Málum Zuism gegn ríkinu lokið en rannsókn heldur áfram Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2020 09:00 Bræðurnir Ágúst Arnar (t.h.) og Einar Ágústssynir (t.h.) eru einu skráðu stjórnarmenn trúfélagsins Zuism. Vísir Trúfélagið Zuism áfrýjaði ekki dómi um að eftirlitsstofnun hafi verið heimilt að stöðva greiðslur sóknargjalda til þess og er málum þess gegn íslenska ríkinu nú lokið. Rannsókn héraðssaksóknara á fjármálum félagsins heldur aftur á móti áfram og er sögð vel á veg komin. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkinu í vil í máli sem Zuism höfðaði vegna þess að sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trúfélaga, stöðvaði greiðslur sóknargjalda til þess í byrjun árs í fyrra. Greiðslurnar voru stöðvaðar vegna efasemda sýslumanns um að Zuism uppfyllti skilyrði laga og að raunveruleg starfsemi færi fram á vegum þess. Greiðslustöðvunin stendur enn. Gunnar Egill Egilsson, lögmaður Zuism, staðfesti við Vísi í síðasta mánuði að félagið hafi ekki áfrýjað niðurstöðunni. Málum félagsins gegn ríkinu sé nú öllum lokið. Zuism stefndi ríkinu einnig til greiðslu á dráttarvöxtum vegna sóknargjalda sem var haldið eftir árið 2017 en tapaði málinu í héraði í nóvember. Óvissa ríkir um framtíð Zuism, sem um 1.600 manns tilheyrðu í fyrra samkvæmt tölum Hagstofunnar, í kjölfar lykta dómsmálanna. Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, sagði Mbl.is í desember að hann ætlaði að slíta félaginu og deila um fimmtíu milljóna króna eignum þess til félagsmanna sem teldu sig eiga inni sóknargjöld hjá því þegar dómsmálinu gegn ríkinu lyki. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra segir að engin tilkynning um fyrirhuguð slit Zuism hafi borist embættinu né nokkur önnur samskipti af hálfu Ágústs Arnars eða annarra mögulega forsvarsmanna félagsins. Gunnar Egill gat ekki svarað spurningum um hvort til stæði að slíta Zuism. Engar tilkynningar frá stjórnendum Zuism hafa birst á vefsíðu eða Facebook-síðu félagsins eftir að dómurinn féll í janúar. Nýjasta færslan á vefsíðu Zuism er frá því í febrúar í fyrra um að Ágúst Arnar hefði ákveðið að stíga til hliðar. Hann sneri þeirri ákvörðun við ekki löngu síðar eftir að í ljós kom að sýslumaður hafði látið stöðva greiðslur sóknargjalda til félagsins. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, getur lítið tjáð um rannsóknina á ZuismVísir/Vilhelm Verulegar athugasemdir við ársreikning Embætti héraðssaksóknara hefur haft fjármál Zuism til rannsóknar frá því seint á síðasta ári. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, sagði Vísi um miðjan febrúar að rannsókninni sé ekki lokið en hún sé komin nokkuð vel á veg. Hann vildi ekki tjá sig frekar um að hverju rannsóknin beindist í frekari smáatriðum. Mikil leynd hefur hvílt yfir fjármálum Zuism sem hefur þegið tugi milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda frá því að þúsundir landsmanna gengu í félagið í kjölfar loforða þáverandi stjórnenda þess um endurgreiðslur á sóknargjöldum til félagsmanna. Ágúst Arnar hefur aldrei viljað upplýsa um umfang endurgreiðslnanna opinberlega. Í skýrslu sem hann sendi sýslumanni þegar hann reyndi að sannfæra embættið um að aflétta stöðvun sóknargjalda síðasta haust kom fram að innan við 5% sóknargjalda sem Zuism fékk frá ríkinu árið 2017 hafi verið endurgreidd. Ársreikningurinn var aðeins undirritaður af Ágústi Arnari sjálfum og var ekki yfirfarinn af endurskoðanda. Sjá einnig: Zuism endurgreiddi innan við 5% sóknargjalda og lánaði tengdum aðilum milljónir Þegar dómari dæmdi ríkinu í vil í málinu um sóknargjöldin í desember gerði hann verulegar athugasemdir við þennan ársreikning, ekki síst níu milljóna króna lán til tengdra aðila sem engar frekari skýringar voru gefnar á. Í ársreikningnum kom einnig fram milljónakostnaður við aðkeypta þjónustu og viðburði þrátt fyrir að rökstuddar efasemdir hafi komið fram um að raunveruleg starfsemi fari fram á vegum Zuism. Ólafur Þór gat ekki tjáð sig um hvort að lánið til tengdra aðila eða lágt hlutfall endurgreiðslna á sóknargjöldum væri á meðal þess sem rannsókn embættis hans beindist að. Ekki náðist í Ágúst Arnar við vinnslu fréttarinnar.Fréttin hefur verið uppfærð. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Héraðssaksóknari rannsakar fjárreiður Zuism Ekki hefur verið greint áður frá því að embættið hafi fjármál félagsins til rannsóknar, þó að málefni þess hafi verið ítarlega til umfjöllunar í fjölmiðlum. 7. desember 2019 07:00 „Lögfræðilegum loftfimleikum“ beitt gegn Zuism á barmi þrots Lögmaður trúfélagsins Zuism hélt áfram uppi alvarlegum ásökunum á hendur starfsmanni sýslumannsins á Norðurlandi eystra við aðalmeðferð máls félagsins á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. desember 2019 11:45 Zúistar fá ekki milljónir króna frá íslenska ríkinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfu trúfélagsins Zuism um vangoldin sóknargjöld til félagsins. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfa tímanum. Málskostnaður var felldur niður. Forsvarsmenn trúfélagsins voru ekki viðstaddir dómsuppkvaðninguna. 15. janúar 2020 11:55 Zuism endurgreiddi innan við 5% sóknargjalda og lánaði tengdum aðilum milljónir Í ársreikningi fyrir árið 2017 sem forstöðumaður Zuism skrifaði undir kemur fram að félagið hafi lánað tengdum aðilum níu milljónir króna. 16. janúar 2020 09:15 Forstöðumaður Zuism orðinn þreyttur á stríði við yfirvöld "Ég er búinn að fá nóg, ég er búinn að eiga í þessum slag og standa einn í þessum slag fyrir félaga mína og búinn að bjóða þeim öllum að fá borgað ef þeir vilja fá borgað og nú munu þeir aftur geta fengið borgað, ef þeir telja sig hafa misst af,“ segir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélagsins Zuism. 15. desember 2019 14:02 Zuism „málamyndafélagsskapur“ til að komast yfir fé skattgreiðenda Ríkislögmaður telur verulegan vafa leika á því hvort trúfélagið Zuism sé starfandi sem slíkt. Ríkið sé enn að reyna að afla upplýsinga um starfsemi félagsins, sem erfiðlega hafi gengið að fá afhentar. 5. desember 2019 14:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Trúfélagið Zuism áfrýjaði ekki dómi um að eftirlitsstofnun hafi verið heimilt að stöðva greiðslur sóknargjalda til þess og er málum þess gegn íslenska ríkinu nú lokið. Rannsókn héraðssaksóknara á fjármálum félagsins heldur aftur á móti áfram og er sögð vel á veg komin. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkinu í vil í máli sem Zuism höfðaði vegna þess að sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trúfélaga, stöðvaði greiðslur sóknargjalda til þess í byrjun árs í fyrra. Greiðslurnar voru stöðvaðar vegna efasemda sýslumanns um að Zuism uppfyllti skilyrði laga og að raunveruleg starfsemi færi fram á vegum þess. Greiðslustöðvunin stendur enn. Gunnar Egill Egilsson, lögmaður Zuism, staðfesti við Vísi í síðasta mánuði að félagið hafi ekki áfrýjað niðurstöðunni. Málum félagsins gegn ríkinu sé nú öllum lokið. Zuism stefndi ríkinu einnig til greiðslu á dráttarvöxtum vegna sóknargjalda sem var haldið eftir árið 2017 en tapaði málinu í héraði í nóvember. Óvissa ríkir um framtíð Zuism, sem um 1.600 manns tilheyrðu í fyrra samkvæmt tölum Hagstofunnar, í kjölfar lykta dómsmálanna. Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, sagði Mbl.is í desember að hann ætlaði að slíta félaginu og deila um fimmtíu milljóna króna eignum þess til félagsmanna sem teldu sig eiga inni sóknargjöld hjá því þegar dómsmálinu gegn ríkinu lyki. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra segir að engin tilkynning um fyrirhuguð slit Zuism hafi borist embættinu né nokkur önnur samskipti af hálfu Ágústs Arnars eða annarra mögulega forsvarsmanna félagsins. Gunnar Egill gat ekki svarað spurningum um hvort til stæði að slíta Zuism. Engar tilkynningar frá stjórnendum Zuism hafa birst á vefsíðu eða Facebook-síðu félagsins eftir að dómurinn féll í janúar. Nýjasta færslan á vefsíðu Zuism er frá því í febrúar í fyrra um að Ágúst Arnar hefði ákveðið að stíga til hliðar. Hann sneri þeirri ákvörðun við ekki löngu síðar eftir að í ljós kom að sýslumaður hafði látið stöðva greiðslur sóknargjalda til félagsins. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, getur lítið tjáð um rannsóknina á ZuismVísir/Vilhelm Verulegar athugasemdir við ársreikning Embætti héraðssaksóknara hefur haft fjármál Zuism til rannsóknar frá því seint á síðasta ári. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, sagði Vísi um miðjan febrúar að rannsókninni sé ekki lokið en hún sé komin nokkuð vel á veg. Hann vildi ekki tjá sig frekar um að hverju rannsóknin beindist í frekari smáatriðum. Mikil leynd hefur hvílt yfir fjármálum Zuism sem hefur þegið tugi milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda frá því að þúsundir landsmanna gengu í félagið í kjölfar loforða þáverandi stjórnenda þess um endurgreiðslur á sóknargjöldum til félagsmanna. Ágúst Arnar hefur aldrei viljað upplýsa um umfang endurgreiðslnanna opinberlega. Í skýrslu sem hann sendi sýslumanni þegar hann reyndi að sannfæra embættið um að aflétta stöðvun sóknargjalda síðasta haust kom fram að innan við 5% sóknargjalda sem Zuism fékk frá ríkinu árið 2017 hafi verið endurgreidd. Ársreikningurinn var aðeins undirritaður af Ágústi Arnari sjálfum og var ekki yfirfarinn af endurskoðanda. Sjá einnig: Zuism endurgreiddi innan við 5% sóknargjalda og lánaði tengdum aðilum milljónir Þegar dómari dæmdi ríkinu í vil í málinu um sóknargjöldin í desember gerði hann verulegar athugasemdir við þennan ársreikning, ekki síst níu milljóna króna lán til tengdra aðila sem engar frekari skýringar voru gefnar á. Í ársreikningnum kom einnig fram milljónakostnaður við aðkeypta þjónustu og viðburði þrátt fyrir að rökstuddar efasemdir hafi komið fram um að raunveruleg starfsemi fari fram á vegum Zuism. Ólafur Þór gat ekki tjáð sig um hvort að lánið til tengdra aðila eða lágt hlutfall endurgreiðslna á sóknargjöldum væri á meðal þess sem rannsókn embættis hans beindist að. Ekki náðist í Ágúst Arnar við vinnslu fréttarinnar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Héraðssaksóknari rannsakar fjárreiður Zuism Ekki hefur verið greint áður frá því að embættið hafi fjármál félagsins til rannsóknar, þó að málefni þess hafi verið ítarlega til umfjöllunar í fjölmiðlum. 7. desember 2019 07:00 „Lögfræðilegum loftfimleikum“ beitt gegn Zuism á barmi þrots Lögmaður trúfélagsins Zuism hélt áfram uppi alvarlegum ásökunum á hendur starfsmanni sýslumannsins á Norðurlandi eystra við aðalmeðferð máls félagsins á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. desember 2019 11:45 Zúistar fá ekki milljónir króna frá íslenska ríkinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfu trúfélagsins Zuism um vangoldin sóknargjöld til félagsins. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfa tímanum. Málskostnaður var felldur niður. Forsvarsmenn trúfélagsins voru ekki viðstaddir dómsuppkvaðninguna. 15. janúar 2020 11:55 Zuism endurgreiddi innan við 5% sóknargjalda og lánaði tengdum aðilum milljónir Í ársreikningi fyrir árið 2017 sem forstöðumaður Zuism skrifaði undir kemur fram að félagið hafi lánað tengdum aðilum níu milljónir króna. 16. janúar 2020 09:15 Forstöðumaður Zuism orðinn þreyttur á stríði við yfirvöld "Ég er búinn að fá nóg, ég er búinn að eiga í þessum slag og standa einn í þessum slag fyrir félaga mína og búinn að bjóða þeim öllum að fá borgað ef þeir vilja fá borgað og nú munu þeir aftur geta fengið borgað, ef þeir telja sig hafa misst af,“ segir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélagsins Zuism. 15. desember 2019 14:02 Zuism „málamyndafélagsskapur“ til að komast yfir fé skattgreiðenda Ríkislögmaður telur verulegan vafa leika á því hvort trúfélagið Zuism sé starfandi sem slíkt. Ríkið sé enn að reyna að afla upplýsinga um starfsemi félagsins, sem erfiðlega hafi gengið að fá afhentar. 5. desember 2019 14:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Héraðssaksóknari rannsakar fjárreiður Zuism Ekki hefur verið greint áður frá því að embættið hafi fjármál félagsins til rannsóknar, þó að málefni þess hafi verið ítarlega til umfjöllunar í fjölmiðlum. 7. desember 2019 07:00
„Lögfræðilegum loftfimleikum“ beitt gegn Zuism á barmi þrots Lögmaður trúfélagsins Zuism hélt áfram uppi alvarlegum ásökunum á hendur starfsmanni sýslumannsins á Norðurlandi eystra við aðalmeðferð máls félagsins á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. desember 2019 11:45
Zúistar fá ekki milljónir króna frá íslenska ríkinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfu trúfélagsins Zuism um vangoldin sóknargjöld til félagsins. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfa tímanum. Málskostnaður var felldur niður. Forsvarsmenn trúfélagsins voru ekki viðstaddir dómsuppkvaðninguna. 15. janúar 2020 11:55
Zuism endurgreiddi innan við 5% sóknargjalda og lánaði tengdum aðilum milljónir Í ársreikningi fyrir árið 2017 sem forstöðumaður Zuism skrifaði undir kemur fram að félagið hafi lánað tengdum aðilum níu milljónir króna. 16. janúar 2020 09:15
Forstöðumaður Zuism orðinn þreyttur á stríði við yfirvöld "Ég er búinn að fá nóg, ég er búinn að eiga í þessum slag og standa einn í þessum slag fyrir félaga mína og búinn að bjóða þeim öllum að fá borgað ef þeir vilja fá borgað og nú munu þeir aftur geta fengið borgað, ef þeir telja sig hafa misst af,“ segir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélagsins Zuism. 15. desember 2019 14:02
Zuism „málamyndafélagsskapur“ til að komast yfir fé skattgreiðenda Ríkislögmaður telur verulegan vafa leika á því hvort trúfélagið Zuism sé starfandi sem slíkt. Ríkið sé enn að reyna að afla upplýsinga um starfsemi félagsins, sem erfiðlega hafi gengið að fá afhentar. 5. desember 2019 14:00