Enski boltinn

„Venju­lega hugsa ég um Real Madrid, Barcelona og Man. City þegar talað er um besta lið heims“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jurgen Klopp á hliðarlínunni í vikunni gegn Atletico Madrid.
Jurgen Klopp á hliðarlínunni í vikunni gegn Atletico Madrid. vísir/getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er ekki viss hvort að Liverpool sé besta lið í heimi en viðurkennir að liðið sé í kringum toppinn.

Liverpool gæti náð 22 stiga forskoti á toppi úrvalsdeildarinnar í kvöld hafi liðið betur gegn West Ham í síðasta leik umferðarinnar í enska boltanum.

„Þetta að tala um besta lið í heimi, skil ég ekki alveg. Það er gaman þegar fólk segir það. Það er betra að fólk segi það en að þú sért það versta, augljóslega,“ sagði sá þýski.







„Venjulega þegar fólk talar um besta lið í heimi þá hugsaru um Real Madrid og Barcelona fyrir nokkrum árum og Manchester City fyrir tveimur árum og svoleiðis lið.“

„Liðið sem við erum með snýst um hugarfar blandað með mjög góðum leikmönnum. En ég held að í öllum heiminum er Liverpool eitt af topp, topp, topp, topp félögunum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×