Sálfræðiþjónusta fyrir alla Emilía Björt Írisardóttir skrifar 24. febrúar 2020 12:35 Alþingi hefur nú til afgreiðslu frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur hvers markmið er að færa sálfræðiþjónustu undir sjúkratryggingakerfið og það eina sem ég get sagt við því er: Loksins. Því sálfræðimeðferð fylgir gífurlegur kostnaður, mun meiri en fylgir heimsóknum til sérfræðilækna. Sá kostnaðarmunur orsakast einmitt af því að við erum tryggð fyrir læknisþjónustu, líkamlegum og sjáanlegum veikindum, en við erum ekki tryggð fyrir sálfræðiþjónustu, andlegum og ósýnilegum veikindum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur um 22-24% íbúa vestrænna landa þjást af geðheilbrigðisvanda einhvern tímann á lífsleiðinni. Þá eru um það bil einn af hverjum fimm, jafnvel einn af hverjum fjórum Íslendingum, sem eru að glíma, hafa glímt við eða munu glíma við slíkan sjúkdóm. Þessi tölfræði tekur ekki einu sinni mið af fíknivanda og hækkar því hlutfallið ef við tökum það með í reikninginn. En þrátt fyrir þessa háu tíðni sjá alltof margir sér ekki fært að leita sér aðstoðar vegna fjárskorts eða fjarlægðar. Ungir og efnalitlir í vanda Algengast er að geðsjúkdómar komi fram á yngri árum. Á Íslandi er flest ungt fólk í skóla þökk sé góðu aðgengi að menntun, en ekki í vinnu. Ungt fólk sem ekki er í fullu starfi á svo ekkert endilega sérstaklega mikinn pening og nýtur ekki sömu réttinda innan stéttarfélaga, þið sjáið hvert ég er að fara með þetta. Flest ungt fólk, og sér í lagi þau sem ekki eiga efnaða foreldra eða þurfa alfarið að standa á eigin fótum, á ekki fyrir sálfræðiþjónustu. Almennt verð fyrir klukkutíma af samtalsmeðferð hjá sálfræðingi er um 15.000-19.000 krónur. Ég fagna því að sálfræðingar séu komnir til starfa hjá heilsugæslunum en þar er mörgum að sinna og getur biðin verið löng. Í sjálfu sér endurspeglar þessi langa bið brýna þörf á sálfræðiþjónustu. Sálfræðiþjónusta er persónuleg og það skiptir máli að hafa aðgang að sínum sálfræðingi, þeim sem maður myndar meðferðarsamband við, og að fólk hafi val. 57% öryrkja hafa verið greindir með geðsjúkdóm og 38% öryrkja eru öryrkjar vegna geðsjúkdóms. Ég vil ítreka, 38% öryrkja, 7200 manns, eru öryrkjar vegna geðsjúkdóms. Það er einfaldara að fara til læknis og fá uppáskrifuð geðlyf en að leita sér samtalsmeðferðar hjá sálfræðingi. Það stafar af því að við niðurgreiðum sérfræðiþjónustu lækna en ekki sálfræðiþjónustu. Það er því verið að skerða aðgang efnaminni að öflugu gagnreyndu meðferðarúrræði. Sálfræðiþjónustu í sjúkratryggingarkerfið Við sem þjóð þurfum sálfræðiþjónustu sem hluta af sjúkratryggingakerfinu sem allra fyrst. Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að á Íslandi sé hæsta hlutfall kvenna á aldrinum 18-25 í allri Evrópu með þunglyndiseinkenni. Getur verið að það stafi af því að það er hreinlega ekki nægjanlegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu tryggt með núverandi fyrirkomulagi? Ég vona að þetta mikilvæga frumvarp hljóti skjóta afgreiðslu á Alþingi. Það er sérstakt fagnaðarefni að það virðist vera sem svo að allur þingheimur hafi sameinast um málið, en auk Þorgerðar eru 23 þingmenn úr öllum flokkum sem styðja málið. Það er statt í velferðarnefnd þingsins og bíður afgreiðslu. Nái frumvarpið fram að ganga mun aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu stórbatna og einstaklingar vonandi hafa loksins efni á því að leita sér hjálpar, með niðurgreiddri sálfræðimeðferð. Það á nefnilega ekki að vera munur á því hvort maður finni til í líkamanum eða í sálinni.Höfundur er varaforseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Heilbrigðismál Viðreisn Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Alþingi hefur nú til afgreiðslu frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur hvers markmið er að færa sálfræðiþjónustu undir sjúkratryggingakerfið og það eina sem ég get sagt við því er: Loksins. Því sálfræðimeðferð fylgir gífurlegur kostnaður, mun meiri en fylgir heimsóknum til sérfræðilækna. Sá kostnaðarmunur orsakast einmitt af því að við erum tryggð fyrir læknisþjónustu, líkamlegum og sjáanlegum veikindum, en við erum ekki tryggð fyrir sálfræðiþjónustu, andlegum og ósýnilegum veikindum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur um 22-24% íbúa vestrænna landa þjást af geðheilbrigðisvanda einhvern tímann á lífsleiðinni. Þá eru um það bil einn af hverjum fimm, jafnvel einn af hverjum fjórum Íslendingum, sem eru að glíma, hafa glímt við eða munu glíma við slíkan sjúkdóm. Þessi tölfræði tekur ekki einu sinni mið af fíknivanda og hækkar því hlutfallið ef við tökum það með í reikninginn. En þrátt fyrir þessa háu tíðni sjá alltof margir sér ekki fært að leita sér aðstoðar vegna fjárskorts eða fjarlægðar. Ungir og efnalitlir í vanda Algengast er að geðsjúkdómar komi fram á yngri árum. Á Íslandi er flest ungt fólk í skóla þökk sé góðu aðgengi að menntun, en ekki í vinnu. Ungt fólk sem ekki er í fullu starfi á svo ekkert endilega sérstaklega mikinn pening og nýtur ekki sömu réttinda innan stéttarfélaga, þið sjáið hvert ég er að fara með þetta. Flest ungt fólk, og sér í lagi þau sem ekki eiga efnaða foreldra eða þurfa alfarið að standa á eigin fótum, á ekki fyrir sálfræðiþjónustu. Almennt verð fyrir klukkutíma af samtalsmeðferð hjá sálfræðingi er um 15.000-19.000 krónur. Ég fagna því að sálfræðingar séu komnir til starfa hjá heilsugæslunum en þar er mörgum að sinna og getur biðin verið löng. Í sjálfu sér endurspeglar þessi langa bið brýna þörf á sálfræðiþjónustu. Sálfræðiþjónusta er persónuleg og það skiptir máli að hafa aðgang að sínum sálfræðingi, þeim sem maður myndar meðferðarsamband við, og að fólk hafi val. 57% öryrkja hafa verið greindir með geðsjúkdóm og 38% öryrkja eru öryrkjar vegna geðsjúkdóms. Ég vil ítreka, 38% öryrkja, 7200 manns, eru öryrkjar vegna geðsjúkdóms. Það er einfaldara að fara til læknis og fá uppáskrifuð geðlyf en að leita sér samtalsmeðferðar hjá sálfræðingi. Það stafar af því að við niðurgreiðum sérfræðiþjónustu lækna en ekki sálfræðiþjónustu. Það er því verið að skerða aðgang efnaminni að öflugu gagnreyndu meðferðarúrræði. Sálfræðiþjónustu í sjúkratryggingarkerfið Við sem þjóð þurfum sálfræðiþjónustu sem hluta af sjúkratryggingakerfinu sem allra fyrst. Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að á Íslandi sé hæsta hlutfall kvenna á aldrinum 18-25 í allri Evrópu með þunglyndiseinkenni. Getur verið að það stafi af því að það er hreinlega ekki nægjanlegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu tryggt með núverandi fyrirkomulagi? Ég vona að þetta mikilvæga frumvarp hljóti skjóta afgreiðslu á Alþingi. Það er sérstakt fagnaðarefni að það virðist vera sem svo að allur þingheimur hafi sameinast um málið, en auk Þorgerðar eru 23 þingmenn úr öllum flokkum sem styðja málið. Það er statt í velferðarnefnd þingsins og bíður afgreiðslu. Nái frumvarpið fram að ganga mun aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu stórbatna og einstaklingar vonandi hafa loksins efni á því að leita sér hjálpar, með niðurgreiddri sálfræðimeðferð. Það á nefnilega ekki að vera munur á því hvort maður finni til í líkamanum eða í sálinni.Höfundur er varaforseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun