Handboltinn heldur áfram að vaxa utan Evrópu og nú hefur argentínska félagið Boca Juniors tilkynnt að það ætli sér að byrja með handboltalið.
Handbolti er vinsæl íþróttagrein í Suður-Ameríku og hefur verið lengi. Er handbolti til að mynda kenndur í leikfimi í löndum eins og Brasilíu en mikið hefur vantað upp á að fylgja starfinu þar eftir.
Það er þó allt að koma og tilkoma Boca inn í handboltaheiminn mun líklega hafa mikil áhrif á handboltann þar í landi en hann hefur verið á uppleið þar sem og í Brasilíu síðustu ár.
¡Bienvenido el handball a #Boca!
— Deportes Boca (@DeportesBoca) February 13, 2020
Una nueva disciplina olímpica se suma a la propuesta deportiva del club. Próximamente más información sobre inscripciones, días y horarios.
Cada vez más Boca Juniors.
Cada vez más Club Atlético. pic.twitter.com/K7Y47DqptK
Argentínumenn hafa verið að sýna framfarir á síðustu heimsmeistaramótum og þeir ætla sér mun lengra.
Þeirra lið verður á ÓL í Japan í sumar en Spánverjinn Manolo Cadenas þjálfar argentínska liðið í dag.