Ef þú sérð það - þá getur þú verið það Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 10. febrúar 2020 16:30 Eins og örugglega allir Íslendingar vita þá vann Hildur Guðnadóttir Óskarsverðlaun í nótt, fyrst Íslendinga. Verðlaunin fékk hún fyrir tónlist við kvikmyndina Joker. Fyrir hafði okkar kona unnið öll verðlaun sem hún var tilnefnd til og þá líka fyrir tónsköpun sína við þættina Chernobyl. Óskarsverðlaunin eru nú líklegast talin þau allra virtustu og eftirsóttustu. Svo það er ekkert hægt að draga úr þeirri staðreynd að þjóðin er að springa úr stolti. Hildur hefur lagt mikla áherslu á að koma því að í viðtölum að velgegni hennar þessa dagana beintengist því að umræða síðastliðnu ára um að gefa konum fleiri tækifæri og pláss í kvikmyndaiðnaðinum. Í þakkarræðu sinni á Óskarsverðlaununum beindi hún orðum sínum af stúlkum, konum, mæðrum og dætrum þarna úti sem finna fyrir tónlistinni krauma innra með sér. Hvatti þær til að láta rödd sína óma því við þurfum að heyra hana. Þessar línur hafa vakið mikla athygli, ekki bara hér á okkar ástkæra ylhýra, heldur útum allan heim. Bara það að sjá Hildi Guðnadóttur vinna þessi verðlaun, öll þessi verðlaun, sem og segja þessi þýðingamiklu orð, er svo öflugt fræ í jafnréttisbaráttu kynjanna. Þetta mun hafa áhrif á stúlkur og ungar konur sem eru að læra á hljóðfæri. Hvort sem það er selló, bassa eða trommur. Eða bara hvað sem er. Það að sjá hana ganga sína sigurgöngu býr til pláss og sýn í hugarheimi framtíðarkynslóðar um að trúa því að geta gert það sama. Allavega skapað tónlist. Verið höfundur tónverks, lags eða texta. Síðast þegar ég vissi þá fengu konur greitt tæp 9% höfundarréttargjalda frá STEF. Sem þýðir að á móti 9 körlum þá er 1 kona sem hefur samið lag eða texta hér á landi. Einmitt. Landinu sem er oft talið vera jafnréttisparadís og trónir á toppum lista yfir slíka málaflokka. Ég efast ekki í eina mínútu um að Hildur Guðnadóttir sé að fara að hafa áhrif til hins betra og við förum að sjá þetta sorglega prósentuhlutfall breytast á næstu árum. „If you can see it, you can be it“ eða „Ef þú getur séð það, þá getur þú verið það“ á við um svo margt þegar það kemur að mannréttindabaráttunni allri. Margt hefur áunnist. Mjög margt er ennþá ábótavant. Ég trúi ennþá á að við náum að sigra og gera jafnréttið lóðrétt í allri sinni dýrð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Eins og örugglega allir Íslendingar vita þá vann Hildur Guðnadóttir Óskarsverðlaun í nótt, fyrst Íslendinga. Verðlaunin fékk hún fyrir tónlist við kvikmyndina Joker. Fyrir hafði okkar kona unnið öll verðlaun sem hún var tilnefnd til og þá líka fyrir tónsköpun sína við þættina Chernobyl. Óskarsverðlaunin eru nú líklegast talin þau allra virtustu og eftirsóttustu. Svo það er ekkert hægt að draga úr þeirri staðreynd að þjóðin er að springa úr stolti. Hildur hefur lagt mikla áherslu á að koma því að í viðtölum að velgegni hennar þessa dagana beintengist því að umræða síðastliðnu ára um að gefa konum fleiri tækifæri og pláss í kvikmyndaiðnaðinum. Í þakkarræðu sinni á Óskarsverðlaununum beindi hún orðum sínum af stúlkum, konum, mæðrum og dætrum þarna úti sem finna fyrir tónlistinni krauma innra með sér. Hvatti þær til að láta rödd sína óma því við þurfum að heyra hana. Þessar línur hafa vakið mikla athygli, ekki bara hér á okkar ástkæra ylhýra, heldur útum allan heim. Bara það að sjá Hildi Guðnadóttur vinna þessi verðlaun, öll þessi verðlaun, sem og segja þessi þýðingamiklu orð, er svo öflugt fræ í jafnréttisbaráttu kynjanna. Þetta mun hafa áhrif á stúlkur og ungar konur sem eru að læra á hljóðfæri. Hvort sem það er selló, bassa eða trommur. Eða bara hvað sem er. Það að sjá hana ganga sína sigurgöngu býr til pláss og sýn í hugarheimi framtíðarkynslóðar um að trúa því að geta gert það sama. Allavega skapað tónlist. Verið höfundur tónverks, lags eða texta. Síðast þegar ég vissi þá fengu konur greitt tæp 9% höfundarréttargjalda frá STEF. Sem þýðir að á móti 9 körlum þá er 1 kona sem hefur samið lag eða texta hér á landi. Einmitt. Landinu sem er oft talið vera jafnréttisparadís og trónir á toppum lista yfir slíka málaflokka. Ég efast ekki í eina mínútu um að Hildur Guðnadóttir sé að fara að hafa áhrif til hins betra og við förum að sjá þetta sorglega prósentuhlutfall breytast á næstu árum. „If you can see it, you can be it“ eða „Ef þú getur séð það, þá getur þú verið það“ á við um svo margt þegar það kemur að mannréttindabaráttunni allri. Margt hefur áunnist. Mjög margt er ennþá ábótavant. Ég trúi ennþá á að við náum að sigra og gera jafnréttið lóðrétt í allri sinni dýrð.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun