur í gagnið en þegar því verki var að ljúka kom annar skellur á kerfið svo dælunum sló aftur út. Þær voru ræstar á ný og allir komnir aftur með heitt vatn á níunda tímanum.

Fréttin var uppfærð klukkan 20:43 með nýjustu upplýsingum frá Veitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×