Beinið brotnað ef ég hefði haldið áfram | Guðbjörg stefnir hátt í sumar Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2020 07:00 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sló Íslandsmetin í 100 og 200 metra hlaupi í fyrra og vill gera það sama í ár. mynd/frí Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Íslandsmethafi í 100 og 200 metra hlaupi, ætlar ekki að láta ristarmeiðsli stöðva sig í að ná markmiðum sínum á hlaupabrautinni í sumar. Guðbjörg Jóna er nú með myndarlega spelku utan um annan fótinn, eftir að hafa verið á hækjum síðustu tvær vikur, en hún losnar við umbúðirnar eftir mánuð. Meiðsli hennar stafa af beinbjúg í ristinni sem hún varð að bregðast við í kjölfar þess að hún vann til þrennra gullverðlauna á Reykjavíkurleikunum í byrjun þessa mánaðar. „Eftir Reykjavíkurleikana var ég komin með þokkalegan verk í ristina. Þá kíkti ég til sjúkraþjálfara sem sendi mig beint í myndatöku, og þá kom í ljós að ég er með beinbjúg í ristinni. Ég er búin að vera á hækjum í tvær vikur og er núna í svona „walking boot“ í fjórar. Þetta er alls ekki langur tími og ég er bara að hlaupa í sundi og gera þrekæfingar á meðan. Ég kem miklu sterkari tilbaka fyrir vikið held ég. Ég verð bara að passa mig að byrja varlega og síðan má ég hlaupa eitthvað í æfingabúðunum um páskana,“ segir Guðbjörg Jóna sem fer með liði ÍR til Spánar um páskana. Hún missti af Meistaramóti Íslands um síðustu helgi vegna meiðslanna. View this post on Instagram Get ekki beðið eftir því að hætta að hlaupa í sundi og fara á brautina! Næst á dagskrá er að negla á sumartímabilið A post shared by Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (@gudbjorgjonaa) on Feb 24, 2020 at 1:05pm PST Hún segir meiðslin í raun ekki hafa truflað sig á Reykjavíkurleikunum: „Þetta var bara allt í lagi, ég fann ekkert fyrir þessu nema um kvöldið og daginn eftir. Ég finn alls engan sársauka núna. Ég ákvað að segja stopp og taka ekki neina áhættu. Ef ég hefði haldið áfram þá hefði beinið líklegast brotnað og þá hefði sumarið verið farið,“ segir ÍR-ingurinn og bætir við: „Ég stefni ennþá á að bæta metin mín enn frekar í 100 og 200 metra hlaupi í sumar. Síðan er líka HM U20, þar sem ég er komin inn, og EM fullorðinna sem ég stefni á að ná lágmarki fyrir.“ Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Guðbjörg bætti tveggja tíma gamalt Íslandsmet Tiönu Stelpurnar að hlaupa frábærlega í Þýskalandi. 29. júní 2019 16:15 Guðbjörg Jóna jafnaði sitt eigið met og Kristján Viggó bætti 23 ára gamalt met ÍR-ingurinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir jafnaði eigin aldursflokkamet í 200 metra hlaupi kvenna á Stórmóti ÍR í dag þegar hún hljóp á 24,05 sekúndum. Það var ekki eina aldursflokkametið á mótinu. 19. janúar 2020 16:50 Guðbjörg Jóna með þrjú gullverðlaun á Reykjavíkurleikunum Frjálsíþróttakonan efnilega, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, gerði sér lítið fyrir og náði í þrjú gull á Reykjavíkurleikunum í dag. 2. febrúar 2020 18:12 Þessi fengu atkvæði í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019 Alls fengu 24 íþróttamenn stig í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. 28. desember 2019 21:15 Guðbjörg og Hilmar frjálsíþróttafólk ársins Kjörið var kunngjört í gærkvöldi. 23. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Sjá meira
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Íslandsmethafi í 100 og 200 metra hlaupi, ætlar ekki að láta ristarmeiðsli stöðva sig í að ná markmiðum sínum á hlaupabrautinni í sumar. Guðbjörg Jóna er nú með myndarlega spelku utan um annan fótinn, eftir að hafa verið á hækjum síðustu tvær vikur, en hún losnar við umbúðirnar eftir mánuð. Meiðsli hennar stafa af beinbjúg í ristinni sem hún varð að bregðast við í kjölfar þess að hún vann til þrennra gullverðlauna á Reykjavíkurleikunum í byrjun þessa mánaðar. „Eftir Reykjavíkurleikana var ég komin með þokkalegan verk í ristina. Þá kíkti ég til sjúkraþjálfara sem sendi mig beint í myndatöku, og þá kom í ljós að ég er með beinbjúg í ristinni. Ég er búin að vera á hækjum í tvær vikur og er núna í svona „walking boot“ í fjórar. Þetta er alls ekki langur tími og ég er bara að hlaupa í sundi og gera þrekæfingar á meðan. Ég kem miklu sterkari tilbaka fyrir vikið held ég. Ég verð bara að passa mig að byrja varlega og síðan má ég hlaupa eitthvað í æfingabúðunum um páskana,“ segir Guðbjörg Jóna sem fer með liði ÍR til Spánar um páskana. Hún missti af Meistaramóti Íslands um síðustu helgi vegna meiðslanna. View this post on Instagram Get ekki beðið eftir því að hætta að hlaupa í sundi og fara á brautina! Næst á dagskrá er að negla á sumartímabilið A post shared by Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (@gudbjorgjonaa) on Feb 24, 2020 at 1:05pm PST Hún segir meiðslin í raun ekki hafa truflað sig á Reykjavíkurleikunum: „Þetta var bara allt í lagi, ég fann ekkert fyrir þessu nema um kvöldið og daginn eftir. Ég finn alls engan sársauka núna. Ég ákvað að segja stopp og taka ekki neina áhættu. Ef ég hefði haldið áfram þá hefði beinið líklegast brotnað og þá hefði sumarið verið farið,“ segir ÍR-ingurinn og bætir við: „Ég stefni ennþá á að bæta metin mín enn frekar í 100 og 200 metra hlaupi í sumar. Síðan er líka HM U20, þar sem ég er komin inn, og EM fullorðinna sem ég stefni á að ná lágmarki fyrir.“
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Guðbjörg bætti tveggja tíma gamalt Íslandsmet Tiönu Stelpurnar að hlaupa frábærlega í Þýskalandi. 29. júní 2019 16:15 Guðbjörg Jóna jafnaði sitt eigið met og Kristján Viggó bætti 23 ára gamalt met ÍR-ingurinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir jafnaði eigin aldursflokkamet í 200 metra hlaupi kvenna á Stórmóti ÍR í dag þegar hún hljóp á 24,05 sekúndum. Það var ekki eina aldursflokkametið á mótinu. 19. janúar 2020 16:50 Guðbjörg Jóna með þrjú gullverðlaun á Reykjavíkurleikunum Frjálsíþróttakonan efnilega, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, gerði sér lítið fyrir og náði í þrjú gull á Reykjavíkurleikunum í dag. 2. febrúar 2020 18:12 Þessi fengu atkvæði í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019 Alls fengu 24 íþróttamenn stig í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. 28. desember 2019 21:15 Guðbjörg og Hilmar frjálsíþróttafólk ársins Kjörið var kunngjört í gærkvöldi. 23. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Sjá meira
Guðbjörg bætti tveggja tíma gamalt Íslandsmet Tiönu Stelpurnar að hlaupa frábærlega í Þýskalandi. 29. júní 2019 16:15
Guðbjörg Jóna jafnaði sitt eigið met og Kristján Viggó bætti 23 ára gamalt met ÍR-ingurinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir jafnaði eigin aldursflokkamet í 200 metra hlaupi kvenna á Stórmóti ÍR í dag þegar hún hljóp á 24,05 sekúndum. Það var ekki eina aldursflokkametið á mótinu. 19. janúar 2020 16:50
Guðbjörg Jóna með þrjú gullverðlaun á Reykjavíkurleikunum Frjálsíþróttakonan efnilega, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, gerði sér lítið fyrir og náði í þrjú gull á Reykjavíkurleikunum í dag. 2. febrúar 2020 18:12
Þessi fengu atkvæði í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019 Alls fengu 24 íþróttamenn stig í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. 28. desember 2019 21:15
Guðbjörg og Hilmar frjálsíþróttafólk ársins Kjörið var kunngjört í gærkvöldi. 23. nóvember 2019 21:00