Tekst lærisveinum Solskjærs að hefna fyrir síðustu heimsókn sína á Goodison? Ísak Hallmundarson skrifar 29. febrúar 2020 23:30 Solskjær var ekki skemmt eftir síðustu heimsókn á Goodison vísir/getty Manchester United mætir Everton á Goodison Park á morgun. Það gekk ekki vel hjá United í síðustu heimsókn sinni þangað. Rauðu djöflarnir fengu stórskell þann 21. apríl á síðasta ári, 4-0, þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var meðal annars á skotskónnum. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Man Utd, rifjaði upp þennan leik í viðtali á fimmtudaginn: ,,Þetta var lágpunkturinn minn. Ég held að allir viti það og muni eftir þessu, þetta var algjör uppgjöf.‘‘ ,,Allt sem þú vildir ekki sjá sástu í þessum leik. Það var ekkert gott við okkar leik þennan dag.‘‘ Leikurinn á morgun verður fyrsta heimsókn United á Goodison Park síðan þeir fengu 4-0 skellinn. Romelu Lukaku og Ashley Young eru einu leikmennirnir sem tóku þátt í þeim leik sem hafa yfirgefið Manchester United. United hefur þó bætt við sig nokkrum lykilleikmönnum eins og Harry Maguire, Bruno Fernandes og Aaron Wan-Bissaka, en þá má gera ráð fyrir að þeir verði í byrjunarliðinu á morgun. Gengi þeirra rauðu hefur verið upp og ofan á tímabilinu, en eftir skelfilega frammistöðu í 0-2 tapi gegn Burnley á Old Trafford í janúar hefur leiðin legið upp á við. Í síðustu sjö leikjum sínum hefur United unnið fimm sinnum og gert tvö jafntefli, en í þeim leikjum hafa þeir skorað 18 mörk og aðeins fengið á sig eitt. Koma Bruno Fernandes til félagsins í lok janúar spilar ekki síst þar inn í, en hann hefur blásið lífi í sóknarleik liðsins og skorað tvö mörk og lagt upp tvö í síðustu fjórum leikjum. ,,Menningin, hugarfarið, liðsandinn, formið og jafnvel skilningur á milli leikmanna hefur orðið betri,‘‘ sagði Solskjær um gengi liðsins undanfarnar vikur. ,,Það er Man United eins og aðdáendurnir vilja sjá það. Mikill hreyfanleiki, ein til tvær snertingar, hlaup inn í teig, marktækifæri.‘‘ ,,Ég get sagt það frá hjartanu að ég er 100% viss um að strákarnir munu aldrei gefast upp eins og liðið gerði í leiknum í fyrra,‘‘ sagði Solskjær að lokum, sem hefur greinilega mikla trú á breyttu hugarfari í sínum hóp. Það verður áhugavert að sjá hvort United takist að hefna fyrir síðustu heimsókn sína til þeirra bláklæddu í Bítlaborginni á morgun. Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Manchester United mætir Everton á Goodison Park á morgun. Það gekk ekki vel hjá United í síðustu heimsókn sinni þangað. Rauðu djöflarnir fengu stórskell þann 21. apríl á síðasta ári, 4-0, þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var meðal annars á skotskónnum. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Man Utd, rifjaði upp þennan leik í viðtali á fimmtudaginn: ,,Þetta var lágpunkturinn minn. Ég held að allir viti það og muni eftir þessu, þetta var algjör uppgjöf.‘‘ ,,Allt sem þú vildir ekki sjá sástu í þessum leik. Það var ekkert gott við okkar leik þennan dag.‘‘ Leikurinn á morgun verður fyrsta heimsókn United á Goodison Park síðan þeir fengu 4-0 skellinn. Romelu Lukaku og Ashley Young eru einu leikmennirnir sem tóku þátt í þeim leik sem hafa yfirgefið Manchester United. United hefur þó bætt við sig nokkrum lykilleikmönnum eins og Harry Maguire, Bruno Fernandes og Aaron Wan-Bissaka, en þá má gera ráð fyrir að þeir verði í byrjunarliðinu á morgun. Gengi þeirra rauðu hefur verið upp og ofan á tímabilinu, en eftir skelfilega frammistöðu í 0-2 tapi gegn Burnley á Old Trafford í janúar hefur leiðin legið upp á við. Í síðustu sjö leikjum sínum hefur United unnið fimm sinnum og gert tvö jafntefli, en í þeim leikjum hafa þeir skorað 18 mörk og aðeins fengið á sig eitt. Koma Bruno Fernandes til félagsins í lok janúar spilar ekki síst þar inn í, en hann hefur blásið lífi í sóknarleik liðsins og skorað tvö mörk og lagt upp tvö í síðustu fjórum leikjum. ,,Menningin, hugarfarið, liðsandinn, formið og jafnvel skilningur á milli leikmanna hefur orðið betri,‘‘ sagði Solskjær um gengi liðsins undanfarnar vikur. ,,Það er Man United eins og aðdáendurnir vilja sjá það. Mikill hreyfanleiki, ein til tvær snertingar, hlaup inn í teig, marktækifæri.‘‘ ,,Ég get sagt það frá hjartanu að ég er 100% viss um að strákarnir munu aldrei gefast upp eins og liðið gerði í leiknum í fyrra,‘‘ sagði Solskjær að lokum, sem hefur greinilega mikla trú á breyttu hugarfari í sínum hóp. Það verður áhugavert að sjá hvort United takist að hefna fyrir síðustu heimsókn sína til þeirra bláklæddu í Bítlaborginni á morgun.
Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira