„Er alltaf vondi kallinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. febrúar 2020 11:30 Darri ásamt Michelle og börnunum tveimur. Leikarinn Darri Ingólfsson hefur farið í yfir tvö hundruð áheyrnarprufur, fengið hlutverk í Castle, Rizzoli and Isle, NCIS, Stalker og Dexter en draumurinn er að landa hlutverki í kvikmynd. Hræðslan er hins vegar að enda í sápuóperu. Sindri Sindrason fékk að kynnast Darra, lífi hans, fjölskyldu og starfi í Los Angeles í Íslandi í dag á dögunum og var þátturinn sýndur á föstudagskvöldið á Stöð 2. „Ég er búinn að vera hérna úti í sex ár og var þar á undan í London í um níu ár,“ segir Darri sem lærði leiklistina í Bretlandi en það hefur alltaf verið draumurinn að verða Hollywood leikari. „Það eru bíómyndirnar sem er ástæðan fyrir því að mig langaði að verða leikari. Ég trúði því alveg statt og stöðugt að ég væri alveg allavega jafn góður og flest af þessu fólki sem ég var að sjá á skjánum og er búinn að vera reyna halda í þá trú síðan.“ Hann segir að eftir þessar tvö hundruð prufur fær egóið heldur betur að finna fyrir því. Darri er giftur Michelle sem fæddist í Filipseyjum en hefur alla tíð búið í Bandaríkjunum. Vill ekki enda í sápuóperum „Ég kynntist henni svona sex mánuðum eftir að ég flutti hingað. Ég hitti hana á Match.com og við fórum á eitt stefnumót og það hefur haldið síðan,“ segir Darri en saman eiga þau tvö börn.“ Darri segir að best sé að landa hlutverki í þáttum og koma þar reglulega fram. „Þá færðu alvöru peninga sem þú getur farið að leggja fyrir. Stærsta hlutverkið mitt hingað til er Dexter og það er að verða komið nokkuð langt síðan. Síðan þá hef ég landað hlutverkum í kannski fjórum þáttum, þremur þáttum eða bara einum þætti. Ég veit ekki hvort það sé út af Dexter eða útlitið en ég er alltaf vondi kallinn.“ Darri segist vera hræddur við það að enda í sápuóperum. „Það er mikil vinna og litið frekar niður á þau hlutverk. Fínn peningur en ég held að ég myndi bara nota þann pening í áfengi og fíkniefni til að lifa þetta af,“ segir Darri og hlær. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Ísland í dag Íslendingar erlendis Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira
Leikarinn Darri Ingólfsson hefur farið í yfir tvö hundruð áheyrnarprufur, fengið hlutverk í Castle, Rizzoli and Isle, NCIS, Stalker og Dexter en draumurinn er að landa hlutverki í kvikmynd. Hræðslan er hins vegar að enda í sápuóperu. Sindri Sindrason fékk að kynnast Darra, lífi hans, fjölskyldu og starfi í Los Angeles í Íslandi í dag á dögunum og var þátturinn sýndur á föstudagskvöldið á Stöð 2. „Ég er búinn að vera hérna úti í sex ár og var þar á undan í London í um níu ár,“ segir Darri sem lærði leiklistina í Bretlandi en það hefur alltaf verið draumurinn að verða Hollywood leikari. „Það eru bíómyndirnar sem er ástæðan fyrir því að mig langaði að verða leikari. Ég trúði því alveg statt og stöðugt að ég væri alveg allavega jafn góður og flest af þessu fólki sem ég var að sjá á skjánum og er búinn að vera reyna halda í þá trú síðan.“ Hann segir að eftir þessar tvö hundruð prufur fær egóið heldur betur að finna fyrir því. Darri er giftur Michelle sem fæddist í Filipseyjum en hefur alla tíð búið í Bandaríkjunum. Vill ekki enda í sápuóperum „Ég kynntist henni svona sex mánuðum eftir að ég flutti hingað. Ég hitti hana á Match.com og við fórum á eitt stefnumót og það hefur haldið síðan,“ segir Darri en saman eiga þau tvö börn.“ Darri segir að best sé að landa hlutverki í þáttum og koma þar reglulega fram. „Þá færðu alvöru peninga sem þú getur farið að leggja fyrir. Stærsta hlutverkið mitt hingað til er Dexter og það er að verða komið nokkuð langt síðan. Síðan þá hef ég landað hlutverkum í kannski fjórum þáttum, þremur þáttum eða bara einum þætti. Ég veit ekki hvort það sé út af Dexter eða útlitið en ég er alltaf vondi kallinn.“ Darri segist vera hræddur við það að enda í sápuóperum. „Það er mikil vinna og litið frekar niður á þau hlutverk. Fínn peningur en ég held að ég myndi bara nota þann pening í áfengi og fíkniefni til að lifa þetta af,“ segir Darri og hlær. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Ísland í dag Íslendingar erlendis Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira