„Neikvæðni” núna eða braggi síðar? Guðlaugur Kristmundsson og Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 11. febrúar 2020 10:00 Í síðasta Garðapósti vísar bæjarfulltrúi meirihlutans til þess að af og til kvikni umræða um fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Af greininni má ætla að bæjarfulltrúinn láti sér þetta í léttu rúmi liggja, enda sé þetta eins og hver önnur kvefpest sem gangi yfir. Bæjarfulltrúi meirihlutans heldur áfram og varar við að slík umræða um þurrar tölur sé leiðinleg og fólk eigi helst ekki að verja tíma sínum í að fylgjast með slíkum málum. Bæjarfulltrúinn bendir réttilega á að skuldasöfnun hefur verið hófleg og það hefur verið hægt að fjármagna framkvæmdir í gegnum rekstur og sjóðsstreymi. Við erum sammála að sú staða er góð, æskileg og henni ætti að viðhalda. Við gagnrýnum hins vegar lélega áætlanagerð framkvæmda, slæma verkstjórn þeirra og hryllilega lélega upplýsingagjöf til kjörinna fulltrúa, sem hafa það hlutverk að veita aðhald og tryggja góða notkun fjármuna. Meirihlutanum finnst of þægilegt að draga upp úr hatti þær tölur sem koma vel út en hunsa aðra mælikvarða. Ábyrg fjármálastefna? Braggamál Reykjavíkurborgar er okkur minnistætt. Þar fór framkvæmd illa fram úr áætlunum og kjörnir fulltrúar brugðust eftirlitsskyldu sinni. Bragginn kostaði 400 milljónir króna en átti að kosta 158 milljónir. Framkvæmdin kostaði hvern Reykvíking rúmar 3.000 krónur og samfélagið fór á hliðina yfir innfluttum stráum. Garðabær tók í notkun fundarsal sem kostaði meira en 400 milljónir. Þar lá engin áætlun fyrir, enda framkvæmdin aðeins að hentisemi meirihlutans, sem mjatlaði fjármunum í hana í hvert sinn sem verktakar kölluðu eftir meira fé. Fundarsalurinn kostaði hvern Garðbæing rúmlega 25.000 krónur, varlega áætlað. Stolt Garðabæjar Skilaboð íbúa til kjörinna fulltrúa eru mjög skýr þegar kemur að innviðum sveitarfélagsins. Þeir kalla eftir styrkari stoðum undir grunnþjónustu Garðabæjar þar með talið stolt bæjarins, leikskólana. Leikskólarnir okkar eru alltaf ofarlega á blaði þegar íbúar eru spurðir um þá þætti þjónustu samfélagsins sem þeir eru ánægðir með, enda standast þeir líka mjög vel samanburð við leikskóla annarra sveitarfélaga. Slík þjónusta hlýtur að þurfa að hvíla á styrkum stoðum, þar sem allur aðbúnaður eflir faglegt starf og tryggir gleði og ánægju allra sem að koma. Annað er skammarlegt. Mikil þörf er á fjárfestingum í leik- og grunnskólum bæjarins. Vinnuaðstöðu fyrir nemendur og starfsfólk þarf að bæta, útisvæði leikskólanna kalla á viðhald og endurnýjun og grunnskólar þurfa að stækka til að rúma vel allan nemendahópinn. Ný hverfi kalla á uppbyggingu þjónustu og ráðast þarf í þá uppbyggingu á grundvelli vandaðra áætlana, öflugra framkvæmda og virks eftirlits. Gagnsæ stjórnsýsla og ábyrgð kjörinna fulltrúa Stærsta framkvæmd Garðabæjar er nýtt fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri. Sú framkvæmd kostar hvern bæjarbúa að lágmarki 280.000 krónur. Meirihlutinn bregst hins vegar illa við og sakar okkur um neikvæðni þegar við ætlum að rekja eftirlitsskyldur okkar, spyrja spurninga og krefjast heiðarlegra svara um stöðu mála. Samt erum við eingöngu að uppfylla skyldur okkar, lögum samkvæmt. Við viljum ekki að Garðabær æði út í nýtt braggamál og reisi sér ofurdýran minnisvarða um lélega áætlanagerð og slæmt eftirlit með framkvæmdum. Íbúar Garðabæjar eiga ekki að þurfa að sætta sig við að kjörnir fulltrúar sinni ekki eftirlitsskyldu sinni. Þeir eiga heimtingu á að fulltrúar þeirra ræki starf sitt af trúmennsku og fari vel með þá fjármuni sem þeim er treyst fyrir. Í bæjarstjórn Garðabæjar sitja 8 fulltrúar frá Sjálfstæðisflokki og þrír frá Garðabæjarlistanum. Við í Garðabæjarlistanum munum hér eftir sem hingað til rækja eftirlitshlutverk okkar til að tryggja ábyrga notkun fjármuna. Við hljótum að gera þá kröfu til annarra bæjarfulltrúa. Þeir ættu allir að taka því fagnandi þegar leitast er við að upplýsa sem allra best hvernig staðið er að framkvæmdum í bænum, enda slíkar framkvæmdir á þeirra ábyrgð. Við ætlum ekki að bíða eftir að braggareikningar berist eftir á. Sara Dögg Svanhildardóttir er oddviti Garðabæjarlistans og Guðlaugur Kristmundsson fulltrúi Garðabæjarlistans í leikskólanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Guðlaugur Kristmundsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðasta Garðapósti vísar bæjarfulltrúi meirihlutans til þess að af og til kvikni umræða um fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Af greininni má ætla að bæjarfulltrúinn láti sér þetta í léttu rúmi liggja, enda sé þetta eins og hver önnur kvefpest sem gangi yfir. Bæjarfulltrúi meirihlutans heldur áfram og varar við að slík umræða um þurrar tölur sé leiðinleg og fólk eigi helst ekki að verja tíma sínum í að fylgjast með slíkum málum. Bæjarfulltrúinn bendir réttilega á að skuldasöfnun hefur verið hófleg og það hefur verið hægt að fjármagna framkvæmdir í gegnum rekstur og sjóðsstreymi. Við erum sammála að sú staða er góð, æskileg og henni ætti að viðhalda. Við gagnrýnum hins vegar lélega áætlanagerð framkvæmda, slæma verkstjórn þeirra og hryllilega lélega upplýsingagjöf til kjörinna fulltrúa, sem hafa það hlutverk að veita aðhald og tryggja góða notkun fjármuna. Meirihlutanum finnst of þægilegt að draga upp úr hatti þær tölur sem koma vel út en hunsa aðra mælikvarða. Ábyrg fjármálastefna? Braggamál Reykjavíkurborgar er okkur minnistætt. Þar fór framkvæmd illa fram úr áætlunum og kjörnir fulltrúar brugðust eftirlitsskyldu sinni. Bragginn kostaði 400 milljónir króna en átti að kosta 158 milljónir. Framkvæmdin kostaði hvern Reykvíking rúmar 3.000 krónur og samfélagið fór á hliðina yfir innfluttum stráum. Garðabær tók í notkun fundarsal sem kostaði meira en 400 milljónir. Þar lá engin áætlun fyrir, enda framkvæmdin aðeins að hentisemi meirihlutans, sem mjatlaði fjármunum í hana í hvert sinn sem verktakar kölluðu eftir meira fé. Fundarsalurinn kostaði hvern Garðbæing rúmlega 25.000 krónur, varlega áætlað. Stolt Garðabæjar Skilaboð íbúa til kjörinna fulltrúa eru mjög skýr þegar kemur að innviðum sveitarfélagsins. Þeir kalla eftir styrkari stoðum undir grunnþjónustu Garðabæjar þar með talið stolt bæjarins, leikskólana. Leikskólarnir okkar eru alltaf ofarlega á blaði þegar íbúar eru spurðir um þá þætti þjónustu samfélagsins sem þeir eru ánægðir með, enda standast þeir líka mjög vel samanburð við leikskóla annarra sveitarfélaga. Slík þjónusta hlýtur að þurfa að hvíla á styrkum stoðum, þar sem allur aðbúnaður eflir faglegt starf og tryggir gleði og ánægju allra sem að koma. Annað er skammarlegt. Mikil þörf er á fjárfestingum í leik- og grunnskólum bæjarins. Vinnuaðstöðu fyrir nemendur og starfsfólk þarf að bæta, útisvæði leikskólanna kalla á viðhald og endurnýjun og grunnskólar þurfa að stækka til að rúma vel allan nemendahópinn. Ný hverfi kalla á uppbyggingu þjónustu og ráðast þarf í þá uppbyggingu á grundvelli vandaðra áætlana, öflugra framkvæmda og virks eftirlits. Gagnsæ stjórnsýsla og ábyrgð kjörinna fulltrúa Stærsta framkvæmd Garðabæjar er nýtt fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri. Sú framkvæmd kostar hvern bæjarbúa að lágmarki 280.000 krónur. Meirihlutinn bregst hins vegar illa við og sakar okkur um neikvæðni þegar við ætlum að rekja eftirlitsskyldur okkar, spyrja spurninga og krefjast heiðarlegra svara um stöðu mála. Samt erum við eingöngu að uppfylla skyldur okkar, lögum samkvæmt. Við viljum ekki að Garðabær æði út í nýtt braggamál og reisi sér ofurdýran minnisvarða um lélega áætlanagerð og slæmt eftirlit með framkvæmdum. Íbúar Garðabæjar eiga ekki að þurfa að sætta sig við að kjörnir fulltrúar sinni ekki eftirlitsskyldu sinni. Þeir eiga heimtingu á að fulltrúar þeirra ræki starf sitt af trúmennsku og fari vel með þá fjármuni sem þeim er treyst fyrir. Í bæjarstjórn Garðabæjar sitja 8 fulltrúar frá Sjálfstæðisflokki og þrír frá Garðabæjarlistanum. Við í Garðabæjarlistanum munum hér eftir sem hingað til rækja eftirlitshlutverk okkar til að tryggja ábyrga notkun fjármuna. Við hljótum að gera þá kröfu til annarra bæjarfulltrúa. Þeir ættu allir að taka því fagnandi þegar leitast er við að upplýsa sem allra best hvernig staðið er að framkvæmdum í bænum, enda slíkar framkvæmdir á þeirra ábyrgð. Við ætlum ekki að bíða eftir að braggareikningar berist eftir á. Sara Dögg Svanhildardóttir er oddviti Garðabæjarlistans og Guðlaugur Kristmundsson fulltrúi Garðabæjarlistans í leikskólanefnd.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun