Verður Cloé Lacasse í íslenska landsliðshópnum í fyrsta sinn? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 11:15 Cloé Lacasse hefur verið á skotskónum í Portúgal. Mynd/Instagram/cloe_lacasse Búist er við því að markadrottningin Cloé Lacasse verði í dag valin í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðið í knattspyrnu. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnir í dag landsliðshóp sinn fyrir Pinatar bikarinn sem er æfingamót sem íslensku stelpurnar keppa á í mars. Íslensku stelpurnar komust ekki inn á Algarve-bikarinn eins og síðustu þrettán ár en spilar aftur á móti á fjögurra þjóða æfingamóti með Norður-Írlandi, Skotlandi og Úkraínu. Leikirnir fara fram frá 4. til 10. mars. Knattspyrnukonan Cloé Lacasse, sem kemur upphaflega frá Kanada, fékk íslenskt vegabréf á síðasta ári en var ekki komin með tilskilin leyfi þegar íslenska kvennalandsliðið kom síðast saman. Nú ætti Knattspyrnusamband Íslands að vera búið að koma öllum hennar málum á hreint hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu og það er því búist við því að Cloé Lacasse verði í hópnum hjá Jóni Þór að þessu sinni. View this post on Instagram B E N F I C A . . . #benfica #carregabenfica #epluribusunum #football #slbenfica #slbenficafeminino #inspiradoras #fotbolti #letsgo #sports #cheesin #estadiodaluz A post shared by Cloé Lacasse (@cloe_lacasse) on Oct 31, 2019 at 9:00am PDT Cloé Lacasse hefur farið hreinlega á kostum með Benfica liðinu í portúgölsku deildinni á þessu tímabili og er þegar komin með 20 mörk í aðeins 13 deildarleikjum. Benfica liðið er á toppi portúgölsku deildarinnar með þriggja stiga forskot og markatöluna 99-1. Cloé Lacasse er markahæsti leikmaðurinn og hefur þriggja marka forskot á liðsfélaga sinn Darlene. Cloé Lacasse spilaði með ÍBV frá 2015 til 2019 og skoraði 54 mörk í 79 leikjum í Pepsi Max deildinni þar af 11 mörk í 12 leikjum síðasta sumar. Cloé Lacasse er fædd árið 1993 og heldur upp á 27 ára afmælið sitt í sumar. Hún kom til ÍBV eftir að hafa spilað með University of Iowa í bandaríska háskólafótboltanum þar sem hún var markahæsti leikmaður liðsins á öllum tímabilum sínum með Iowa skólaliðinu. EM 2021 í Englandi Fótbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Búist er við því að markadrottningin Cloé Lacasse verði í dag valin í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðið í knattspyrnu. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnir í dag landsliðshóp sinn fyrir Pinatar bikarinn sem er æfingamót sem íslensku stelpurnar keppa á í mars. Íslensku stelpurnar komust ekki inn á Algarve-bikarinn eins og síðustu þrettán ár en spilar aftur á móti á fjögurra þjóða æfingamóti með Norður-Írlandi, Skotlandi og Úkraínu. Leikirnir fara fram frá 4. til 10. mars. Knattspyrnukonan Cloé Lacasse, sem kemur upphaflega frá Kanada, fékk íslenskt vegabréf á síðasta ári en var ekki komin með tilskilin leyfi þegar íslenska kvennalandsliðið kom síðast saman. Nú ætti Knattspyrnusamband Íslands að vera búið að koma öllum hennar málum á hreint hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu og það er því búist við því að Cloé Lacasse verði í hópnum hjá Jóni Þór að þessu sinni. View this post on Instagram B E N F I C A . . . #benfica #carregabenfica #epluribusunum #football #slbenfica #slbenficafeminino #inspiradoras #fotbolti #letsgo #sports #cheesin #estadiodaluz A post shared by Cloé Lacasse (@cloe_lacasse) on Oct 31, 2019 at 9:00am PDT Cloé Lacasse hefur farið hreinlega á kostum með Benfica liðinu í portúgölsku deildinni á þessu tímabili og er þegar komin með 20 mörk í aðeins 13 deildarleikjum. Benfica liðið er á toppi portúgölsku deildarinnar með þriggja stiga forskot og markatöluna 99-1. Cloé Lacasse er markahæsti leikmaðurinn og hefur þriggja marka forskot á liðsfélaga sinn Darlene. Cloé Lacasse spilaði með ÍBV frá 2015 til 2019 og skoraði 54 mörk í 79 leikjum í Pepsi Max deildinni þar af 11 mörk í 12 leikjum síðasta sumar. Cloé Lacasse er fædd árið 1993 og heldur upp á 27 ára afmælið sitt í sumar. Hún kom til ÍBV eftir að hafa spilað með University of Iowa í bandaríska háskólafótboltanum þar sem hún var markahæsti leikmaður liðsins á öllum tímabilum sínum með Iowa skólaliðinu.
EM 2021 í Englandi Fótbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira