„Það er eins og maður sé konungur um stund“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 13:00 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er kominn aftur í hnakkinn eftir 40 ára hlé. Hann er viðmælandi í fyrsta þætti af Hestalífið. Vísir/Hestalífið Í störfum sínum brýtur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari heilann um leiðir til árangurs með handboltalandsliðinu. En til að hlaða batteríin skiptir hann algerlega um gír og gleymir sér með hestum sínum. Guðmundur er viðmælandinn í fyrsta þættinum af Hestalífið, sem sýndir verða hér á Vísi. Umsjónarmaður þáttanna er Telma Lucinda Tómasson. „Ég kem í hesthúsið og raunverulega lít ég ekki á klukkuna. Síminn er bara úti í bíl og ég lít á þetta sem andlega íhugun að vissu leyti, ég meina, ég er að hugsa um þá og ekkert annað. Það kemst ekkert annað að meðan maður er hér, alveg sama hvort maður er að moka skít eða leggja á, eða kemba eða bara í útreiðartúr,“ segir Guðmundur. „Svo þegar maður er á svona góðum hesti þá líður manni afskaplega vel á baki. Það er eins og maður sé konungur um stund.“Hægt er að horfa á þáttinn í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hestalífið - Guðmundur Guðmundsson Handboltinn tók yfir Guðmundur kynntist hestum fyrst níu til tíu ára gamall. Þá var hann hestasveinn hjá tveimur merkismönnum í neðri Fáki, þeim Jóni Kaldal ljósmyndara sem var einn af fyrstu portrett ljósmyndurum Íslands og Ottó A. Michelsen sem var með IBM og Skrifstofuvélar. Guðmundur og félagi hans voru fengnir til að hreyfa hestana reglulega. „Ég naut þess auðvitað, var þarna á hverjum einasta degi þegar ég var ungur og svo var ég í hestamennsku til svona 18 ára aldurs eða 19. Þá tók handboltinn alveg yfir. Þannig að ég tók mér 40 ára pásu,“ útskýrir Guðmundur. Guðmundur er auðvitað með vel merktan landsliðshjálm.Vísir/Hestalífið Stuðningur við dótturina Það var mjög góð ástæða fyrir því að Guðmundur fór aftur af stað í hestamennskunni og honum líður stórkostlega yfir því að vera kominn í hnakkinn aftur. „Mér finnst þetta mjög gaman. Ég ákvað líka að fylgja eftir áhugamáli dóttur minnar, hún er búin að þrá mikið að eignast hesta og fara í hestamennsku og hún er búin að tala mikið um þetta. Þannig að ég ákvað líka út af því að styðja við bakið á henni og fara í hestamennskuna með henni. Þannig eiginlega æxlaðist þetta.“ Júlía 12 ára dóttir Guðmundar gefur tóninn í hesthúsinu. Þar eru alls konar sprey og aukahlutir fyrir hestinn þeirra Fák. „Dóttir mín keypti þetta úti í Berlín, hún hefur voða gaman af því að gera þá fína og þetta er held ég á faxið og taglið. Og svo eru hérna alls konar hófhlífar og teygjur. Ég er nú ekki duglegur við að setja teygjurnar í. Það sér dóttir mín um.“Mannlífsþátturinn Hestalífið fór í loftið á Vísi í dag og má horfa á fyrsta þátt í spilaranum hér ofar í fréttinni. Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Beit. Hestalífið Hestar Tengdar fréttir Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45 Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Sjá meira
Í störfum sínum brýtur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari heilann um leiðir til árangurs með handboltalandsliðinu. En til að hlaða batteríin skiptir hann algerlega um gír og gleymir sér með hestum sínum. Guðmundur er viðmælandinn í fyrsta þættinum af Hestalífið, sem sýndir verða hér á Vísi. Umsjónarmaður þáttanna er Telma Lucinda Tómasson. „Ég kem í hesthúsið og raunverulega lít ég ekki á klukkuna. Síminn er bara úti í bíl og ég lít á þetta sem andlega íhugun að vissu leyti, ég meina, ég er að hugsa um þá og ekkert annað. Það kemst ekkert annað að meðan maður er hér, alveg sama hvort maður er að moka skít eða leggja á, eða kemba eða bara í útreiðartúr,“ segir Guðmundur. „Svo þegar maður er á svona góðum hesti þá líður manni afskaplega vel á baki. Það er eins og maður sé konungur um stund.“Hægt er að horfa á þáttinn í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hestalífið - Guðmundur Guðmundsson Handboltinn tók yfir Guðmundur kynntist hestum fyrst níu til tíu ára gamall. Þá var hann hestasveinn hjá tveimur merkismönnum í neðri Fáki, þeim Jóni Kaldal ljósmyndara sem var einn af fyrstu portrett ljósmyndurum Íslands og Ottó A. Michelsen sem var með IBM og Skrifstofuvélar. Guðmundur og félagi hans voru fengnir til að hreyfa hestana reglulega. „Ég naut þess auðvitað, var þarna á hverjum einasta degi þegar ég var ungur og svo var ég í hestamennsku til svona 18 ára aldurs eða 19. Þá tók handboltinn alveg yfir. Þannig að ég tók mér 40 ára pásu,“ útskýrir Guðmundur. Guðmundur er auðvitað með vel merktan landsliðshjálm.Vísir/Hestalífið Stuðningur við dótturina Það var mjög góð ástæða fyrir því að Guðmundur fór aftur af stað í hestamennskunni og honum líður stórkostlega yfir því að vera kominn í hnakkinn aftur. „Mér finnst þetta mjög gaman. Ég ákvað líka að fylgja eftir áhugamáli dóttur minnar, hún er búin að þrá mikið að eignast hesta og fara í hestamennsku og hún er búin að tala mikið um þetta. Þannig að ég ákvað líka út af því að styðja við bakið á henni og fara í hestamennskuna með henni. Þannig eiginlega æxlaðist þetta.“ Júlía 12 ára dóttir Guðmundar gefur tóninn í hesthúsinu. Þar eru alls konar sprey og aukahlutir fyrir hestinn þeirra Fák. „Dóttir mín keypti þetta úti í Berlín, hún hefur voða gaman af því að gera þá fína og þetta er held ég á faxið og taglið. Og svo eru hérna alls konar hófhlífar og teygjur. Ég er nú ekki duglegur við að setja teygjurnar í. Það sér dóttir mín um.“Mannlífsþátturinn Hestalífið fór í loftið á Vísi í dag og má horfa á fyrsta þátt í spilaranum hér ofar í fréttinni. Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Beit.
Hestalífið Hestar Tengdar fréttir Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45 Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Sjá meira
Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45