Tengsl milli ADHD lyfja og minnkandi glæpatíðni Anna Tara Andrésdóttir skrifar 25. febrúar 2020 13:00 Í fréttum í fyrradag var fjallað um aukningu á notkun lyfja við athyglisbresti og ofvirkni (ADHD) undanfarin ár. Margir eru áhyggjufullir um mögulegar aukaverkanir lyfja en við þær áhyggjur vil ég bæta við upplýsingum um aukaverkanir þess að lifa með ómeðhöndlaðan athyglisbrest. Áhættuþættir sem fylgja ómeðhöndluðu ADHD eru fíknivandamál, kvíði, þunglyndi, hegðunarvandamál, sjálfsmorð, átröskun, kynferðisofbeldi, beita og/eða verða fyrir líkamlegu ofbeldi, svefnvandamál, slysahætta, bílslys, vera gerandi og/eða þolandi eineltis, ótímabærar þunganir, sambandserfiðleikar og skilnaðir, minni menntun, vinnuerfiðleikar og svo mætti lengi telja. Ef þetta dugir ekki til þess að athyglisbrestur sé tekinn alvarlega þá er áhugavert að skoða fjölda fólks með ADHD í fangelsum. Rannsóknir hafa fundið mismunandi tíðnir en virðast þó ná einhverri samstöðu um að að minnsta kosti 25% fólks í fangelsum séu með ADHD miðað við 4-5% í almennu þýði. Til að bæta gráu ofan á svart hafa rannsóknir einnig fundið að ADHD minnkar lífslíkur um 9-13 ár, ég endurtek, 9-13 ár. Það virðast vera tveir gagnstæðir pólar í lyfjaumræðunni, þeir sem vilja auka lyfjagjöf og þeir sem vilja minnka hana. Ég vil stinga upp á þriðja valmöguleikanum, að auka aðgengi, nákvæmni og gæði greiningar og þar með veita þeim sem þurfa faglega hjálp en einnig koma í veg fyrir að ófagleg lyfjagjöf valdi skaða. Gögn um ADHD lyfjagjöf og tíðni glæpa voru tekin saman í Svíþjóð og fundu þau að karlmenn frömdu 32% færri glæpi og konur 41% færri glæpi meðan að á lyfjagjöf stóð. Þessi áhrif fundust hvort sem einstaklingarnir fengu ávanabindandi ADHD lyf eða ekki. Í dag eru Stratterar einu ADHD lyfin sem fást á Íslandi sem eru ekki ávanabindandi. Hins vegar er til annað ADHD lyf sem er ekki ávanabindandi. Það kallast Intuniv og fór á markað í öðrum löndum fyrir mörgum árum en fæst ekki enn hérlendis. Þá má velta fyrir sér hvers vegna stjórnvöld sem hafa áhyggjur af fíkniáhættu og auknum blóðþrýstingi stöðva notkun Intuniv hér á landi. Þar að auki er Intuniv eina ADHD lyfið sem lækkar í stað þess að hækka blóðþrýsting. Yfir 400 rannsóknir hafa sýnt fram á virkni og öryggi ADHD lyfja og því er lyfjagjöf eitt helsta meðferðar úrræði. Önnur meðferðarúrræði svo sem hugræn atferlismeðferð, markþjálfun, atferlismótun og fleira hafa ekki nálægt því sömu virkni og lyf. Hins vegar, ef önnur meðferðarúrræði eru notuð samhliða lyfjagjöf er virkni þeirra meiri og því er mælt með fjölþættri meðferð. Það er í raun ólógískt að tala um aukningu á lyfjagjöf á taugaröskun sem er tiltölulega nýlega uppgötvuð. Einu sinni var alkóhólismi óþekktur og þegar áfengismeðferð hófst hér á landi þá varð að sjálfsögðu aukning á fólki sem fór í áfengismeðferð. „Aukning“ í þessum skilningi er í raun jákvæð. Einnig verður það að teljast gleðiefni að aukning sé sérlega áberandi hjá konum. Það hefur lengi vel verið litið framhjá konum með ADHD þar sem áður fyrr greindust tíu strákar á móti hverri stelpu. Í dag greinast þrír strákar á móti hverri stelpu en á fullorðinsárum virðist kynjabilið vera nálægt því að lokast. Gott að heyra að það jafnrétti sé einnig að skila sér inní lyfjameðferðina. Tíðni ADHD er um það bil 6-9% hjá börnum og 4-5% hjá fullorðnum hins vegar eru einungis 1 af hverjum 25 eða 4% sem fá lyf á Íslandi í dag. Það bendir til þess að enn þann dag í dag erum við ekki að ná að bjóða öllum sem eru með ADHD upp á þau lífsgæði sem þau eiga skilið. Eina talan sem gæti talist vera hærri en rannsóknir hafa sýnt hingað til er að einn af hverjum sjö drengjum fái ADHD lyf. Það mætti líta nánar á það mál ekki með því að hindra lyfjagjöf þeirra sem þurfa á henni að halda, heldur til að gæta þess að börn séu að fá þá allra bestu þjónustu sem þau eiga skilið. Lyf eru hvorki jákvæð né neikvæð í eðli sínu. Áhrif lyfja velta mest á því hvernig þau eru meðhöndluð. Það þarf að finna rétt lyf, í réttum skammti, fyrir rétta einstaklinga. Því miður er ekki einungis vanþekking á ADHD meðal almennings, heldur einnig meðal lækna. Ég vil því þróa umræðuna úr því hvort lyfjagjöf sé neikvæð eða jákvæð yfir í hvernig við getum aukið þekkingu lækna, annarra fagaðila og almennings á ADHD. Ómeðhöndlað ADHD kostar samfélagið talsverðan pening og því er fjárhagslega hagkvæmt að veita þessum hópi sem besta þjónustu. ADHD er meðhöndlanlegasta taugaröskun sem til er og er því næstum óskiljanlegt nýta það ekki. Ég vil biðja fólk að hafa í huga að skoðunum fylgir ábyrgð. Fyrir suma er þetta spennandi dagur í kommentakerfinu en fyrir aðra er þetta spurning um líf eða dauða barnanna sinna. Höfundur er mastersnemi í rannsóknarfræðum í sálfræði. Heimildir sem stuðst var við má nálgast hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í fréttum í fyrradag var fjallað um aukningu á notkun lyfja við athyglisbresti og ofvirkni (ADHD) undanfarin ár. Margir eru áhyggjufullir um mögulegar aukaverkanir lyfja en við þær áhyggjur vil ég bæta við upplýsingum um aukaverkanir þess að lifa með ómeðhöndlaðan athyglisbrest. Áhættuþættir sem fylgja ómeðhöndluðu ADHD eru fíknivandamál, kvíði, þunglyndi, hegðunarvandamál, sjálfsmorð, átröskun, kynferðisofbeldi, beita og/eða verða fyrir líkamlegu ofbeldi, svefnvandamál, slysahætta, bílslys, vera gerandi og/eða þolandi eineltis, ótímabærar þunganir, sambandserfiðleikar og skilnaðir, minni menntun, vinnuerfiðleikar og svo mætti lengi telja. Ef þetta dugir ekki til þess að athyglisbrestur sé tekinn alvarlega þá er áhugavert að skoða fjölda fólks með ADHD í fangelsum. Rannsóknir hafa fundið mismunandi tíðnir en virðast þó ná einhverri samstöðu um að að minnsta kosti 25% fólks í fangelsum séu með ADHD miðað við 4-5% í almennu þýði. Til að bæta gráu ofan á svart hafa rannsóknir einnig fundið að ADHD minnkar lífslíkur um 9-13 ár, ég endurtek, 9-13 ár. Það virðast vera tveir gagnstæðir pólar í lyfjaumræðunni, þeir sem vilja auka lyfjagjöf og þeir sem vilja minnka hana. Ég vil stinga upp á þriðja valmöguleikanum, að auka aðgengi, nákvæmni og gæði greiningar og þar með veita þeim sem þurfa faglega hjálp en einnig koma í veg fyrir að ófagleg lyfjagjöf valdi skaða. Gögn um ADHD lyfjagjöf og tíðni glæpa voru tekin saman í Svíþjóð og fundu þau að karlmenn frömdu 32% færri glæpi og konur 41% færri glæpi meðan að á lyfjagjöf stóð. Þessi áhrif fundust hvort sem einstaklingarnir fengu ávanabindandi ADHD lyf eða ekki. Í dag eru Stratterar einu ADHD lyfin sem fást á Íslandi sem eru ekki ávanabindandi. Hins vegar er til annað ADHD lyf sem er ekki ávanabindandi. Það kallast Intuniv og fór á markað í öðrum löndum fyrir mörgum árum en fæst ekki enn hérlendis. Þá má velta fyrir sér hvers vegna stjórnvöld sem hafa áhyggjur af fíkniáhættu og auknum blóðþrýstingi stöðva notkun Intuniv hér á landi. Þar að auki er Intuniv eina ADHD lyfið sem lækkar í stað þess að hækka blóðþrýsting. Yfir 400 rannsóknir hafa sýnt fram á virkni og öryggi ADHD lyfja og því er lyfjagjöf eitt helsta meðferðar úrræði. Önnur meðferðarúrræði svo sem hugræn atferlismeðferð, markþjálfun, atferlismótun og fleira hafa ekki nálægt því sömu virkni og lyf. Hins vegar, ef önnur meðferðarúrræði eru notuð samhliða lyfjagjöf er virkni þeirra meiri og því er mælt með fjölþættri meðferð. Það er í raun ólógískt að tala um aukningu á lyfjagjöf á taugaröskun sem er tiltölulega nýlega uppgötvuð. Einu sinni var alkóhólismi óþekktur og þegar áfengismeðferð hófst hér á landi þá varð að sjálfsögðu aukning á fólki sem fór í áfengismeðferð. „Aukning“ í þessum skilningi er í raun jákvæð. Einnig verður það að teljast gleðiefni að aukning sé sérlega áberandi hjá konum. Það hefur lengi vel verið litið framhjá konum með ADHD þar sem áður fyrr greindust tíu strákar á móti hverri stelpu. Í dag greinast þrír strákar á móti hverri stelpu en á fullorðinsárum virðist kynjabilið vera nálægt því að lokast. Gott að heyra að það jafnrétti sé einnig að skila sér inní lyfjameðferðina. Tíðni ADHD er um það bil 6-9% hjá börnum og 4-5% hjá fullorðnum hins vegar eru einungis 1 af hverjum 25 eða 4% sem fá lyf á Íslandi í dag. Það bendir til þess að enn þann dag í dag erum við ekki að ná að bjóða öllum sem eru með ADHD upp á þau lífsgæði sem þau eiga skilið. Eina talan sem gæti talist vera hærri en rannsóknir hafa sýnt hingað til er að einn af hverjum sjö drengjum fái ADHD lyf. Það mætti líta nánar á það mál ekki með því að hindra lyfjagjöf þeirra sem þurfa á henni að halda, heldur til að gæta þess að börn séu að fá þá allra bestu þjónustu sem þau eiga skilið. Lyf eru hvorki jákvæð né neikvæð í eðli sínu. Áhrif lyfja velta mest á því hvernig þau eru meðhöndluð. Það þarf að finna rétt lyf, í réttum skammti, fyrir rétta einstaklinga. Því miður er ekki einungis vanþekking á ADHD meðal almennings, heldur einnig meðal lækna. Ég vil því þróa umræðuna úr því hvort lyfjagjöf sé neikvæð eða jákvæð yfir í hvernig við getum aukið þekkingu lækna, annarra fagaðila og almennings á ADHD. Ómeðhöndlað ADHD kostar samfélagið talsverðan pening og því er fjárhagslega hagkvæmt að veita þessum hópi sem besta þjónustu. ADHD er meðhöndlanlegasta taugaröskun sem til er og er því næstum óskiljanlegt nýta það ekki. Ég vil biðja fólk að hafa í huga að skoðunum fylgir ábyrgð. Fyrir suma er þetta spennandi dagur í kommentakerfinu en fyrir aðra er þetta spurning um líf eða dauða barnanna sinna. Höfundur er mastersnemi í rannsóknarfræðum í sálfræði. Heimildir sem stuðst var við má nálgast hér.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun