Prikið áfram vegan: Enginn munur á að leggja sér svín eða hund til munns Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 15:48 Veitingastaður Priksins, B12, dregur nafn sitt af vítamíninu og staðsetningu Priksins, Bankastræti 12. Vísir/vilhelm Aðstandendur Priksins hafa tekið ákvörðun um að kaffihúsið verði vegan til frambúðar. Tilraun þess efnis hafi gefið góða raun í janúar. Einn aðstandenda kaffihússins segir fólk hafa fjarlægst uppruna matvælanna sem það lætur ofan í sig, dýr hafi tilvistarrétt og því enginn munur á því að leggja sér svín eða hund til munns. Veitingastaður Priksins, B12, kynnti stefnubreytingu í upphafi janúar. Ákveðið var að segja skilið við dýraafurðir og innleiða matseðil sem var „100% vegan og grængerður, þó ekkert sé skafað af Prikstemmingunni,“ eins og því var lýst. Breytingin gaf góða raun að sögn Arnar Tönsberg, einn aðstandenda þessa elsta kaffihúss landsins, og því ákveðið að framlengja veganvæðinguna út í hið óendanlega. Hann segir í samtali við útvarpsþáttinn Tala saman á Útvarpi 101 að breytingin hafi átt sér langan aðdraganda. Veganréttir hafi smám saman rutt sér til rúms á matseðli Priksins, réttirnir hafi notið vinsælda samhliða aukinni veganvæðingu neytenda - sem séu ekki einsleitur hópur fólks. Þróunin hafi verið hröð; úrval veganrétta hafi þannig aukist mikið í matvörubúðum. „Við þurfum ekki hitt [dýraafurðir] lengur,“ segir Örn. „Þetta er leiðin áfram, tvímælalaust.“ Örn segist sjálfur hafa verið vegan í fimm ár. Hann hafi fengið uppljómun eftir að hafa horft á heimildarmynd um matvælaframleiðslu, með fullan maga af svínakjöti. „Ég horfði á hundinn minn, eftir að vera nýbúinn að borða beikon, og sagði: „Heyrðu, það er enginn munur á þessu dýri og svíninu sem ég var að borða,“ segir Örn. Örn telur fólk hafa fjarlægst matvælaframleiðsluferlið, neysluvenjurnar væru aðrar ef fólk væri í meiri samskiptum við dýr. „Það er kannski þessi tenging sem við erum búin að missa. Það hefur orðið rof við náttúruna, dýrin og matinn sem við erum að borða. Við bara kaupum þetta úti í búð, þessu er pakkað inn fyrir okkur og við erum ekkert að spá í því hvaðan þetta kemur eða hvað liggur að baki,“ segir Örn. Þessari tengingu við uppruna matvælanna verði að halda. Bæði umhverfis- og siðferðissjónarmið búa þar að baki. Landnýting, vatnsnotkun og útblástur sé langtum meiri við dýraframleiðslu heldur en grænkeraiðnað, auk þess sem það hafi gildi í sjálfu sér að minnka þjáningar í heiminum. „Við myndum læra að verða betri við hvort annað ef við værum betri við dýr,“ segir Örn. „Dýr hafa sínar tilfinningar og sinn tilvistarrétt.“ Vegan sé því „bara kærleikur.“ Þrátt fyrir að vera siðferði- og umhverfisvænni er þó ekki þar með sagt að veganmaturinn á Prikinu sé eitthvað hollustufæði. Örn lýsir nýja matseðlinum sem sveittum og góðum - „ekkert endilega eitthvað heilsudót,“ segir Örn; hamborgarar, burrito, súpur og „fullt af sósu.“ Viðtalið við hann í heild sinni má heyra hér að ofan. Neytendur Reykjavík Umhverfismál Vegan Veitingastaðir Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Aðstandendur Priksins hafa tekið ákvörðun um að kaffihúsið verði vegan til frambúðar. Tilraun þess efnis hafi gefið góða raun í janúar. Einn aðstandenda kaffihússins segir fólk hafa fjarlægst uppruna matvælanna sem það lætur ofan í sig, dýr hafi tilvistarrétt og því enginn munur á því að leggja sér svín eða hund til munns. Veitingastaður Priksins, B12, kynnti stefnubreytingu í upphafi janúar. Ákveðið var að segja skilið við dýraafurðir og innleiða matseðil sem var „100% vegan og grængerður, þó ekkert sé skafað af Prikstemmingunni,“ eins og því var lýst. Breytingin gaf góða raun að sögn Arnar Tönsberg, einn aðstandenda þessa elsta kaffihúss landsins, og því ákveðið að framlengja veganvæðinguna út í hið óendanlega. Hann segir í samtali við útvarpsþáttinn Tala saman á Útvarpi 101 að breytingin hafi átt sér langan aðdraganda. Veganréttir hafi smám saman rutt sér til rúms á matseðli Priksins, réttirnir hafi notið vinsælda samhliða aukinni veganvæðingu neytenda - sem séu ekki einsleitur hópur fólks. Þróunin hafi verið hröð; úrval veganrétta hafi þannig aukist mikið í matvörubúðum. „Við þurfum ekki hitt [dýraafurðir] lengur,“ segir Örn. „Þetta er leiðin áfram, tvímælalaust.“ Örn segist sjálfur hafa verið vegan í fimm ár. Hann hafi fengið uppljómun eftir að hafa horft á heimildarmynd um matvælaframleiðslu, með fullan maga af svínakjöti. „Ég horfði á hundinn minn, eftir að vera nýbúinn að borða beikon, og sagði: „Heyrðu, það er enginn munur á þessu dýri og svíninu sem ég var að borða,“ segir Örn. Örn telur fólk hafa fjarlægst matvælaframleiðsluferlið, neysluvenjurnar væru aðrar ef fólk væri í meiri samskiptum við dýr. „Það er kannski þessi tenging sem við erum búin að missa. Það hefur orðið rof við náttúruna, dýrin og matinn sem við erum að borða. Við bara kaupum þetta úti í búð, þessu er pakkað inn fyrir okkur og við erum ekkert að spá í því hvaðan þetta kemur eða hvað liggur að baki,“ segir Örn. Þessari tengingu við uppruna matvælanna verði að halda. Bæði umhverfis- og siðferðissjónarmið búa þar að baki. Landnýting, vatnsnotkun og útblástur sé langtum meiri við dýraframleiðslu heldur en grænkeraiðnað, auk þess sem það hafi gildi í sjálfu sér að minnka þjáningar í heiminum. „Við myndum læra að verða betri við hvort annað ef við værum betri við dýr,“ segir Örn. „Dýr hafa sínar tilfinningar og sinn tilvistarrétt.“ Vegan sé því „bara kærleikur.“ Þrátt fyrir að vera siðferði- og umhverfisvænni er þó ekki þar með sagt að veganmaturinn á Prikinu sé eitthvað hollustufæði. Örn lýsir nýja matseðlinum sem sveittum og góðum - „ekkert endilega eitthvað heilsudót,“ segir Örn; hamborgarar, burrito, súpur og „fullt af sósu.“ Viðtalið við hann í heild sinni má heyra hér að ofan.
Neytendur Reykjavík Umhverfismál Vegan Veitingastaðir Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira