Bayern pakkaði Chelsea saman á Brúnni | Gnabry óstöðvandi í London

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Bayern fagna öðru marki Gnabry í kvöld.
Leikmenn Bayern fagna öðru marki Gnabry í kvöld. vísir/getty

Chelsea eru svo gott sem dottnir út úr Meistaradeild Evrópu eftir 0-3 tap á heimavelli gegn Bayern München. Þýska liðið var einfaldlega mun sterkari aðilinn á Brúnni í kvöld.

Gestirnir frá Þýskalandi voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og setti Thomas Müller knöttinn meðal annars í tréverk Chelsea marksins þegar hann átti skalla, með hnakkanum, inn í markteig. Staðan hins vegar markalaus í hálfleik en það átti eftir að breytast í þeim síðari.

Chelsea byraði síðari hálfleik ágætlega og Manuel Neuer varði vel í tvígang. Fyrst frá Mason Mount og síðan frá Ross Barkley. Eftir það tóku Bæjarar öll völd á vellinum. Skoraði Serge Gnabry tvívegis á aðeins þremur mínútum. 

Á 51. mínútu splundruðu gestirnir vörn Chelsea og Robert Lewandowski laðgi knöttinn á Gnabry sem gat ekki annað en skorað. Þremur mínútum síðar var það sama upp á teningnum, framherjinn lagði knöttin á Gnabry sem lagði knöttinn snyrtilega í hægra hornið framhjá Willy Caballero í marki Chelsea.

Á 76. mínútu gerði Lewandowski svo út um leikinn og mögulega einvígið þegar hann skoraði eftir frábæran sprett Alphonso Davies úr vinstri bakverðinum. Staðan orðin 3-0 og Chelsea svo gott sem úr leik.

Marcos Alonso gerði svo verkefni Chelsea enn erfiðara er hann sló Müller í andlitið þegar tæplega tíu mínútur lifðu leiks. Dómari leiksins gaf spænska vinstri bakverðinum fyrst gult spjald en fór svo og skoðaði atvikið á myndbandi  við hliðarlínuna. Eftir það ákvað hann að breyta spjaldinu í rautt og reka Alonso út af.

Fleira markvert gerðist ekki og lauk leiknum með öruggum 3-0 sigri gestanna. Má í raun bóka sæti þeirra í 8-liða úrslitum keppninnar nú þegar.


Tengdar fréttir

Griezmann bjargaði Börsungum gegn Napoli

Leikur tveggja hálfleikja á vel við um leik kvöldsins en heimamenn í Napoli voru 1-0 yfir eftir 45 mínútur en Antoine Griezmann bjargaði jafntefli fyrir gestina með laglegu marki í síðari hálfleik.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira