Telur sérkennilegt að engin jarðskjálftavirkni sé við landrisið nærri Þorbirni Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2020 19:01 Doktor í jarðeðlisfræði telur líkur á að landrisið við Þorbjörn stafi af jarðvarmavinnslu við Svartsengi. Vísindaráð almannavarna hefur talið líklegustu skýringuna kvikusinnskot. Fyrir rúmum fjórum vikum var lýst yfir óvissustigi vegna mögulegrar kvikusöfnunar við Þorbjörn. Landris mældist mikið en verulega hefur hægt á því undanfarna daga en hefur þó ekki gengið til baka. Sömuleiðis hefur verulega dregið úr jarðskjálftavirkni nærri Grindavík. Ólafur G. Flóvens telur líkur á að niðurdæling við Svartsengi eigi sök á þessu landrisi fremur en kvikuinnskot. Þó hann hafi komið fram með þessa tillögu útilokar hann ekki að landrisið geti stafað af kvikuinnskoti. „Við þekkjum dæmi þess að landris er samfara því að kvika er að troðast inn en það er sérkennilegt þarna að miðjan á landrisinu er ekki þar sem aðal skjálftavirknin hefur verið,“ segir Ólafur. Hann bendir á að miðja landrissins sé nákvæmlega þar sem niðurdælingin á sér stað. Uppruni landrissins er á 3 - 5 kílómetra dýpi. Þar verða hins vegar engir skjálftar. Þeir urðu austar við miðju rissins. „Mér finnst mjög sérkennilegt ef að kvika er að troðast inn í jarðveg á þriggja til fimm kílómetra dýpi, að því fylgi engir jarðskjálftar,“ segir Ólafur. Annað hljóti þá að koma til greina. „Það getur til dæmis gerst við það að vökvi sem er verið að dæla niður fer allt í einu í suðu. Hann nær að komast snögglega að heitu lagi á þriggja til fimm kílómetra dýpi. Þar þenst hann út og myndar gufu sem veldur landrisi,“ segir Ólafur. Þetta geti gerst fyrst núna þó niðurdæling hafi staðið yfir í mörg ár. „Ég var að skoða í síðustu viku líkanareikning sem menn úti í Þýskalandi höfðu verið að gera um hversu langur tími getur liðið frá því niðurdæling er hafin í mjög heit svæði þar til stærri jarðskjálftar verða, þá eru menn að reikna þetta út tíu til tuttugu ár.“ Hann ítrekar að engin hætta skapist af niðurdælingunni. „Þetta væri eðlilegt ferli við rekstur virkjunarinnar. Það er ekkert athugavert við það í sjálfu sér.“ Lengri útgáfu af viðtalinu við Ólaf þar sem hann fer nánar yfir þessa tilgátu má sjá hér fyrir neðan: Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Doktor í jarðeðlisfræði telur líkur á að landrisið við Þorbjörn stafi af jarðvarmavinnslu við Svartsengi. Vísindaráð almannavarna hefur talið líklegustu skýringuna kvikusinnskot. Fyrir rúmum fjórum vikum var lýst yfir óvissustigi vegna mögulegrar kvikusöfnunar við Þorbjörn. Landris mældist mikið en verulega hefur hægt á því undanfarna daga en hefur þó ekki gengið til baka. Sömuleiðis hefur verulega dregið úr jarðskjálftavirkni nærri Grindavík. Ólafur G. Flóvens telur líkur á að niðurdæling við Svartsengi eigi sök á þessu landrisi fremur en kvikuinnskot. Þó hann hafi komið fram með þessa tillögu útilokar hann ekki að landrisið geti stafað af kvikuinnskoti. „Við þekkjum dæmi þess að landris er samfara því að kvika er að troðast inn en það er sérkennilegt þarna að miðjan á landrisinu er ekki þar sem aðal skjálftavirknin hefur verið,“ segir Ólafur. Hann bendir á að miðja landrissins sé nákvæmlega þar sem niðurdælingin á sér stað. Uppruni landrissins er á 3 - 5 kílómetra dýpi. Þar verða hins vegar engir skjálftar. Þeir urðu austar við miðju rissins. „Mér finnst mjög sérkennilegt ef að kvika er að troðast inn í jarðveg á þriggja til fimm kílómetra dýpi, að því fylgi engir jarðskjálftar,“ segir Ólafur. Annað hljóti þá að koma til greina. „Það getur til dæmis gerst við það að vökvi sem er verið að dæla niður fer allt í einu í suðu. Hann nær að komast snögglega að heitu lagi á þriggja til fimm kílómetra dýpi. Þar þenst hann út og myndar gufu sem veldur landrisi,“ segir Ólafur. Þetta geti gerst fyrst núna þó niðurdæling hafi staðið yfir í mörg ár. „Ég var að skoða í síðustu viku líkanareikning sem menn úti í Þýskalandi höfðu verið að gera um hversu langur tími getur liðið frá því niðurdæling er hafin í mjög heit svæði þar til stærri jarðskjálftar verða, þá eru menn að reikna þetta út tíu til tuttugu ár.“ Hann ítrekar að engin hætta skapist af niðurdælingunni. „Þetta væri eðlilegt ferli við rekstur virkjunarinnar. Það er ekkert athugavert við það í sjálfu sér.“ Lengri útgáfu af viðtalinu við Ólaf þar sem hann fer nánar yfir þessa tilgátu má sjá hér fyrir neðan:
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira