Áhyggjufull og minna á mikilvægi þess að reglum um sóttkví sé fylgt á Ísafirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. febrúar 2020 19:00 Aðstandendur langveikra barna eru áhyggjufullir um stöðu mála. Vísir/Sammi Nokkur reiði hefur blossað upp á Ísafirði í kjölfar þess að vakin var athygli á því á samfélagsmiðlum að einstaklingar í bænum sem væru í sóttkví hefðu ekki allir farið að fyrirmælum sóttvarnalæknis. Fólkið var á skíðum á Ítalíu og fóru tveir í einangrun en sýni hjá báðum reyndust neikvæð. Sjö eru í sóttkví sem stendur í bænum. Foreldrar langveiks barns voru meðal þeirra sem höfðu áhyggjur af því að ekki væri farið að ráðleggingum sóttvarnalæknis varðandi sóttkví. Vöktu þau athygli á áhyggjum sínum á samfélagsmiðlum þar sem fleiri aðstandendur langveikra barna tóku undir áhyggjurnar. Foreldrarnir vildu ekki ræða málið við Vísi og greinilegt að málið er nokkuð viðkvæmt í bænum. Segjast fá misvísandi skilaboð Fleiri hafa vakið athygli og hvatt fólk til að fara eftir leiðbeiningum og sinna samfélagsskyldu. Sóttkví sé til að verja aðra, ekki sjálfa sig. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma virðist viðkvæmara en aðrir fyrir kórónuveirunni. Samkvæmt heimildum Vísis segjast sumir þeirra sem eru í sóttkví fara í einu og öllu eftir ráðleggingum og tóku athugasemdunum því ekki vel. Einhverjir hafa þó borið fyrir sig að hafa fengið misvísandi skilaboð um hvernig standa eigi að sóttkví. Ítarlegar leiðbeiningar um heimasóttkví er að finna á heimasíðu Landlæknis en um er að ræða nokkuð íþyngjandi úrræði. Sóttkví stendur yfir í fjórtán daga frá síðustu mögulegu smitun. Einstaklingur í sóttkví á að halda sig heima við og hafa bein samskipti við sem fæsta einstaklinga. Hann má ekki fara út af heimilinu nema brýna nauðsyn beri til og hann má ekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru. Þá má einstaklingur í sóttkví ekki fara á mannamót eða út í búð en hann má fara í bíltúr á sínum einkabíl. Hann má þó ekki eiga samskipti við aðra í návígi í bíltúrnum, svo sem við bílalúgur veitingastaða. Göngutúr í lagi en halda sig frá fólki Þá má hann fara út á svalir eða í garð á heimili sínu en halda sig í 1-2 metra fjarlægð frá öðru fólki þar. Þá má hann fara í gönguferðir en halda sig í sömu fjarlægð frá fólki. Fólk á sama heimili sem var útsett fyrir sama smiti má vera saman í sóttkví. Hins vegar er æskilegt að aðilar á heimilinu sem hafa ekki verið útsettir fyrir smiti séu ekki á sama stað og þeir sem eru í sóttkví. Ef hjá því verður ekki komist á að koma í veg fyrir snertingu svo sem að sá í sóttkví noti sér baðherbergi og sofi í öðru herbergi. Ef sá sem er í sóttkví veikist þá þurfa hinir á heimilinu líka að fara í sóttkví. Hér má lesa ítarlegar leiðbeiningar varðandi heimasóttkví. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Tvö sýni reyndust neikvæð á Ísafirði Fimm einstaklingar eru í sóttkví á Ísafirði og voru tveir settir í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Sýni úr báðum reyndust neikvæð og hefur þeim verið sleppt úr einangrun. 27. febrúar 2020 19:27 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Sjá meira
Nokkur reiði hefur blossað upp á Ísafirði í kjölfar þess að vakin var athygli á því á samfélagsmiðlum að einstaklingar í bænum sem væru í sóttkví hefðu ekki allir farið að fyrirmælum sóttvarnalæknis. Fólkið var á skíðum á Ítalíu og fóru tveir í einangrun en sýni hjá báðum reyndust neikvæð. Sjö eru í sóttkví sem stendur í bænum. Foreldrar langveiks barns voru meðal þeirra sem höfðu áhyggjur af því að ekki væri farið að ráðleggingum sóttvarnalæknis varðandi sóttkví. Vöktu þau athygli á áhyggjum sínum á samfélagsmiðlum þar sem fleiri aðstandendur langveikra barna tóku undir áhyggjurnar. Foreldrarnir vildu ekki ræða málið við Vísi og greinilegt að málið er nokkuð viðkvæmt í bænum. Segjast fá misvísandi skilaboð Fleiri hafa vakið athygli og hvatt fólk til að fara eftir leiðbeiningum og sinna samfélagsskyldu. Sóttkví sé til að verja aðra, ekki sjálfa sig. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma virðist viðkvæmara en aðrir fyrir kórónuveirunni. Samkvæmt heimildum Vísis segjast sumir þeirra sem eru í sóttkví fara í einu og öllu eftir ráðleggingum og tóku athugasemdunum því ekki vel. Einhverjir hafa þó borið fyrir sig að hafa fengið misvísandi skilaboð um hvernig standa eigi að sóttkví. Ítarlegar leiðbeiningar um heimasóttkví er að finna á heimasíðu Landlæknis en um er að ræða nokkuð íþyngjandi úrræði. Sóttkví stendur yfir í fjórtán daga frá síðustu mögulegu smitun. Einstaklingur í sóttkví á að halda sig heima við og hafa bein samskipti við sem fæsta einstaklinga. Hann má ekki fara út af heimilinu nema brýna nauðsyn beri til og hann má ekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru. Þá má einstaklingur í sóttkví ekki fara á mannamót eða út í búð en hann má fara í bíltúr á sínum einkabíl. Hann má þó ekki eiga samskipti við aðra í návígi í bíltúrnum, svo sem við bílalúgur veitingastaða. Göngutúr í lagi en halda sig frá fólki Þá má hann fara út á svalir eða í garð á heimili sínu en halda sig í 1-2 metra fjarlægð frá öðru fólki þar. Þá má hann fara í gönguferðir en halda sig í sömu fjarlægð frá fólki. Fólk á sama heimili sem var útsett fyrir sama smiti má vera saman í sóttkví. Hins vegar er æskilegt að aðilar á heimilinu sem hafa ekki verið útsettir fyrir smiti séu ekki á sama stað og þeir sem eru í sóttkví. Ef hjá því verður ekki komist á að koma í veg fyrir snertingu svo sem að sá í sóttkví noti sér baðherbergi og sofi í öðru herbergi. Ef sá sem er í sóttkví veikist þá þurfa hinir á heimilinu líka að fara í sóttkví. Hér má lesa ítarlegar leiðbeiningar varðandi heimasóttkví.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Tvö sýni reyndust neikvæð á Ísafirði Fimm einstaklingar eru í sóttkví á Ísafirði og voru tveir settir í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Sýni úr báðum reyndust neikvæð og hefur þeim verið sleppt úr einangrun. 27. febrúar 2020 19:27 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51
Tvö sýni reyndust neikvæð á Ísafirði Fimm einstaklingar eru í sóttkví á Ísafirði og voru tveir settir í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Sýni úr báðum reyndust neikvæð og hefur þeim verið sleppt úr einangrun. 27. febrúar 2020 19:27
Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30