Fótbolti

Samúel fékk frumraunina gegn Bayern München

Sindri Sverrisson skrifar
Robert Lewandowski fagnar sigurmarkinu gegn Paderborn. Hann reyndist hetja Bayern eins og stundum áður.
Robert Lewandowski fagnar sigurmarkinu gegn Paderborn. Hann reyndist hetja Bayern eins og stundum áður. vísir/getty

Samúel Kári Friðjónsson lék í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Paderborn í þýsku 1. deildinni í fótbolta þegar hann kom inn á í leik gegn 29-földum Þýskalandsmeisturum Bayern München.

Bayern vann leikinn 3-2 en það var pólska markavélin Robert Lewandowski sem skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok. Lewandowski skoraði tvö marka Bayern og Serge Gnabry eitt en Paderborn jafnaði metin tvívegis í leiknum, með mörkum Dennis Srbeny og Sven Michel. Lewandowski hefur nú skorað 25 mörk í þýsku deildinni í vetur, í 23 leikjum.

Samúel kom inn á þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Hann hafði áður setið á varamannabekk Paderborn í fyrstu fjórum leikjunum eftir komuna frá Viking í Noregi í janúar.

Samúel eftir að hafa skrifað undir samninginn við Paderborn.mynd/paderborn

Bilið gæti ekki verið meira á milli Bayern og Paderborn þrátt fyrir að minnstu munaði að liðin skildu jöfn í kvöld. Bayern er á toppnum með 49 stig, fjórum stigum á undan RB Leipzig sem á leik til góða. Paderborn er á botninum með 16 stig, stigi á eftir Fortuna Dusseldorf og Werder Bremen en sex stigum frá næsta örugga sæti.


Tengdar fréttir

Samúel Kári í Bundesliguna

Samúel Kári Friðjónsson hefur fært sig frá Noregi yfir til Þýskalands en hann hefur samið við Paderborn 07.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×