Guðni og Eliza í opinbera heimsókn til Póllands Atli Ísleifsson skrifar 25. febrúar 2020 14:31 Eliza og Guðni halda til Póllands á mánudag. Getty Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid halda í opinbera heimsókn til Póllands næstkomandi mánudag. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að með í för verði Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, ásamt sendinefnd sem í eru fulltrúar ráðuneyta, fræðasamfélags, Íslandsstofu og embættis forseta. Heimsóknin mun formlega hefjast með móttökuathöfn við forsetahöllina í Varsjá að morgni þriðjudagsins 3. mars og í kjölfarið munu forsetarnir og sendinefndir þeirra eiga fund. Þá undirriti menntamálaráðherrar landanna minnisblað um aukið samstarf á sviði menntunar og að því loknu munu forsetarnir ræða við fulltrúa fjölmiðla. Leggur blómsveig að gröf óþekkta hermannsins „Frá forsetahöllinni verður farið að Pilsudski torgi í miðborg Varsjár þar sem forseti Íslands mun leggja blómsveig að gröf óþekkta hermannsins. Síðan verður haldið á ráðstefnu um styrki Evrópska efnahagssvæðisins til verkefna á sviði umhverfis, orku og loftslagsbreytinga og munu forsetarnir ávarpa gesti þar. Í kjölfarið fer forseti Íslands ásamt sendinefnd á fund Elzbieta Witek, forseta pólska þingsins, og um kvöldið bjóða pólsku forsetahjónin til hátíðarkvöldverðar. Meðal viðburða í dagskrá frú Elizu Reid er heimsókn í Alþjóðamiðstöð heyrnleysingja í Kajetany; síðar um daginn mun hún heimsækja starfsstöð Marels í Varsjá og ávarpa ráðstefnu Frumkvöðlaseturs kvenna sem stendur fyrir stuðningsneti fyrir konur í atvinnulífinu og fjármögnun sprotafyrirtækja. Miðvikudaginn 4. mars heimsækja forsetahjón Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu) í Varsjá þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, framkvæmdastjóri skrifstofunnar, tekur á móti gestunum. Þar mun forseti flytja ávarp með yfirskriftinni „The struggle for a common past and future: Universal values and national interests“ og ræða við starfsmenn og aðra gesti. Því næst heldur hann til fundar við Marcin Palys, rektor Háskólans í Varsjá, og flytur í framhaldinu fyrirlestur við skólann sem fjallar um hvernig sagan er notuð og oft misnotuð í pólitískum tilgangi. Titill fyrirlestrarins er „Defending Asgard, independence and human rights: The use of history in current affairs.““ Andrzej Duda er forseti Póllands.Getty Til Gdansk Ennfremur segir að síðdegis á miðvikudag komi forsetahjónin og sendinefnd forseta til hafnarborgarinnar Gdansk sem sé mikil samgöngu- og viðskiptamiðstöð og Íslendingum að góðu kunn. „Forseti mun leggja blómsveig að minnismerki um verkamenn sem felldir voru í mótmælagöngu í desember 1970. Þá mun hann eiga fund með ríkisstjóra Pommernhéraðs, Dariusz Drelich, og heimsækja að því loknu Samstöðusafnið, European Solidarity Centre, og skoða þar sýningu. Forseti mun eiga fund í bókhlöðu safnsins með Aleksöndru Dulkiewicz, borgarstjóra Gdansk, og embættismönnum. Loks bjóða forsetahjónin til móttöku fyrir gestgjafa sína og aðra í ævagamalli kauphöll í miðborginni, Arthus Court. Á fimmtudaginn mun forseti meðal annars skoða nýtt hafrannsóknaskip sem er í eigu Háskólans í Gdansk, skoða frystimiðstöð fyrir sjávarafurðir og heimsækja rannsóknarstofu þar sem haffærni skipa er rannsökuð með tilliti til sjólags og vinda. Þá mun forseti ávarpa málstofu íslenskra og pólskra fyrirtækja á sviði sjávarútvegs- og matvinnslutækni og lýkur dagskránni svo með heimsókn í safn sem helgað er aðdraganda og hörmungum heimsstyrjaldarinnar síðari. Auk þess að taka þátt í flestum þáttum dagskrár forseta í Gdansk mun frú Eliza Reid eiga fund með fulltrúum samtaka sem vinna gegn félagslegri mismunun og samtaka sem styðja við flóttamenn og innflytjendur,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands Íslendingar erlendis Pólland Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid halda í opinbera heimsókn til Póllands næstkomandi mánudag. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að með í för verði Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, ásamt sendinefnd sem í eru fulltrúar ráðuneyta, fræðasamfélags, Íslandsstofu og embættis forseta. Heimsóknin mun formlega hefjast með móttökuathöfn við forsetahöllina í Varsjá að morgni þriðjudagsins 3. mars og í kjölfarið munu forsetarnir og sendinefndir þeirra eiga fund. Þá undirriti menntamálaráðherrar landanna minnisblað um aukið samstarf á sviði menntunar og að því loknu munu forsetarnir ræða við fulltrúa fjölmiðla. Leggur blómsveig að gröf óþekkta hermannsins „Frá forsetahöllinni verður farið að Pilsudski torgi í miðborg Varsjár þar sem forseti Íslands mun leggja blómsveig að gröf óþekkta hermannsins. Síðan verður haldið á ráðstefnu um styrki Evrópska efnahagssvæðisins til verkefna á sviði umhverfis, orku og loftslagsbreytinga og munu forsetarnir ávarpa gesti þar. Í kjölfarið fer forseti Íslands ásamt sendinefnd á fund Elzbieta Witek, forseta pólska þingsins, og um kvöldið bjóða pólsku forsetahjónin til hátíðarkvöldverðar. Meðal viðburða í dagskrá frú Elizu Reid er heimsókn í Alþjóðamiðstöð heyrnleysingja í Kajetany; síðar um daginn mun hún heimsækja starfsstöð Marels í Varsjá og ávarpa ráðstefnu Frumkvöðlaseturs kvenna sem stendur fyrir stuðningsneti fyrir konur í atvinnulífinu og fjármögnun sprotafyrirtækja. Miðvikudaginn 4. mars heimsækja forsetahjón Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu) í Varsjá þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, framkvæmdastjóri skrifstofunnar, tekur á móti gestunum. Þar mun forseti flytja ávarp með yfirskriftinni „The struggle for a common past and future: Universal values and national interests“ og ræða við starfsmenn og aðra gesti. Því næst heldur hann til fundar við Marcin Palys, rektor Háskólans í Varsjá, og flytur í framhaldinu fyrirlestur við skólann sem fjallar um hvernig sagan er notuð og oft misnotuð í pólitískum tilgangi. Titill fyrirlestrarins er „Defending Asgard, independence and human rights: The use of history in current affairs.““ Andrzej Duda er forseti Póllands.Getty Til Gdansk Ennfremur segir að síðdegis á miðvikudag komi forsetahjónin og sendinefnd forseta til hafnarborgarinnar Gdansk sem sé mikil samgöngu- og viðskiptamiðstöð og Íslendingum að góðu kunn. „Forseti mun leggja blómsveig að minnismerki um verkamenn sem felldir voru í mótmælagöngu í desember 1970. Þá mun hann eiga fund með ríkisstjóra Pommernhéraðs, Dariusz Drelich, og heimsækja að því loknu Samstöðusafnið, European Solidarity Centre, og skoða þar sýningu. Forseti mun eiga fund í bókhlöðu safnsins með Aleksöndru Dulkiewicz, borgarstjóra Gdansk, og embættismönnum. Loks bjóða forsetahjónin til móttöku fyrir gestgjafa sína og aðra í ævagamalli kauphöll í miðborginni, Arthus Court. Á fimmtudaginn mun forseti meðal annars skoða nýtt hafrannsóknaskip sem er í eigu Háskólans í Gdansk, skoða frystimiðstöð fyrir sjávarafurðir og heimsækja rannsóknarstofu þar sem haffærni skipa er rannsökuð með tilliti til sjólags og vinda. Þá mun forseti ávarpa málstofu íslenskra og pólskra fyrirtækja á sviði sjávarútvegs- og matvinnslutækni og lýkur dagskránni svo með heimsókn í safn sem helgað er aðdraganda og hörmungum heimsstyrjaldarinnar síðari. Auk þess að taka þátt í flestum þáttum dagskrár forseta í Gdansk mun frú Eliza Reid eiga fund með fulltrúum samtaka sem vinna gegn félagslegri mismunun og samtaka sem styðja við flóttamenn og innflytjendur,“ segir í tilkynningunni.
Forseti Íslands Íslendingar erlendis Pólland Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira