Enski boltinn

„Coutin­ho-klásúlan“ gæti hækkað verðið á Mane upp í 225 milljónir punda

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sadio Mane hefur verið orðaður við Barcelona en Coutinho, sem er samningsbundinn Barcelona, er nú á láni hjá Bayern Munchen.
Sadio Mane hefur verið orðaður við Barcelona en Coutinho, sem er samningsbundinn Barcelona, er nú á láni hjá Bayern Munchen. vísir/getty

Ætli Barcelona sér að kaupa Sadio Mane, framherja Liverpool í sumar, þarf spænski risinn heldur betur að rífa upp veskið í sumar ef marka má nýjustu fréttir.

Barcelona keypti Philippe Coutinho frá Liverpool árið 2018. Liverpool fékk allt í allt 142 milljónir punda fyrir Brassann en þeir settu einnig klásúlu í samninginn sem gæti komið að góðum notum í sumar.

Spænska liðið hafði þá fengið Coutinho, Javier Mascherano og Luis Suarez alla frá Liverpool og Englendingarnir voru orðnir þreyttir á því hversu góðum kjörum Börsungarnir fengu leikmenn sína.







Þeir settu því klásúlu í samninginn. Þar stendur að Barcelona þurfi að borga 89 milljónir punda í aukakostnað við leikmann Liverpool. Það er að segja ef Mane kostar 135 milljónir punda þá bætist 89 milljónir við verðið.

Bæði Salah og Mane eru taldir samkvæmt Transfermarkt kosta 135 milljónir punda svo ætli Börsungar sér að fá þessa leikmenn í sumar þurfa þeir heldur betur að opna veskið.

Þessi klásúla dettur þó úr gildi árið 2021 og spurningin er hvort að Börsungar tími að eyða svona miklum peningum í einn leikmann þegar svona stuttur tími er eftir af samningnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×